Skotárásin í Flórída: Aðstoðarþjálfari dó hetjudauða Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 18:45 Fótboltalið skólans staðfesti andlát Feis í dag. Fótboltalið MC Douglas-framhaldsskólans Aaron Feis, aðstoðarþjálfari fótboltaliðs Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans í Flórída, lést af sárum sínum aðfararnótt fimmtudags eftir mannskæða skotárás við skólann í gær. Feis er sagður hafa dáið hetjudauða er hann kastaði sér í veg fyrir árásarmanninn og kom nemanda í öruggt skjól. Árásarmaðurinn, hinn nítján ára Nikolas Cruz, skaut sautján til bana í árasinni. Cruz, sem er fyrrverandi nemandi við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann, var handsamaður af lögreglu um klukkustund eftir árásina og er sagður svara spurningum lögregluþjóna. Hann hefur verið ákærður fyrir minnst sautján morð.Sjá einnig: Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríðaKastaði sér í veg fyrir árásarmanninn Í frétt breska ríkisútvarpsins er nokkurra fórnarlamba árásarinnar minnst, þar á meðal fyrrnefnds Aarons Feis. Hann starfaði sem aðstoðarþjálfari fótboltaliðs skólans og gegndi einnig stöðu öryggisvarðar. Vitni að árásinni segja Feis hafa bjargað lífi a.m.k. eins nemanda við skólann en látið lífið við hetjudáðina. Stúlka, sem leitaði til aðalþjálfara liðsins í kjölfar árasarinnar, tjáði honum að Feis hefði kastað sér á milli hennar og árásarmannsins. Í leiðinni hafi hann ýtt henni í öruggt skjól inn um dyr á gangi skólans.. Sjálfur varð Feis þá fyrir skotum úr riffli árásarmannsins og lést af sárum sínum aðfararnótt fimmtudags. Nemendur skólans minntust Feis á samfélagsmiðlum í gær og í dag en andlát Feis var staðfest á Twitter-reikningi fótboltaliðs MC Douglas-framhaldsskólans.Can everyone please take a second to pray for my coach today he took serval bullets covering other students at Douglas . pic.twitter.com/8AMG7t6tpH— Charlie Rothkopf (@RothkopfCharlie) February 14, 2018 Þá hafa fleiri nöfn fórnarlambanna sautján verið birt. Jamie Guttenberg, Alyssa Alhadef og Nicholas Dworet létust öll í árásinni. Samkvæmt Facebook-síðum þeirra og yfirlýsingum frá aðstandendum voru þau öll nemendur við skólann þar sem árásin var gerð í gær. This, ladies and gentlemen, if the face of a hero. Coach Aaron Feis was injured protecting a student in the shooting at Marjory Stoneman Douglas High School and, at last report, is in critical condition. He is a friend to all students that know him. He was always so nice to me when I went to school there, and I know he is close with my brother and his friends. Please, take a moment to send healing prayers for him. A post shared by Angelica Losada (@jelly_lo) on Feb 14, 2018 at 2:42pm PST Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skotárás í skóla í Flórída: Nokkrir látnir en lögreglan er með árásarmann í haldi Fréttamyndir vestanhafs sýna nemendur flýja skólann sem var umkringdur lögreglumönnum. 14. febrúar 2018 20:52 Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Sjá meira
Aaron Feis, aðstoðarþjálfari fótboltaliðs Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans í Flórída, lést af sárum sínum aðfararnótt fimmtudags eftir mannskæða skotárás við skólann í gær. Feis er sagður hafa dáið hetjudauða er hann kastaði sér í veg fyrir árásarmanninn og kom nemanda í öruggt skjól. Árásarmaðurinn, hinn nítján ára Nikolas Cruz, skaut sautján til bana í árasinni. Cruz, sem er fyrrverandi nemandi við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann, var handsamaður af lögreglu um klukkustund eftir árásina og er sagður svara spurningum lögregluþjóna. Hann hefur verið ákærður fyrir minnst sautján morð.Sjá einnig: Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríðaKastaði sér í veg fyrir árásarmanninn Í frétt breska ríkisútvarpsins er nokkurra fórnarlamba árásarinnar minnst, þar á meðal fyrrnefnds Aarons Feis. Hann starfaði sem aðstoðarþjálfari fótboltaliðs skólans og gegndi einnig stöðu öryggisvarðar. Vitni að árásinni segja Feis hafa bjargað lífi a.m.k. eins nemanda við skólann en látið lífið við hetjudáðina. Stúlka, sem leitaði til aðalþjálfara liðsins í kjölfar árasarinnar, tjáði honum að Feis hefði kastað sér á milli hennar og árásarmannsins. Í leiðinni hafi hann ýtt henni í öruggt skjól inn um dyr á gangi skólans.. Sjálfur varð Feis þá fyrir skotum úr riffli árásarmannsins og lést af sárum sínum aðfararnótt fimmtudags. Nemendur skólans minntust Feis á samfélagsmiðlum í gær og í dag en andlát Feis var staðfest á Twitter-reikningi fótboltaliðs MC Douglas-framhaldsskólans.Can everyone please take a second to pray for my coach today he took serval bullets covering other students at Douglas . pic.twitter.com/8AMG7t6tpH— Charlie Rothkopf (@RothkopfCharlie) February 14, 2018 Þá hafa fleiri nöfn fórnarlambanna sautján verið birt. Jamie Guttenberg, Alyssa Alhadef og Nicholas Dworet létust öll í árásinni. Samkvæmt Facebook-síðum þeirra og yfirlýsingum frá aðstandendum voru þau öll nemendur við skólann þar sem árásin var gerð í gær. This, ladies and gentlemen, if the face of a hero. Coach Aaron Feis was injured protecting a student in the shooting at Marjory Stoneman Douglas High School and, at last report, is in critical condition. He is a friend to all students that know him. He was always so nice to me when I went to school there, and I know he is close with my brother and his friends. Please, take a moment to send healing prayers for him. A post shared by Angelica Losada (@jelly_lo) on Feb 14, 2018 at 2:42pm PST
Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skotárás í skóla í Flórída: Nokkrir látnir en lögreglan er með árásarmann í haldi Fréttamyndir vestanhafs sýna nemendur flýja skólann sem var umkringdur lögreglumönnum. 14. febrúar 2018 20:52 Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Sjá meira
Skotárás í skóla í Flórída: Nokkrir látnir en lögreglan er með árásarmann í haldi Fréttamyndir vestanhafs sýna nemendur flýja skólann sem var umkringdur lögreglumönnum. 14. febrúar 2018 20:52
Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45
Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45