Spá þúsund milljarða framkvæmdum á næstu þremur árum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. febrúar 2018 14:05 Miklum framkvæmdum er spáð á næstu árum. Vísir/Vilhelm Á næstu þremur árum er því spáð að framkvæmdir við opinbera innviði, atvinnuhúsnæði og íbúðir muni nema samtals rúmlega 1.000 milljörðum króna. Hagfræðingur Íbúðarlánasjóðs segir nauðsynlegt að leita nýjunga við innviðauppbyggingu til að tryggja aukna framleiðni og lægri kostnað. Þetta eru á meðal niðurstaðna nýrrar greiningar Íbúðalánasjóðs og Íslenska byggingavettvangsins sem byggir á niðurstöðum rannsóknar á framleiðni í íslenskum byggingariðnaði. Greiningin var kynnt á fjölmennum fundi í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs í dag. Gert er ráð fyrir að fjárfesting í atvinnumannvirkjum verði tæpir 500 milljarðar, fjárfesting í íbúðum rúmir 400 milljarðar og fjárfesting í mannvirkjum hins opinbera tæpir 200 milljarðar. Umfang mannvirkjagerðar hér á landi nálgast nú árin fyrir hrun, þó enn sé nokkuð í hápunkt áranna 2006 og 2007. Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur á íbúðasviði Íbúðalánasjóðs segir að hægt sé að spara gríðarlega fjármuni ef við leitum leiða til að auka framleiðni í greininni. „Ljóst er að mikil þörf er á uppbyggingu húsnæðis víða um land. Það skiptir miklu máli að sú uppbygging verði hagkvæm og í samræmi við þörf landsmanna. Um árabil hafa Íslendingar búið við miklar sveiflur í húsnæðismálum. Það þarf að minnka þessar sveiflur til þess að auka framleiðni, lækka byggingakostnað og tryggja að húsnæði fáist á viðráðanlegu verði fyrir almenning. Aukin framleiðni í byggingariðnaði er því ekki aðeins góð fyrir þá sem starfa í greininni sjálfri, heldur er hún lykilatriði til að stuðla að auknum stöðugleika í húsnæðismálum,“ segir Ólafur Heiðar. Efnahagsmál Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Á næstu þremur árum er því spáð að framkvæmdir við opinbera innviði, atvinnuhúsnæði og íbúðir muni nema samtals rúmlega 1.000 milljörðum króna. Hagfræðingur Íbúðarlánasjóðs segir nauðsynlegt að leita nýjunga við innviðauppbyggingu til að tryggja aukna framleiðni og lægri kostnað. Þetta eru á meðal niðurstaðna nýrrar greiningar Íbúðalánasjóðs og Íslenska byggingavettvangsins sem byggir á niðurstöðum rannsóknar á framleiðni í íslenskum byggingariðnaði. Greiningin var kynnt á fjölmennum fundi í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs í dag. Gert er ráð fyrir að fjárfesting í atvinnumannvirkjum verði tæpir 500 milljarðar, fjárfesting í íbúðum rúmir 400 milljarðar og fjárfesting í mannvirkjum hins opinbera tæpir 200 milljarðar. Umfang mannvirkjagerðar hér á landi nálgast nú árin fyrir hrun, þó enn sé nokkuð í hápunkt áranna 2006 og 2007. Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur á íbúðasviði Íbúðalánasjóðs segir að hægt sé að spara gríðarlega fjármuni ef við leitum leiða til að auka framleiðni í greininni. „Ljóst er að mikil þörf er á uppbyggingu húsnæðis víða um land. Það skiptir miklu máli að sú uppbygging verði hagkvæm og í samræmi við þörf landsmanna. Um árabil hafa Íslendingar búið við miklar sveiflur í húsnæðismálum. Það þarf að minnka þessar sveiflur til þess að auka framleiðni, lækka byggingakostnað og tryggja að húsnæði fáist á viðráðanlegu verði fyrir almenning. Aukin framleiðni í byggingariðnaði er því ekki aðeins góð fyrir þá sem starfa í greininni sjálfri, heldur er hún lykilatriði til að stuðla að auknum stöðugleika í húsnæðismálum,“ segir Ólafur Heiðar.
Efnahagsmál Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira