Leiðtogar úr austri og vestri hittast í München Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2018 10:18 Öryggismálaráðstefnan í München er haldin á hótelinu Bayerischer Hof. Vísir/AFP Hin árlega öryggismálaráðstefna í München verður sífellt mikilvægari vettvangur sem óformlegur fundarstaður leiðtoga úr austri og vestri. Ráðstefnan hófst á hótelinu Bayerischer Hof í morgun og stendur fram á sunnudag. Fjölmargir fundir eru fyrirhugaðir á ráðstefnunni, þar sem vitað er að rússneski utanríkisráðherrann Sergei Lavrov mun meðal annars ræða við Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun einnig sækja ráðstefnuna. Sömu sögu er að segja af Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, utanríkisráðherra Írans og Sádi-Arabíu, forsætisráðherra Austurríkis og Ísraels og þannig mætti áfram telja.Brexit-ræða May Ein af þeim ræðum sem beðið er eftir með hvað mestri eftirvæntingu er Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, á morgun þar sem hún mun ræða Brexit og öryggismál. Reikna má með samtölum um ástandið í Sýrlandi og Írak og þá er vonast til að hægt verði að ræða ástandið í Úkraínu með háttsettum leiðtogum rússneskra, þýskra og franskra stjórnvalda.Skýrsla Fogh um Úkraínu Talsmaður Rússlandsstjórnar hefur þegar sagt Lavrov vera reiðubúinn til að ræða ástandið í austurhluta Úkraínu sem hefur verið eldfimt síðustu árin. Petró Pórósjenkó Úkraínuforseti er einnig á staðnum í München, en þar verður til umræðu skýrsla Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi framkvæmdastjóra NATO, um möguleikann á að senda alþjóðlegar friðargæslusveitir til austurhluta Úkraínu til að halda friðinn. Opinber dagskrá fundarins einblínir sérstaklega á hlutverk ESB í alþjóðasamfélaginu og samskipti þess við Bandaríkin og Rússland. Brexit Evrópusambandið NATO Úkraína Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Hin árlega öryggismálaráðstefna í München verður sífellt mikilvægari vettvangur sem óformlegur fundarstaður leiðtoga úr austri og vestri. Ráðstefnan hófst á hótelinu Bayerischer Hof í morgun og stendur fram á sunnudag. Fjölmargir fundir eru fyrirhugaðir á ráðstefnunni, þar sem vitað er að rússneski utanríkisráðherrann Sergei Lavrov mun meðal annars ræða við Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun einnig sækja ráðstefnuna. Sömu sögu er að segja af Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, utanríkisráðherra Írans og Sádi-Arabíu, forsætisráðherra Austurríkis og Ísraels og þannig mætti áfram telja.Brexit-ræða May Ein af þeim ræðum sem beðið er eftir með hvað mestri eftirvæntingu er Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, á morgun þar sem hún mun ræða Brexit og öryggismál. Reikna má með samtölum um ástandið í Sýrlandi og Írak og þá er vonast til að hægt verði að ræða ástandið í Úkraínu með háttsettum leiðtogum rússneskra, þýskra og franskra stjórnvalda.Skýrsla Fogh um Úkraínu Talsmaður Rússlandsstjórnar hefur þegar sagt Lavrov vera reiðubúinn til að ræða ástandið í austurhluta Úkraínu sem hefur verið eldfimt síðustu árin. Petró Pórósjenkó Úkraínuforseti er einnig á staðnum í München, en þar verður til umræðu skýrsla Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi framkvæmdastjóra NATO, um möguleikann á að senda alþjóðlegar friðargæslusveitir til austurhluta Úkraínu til að halda friðinn. Opinber dagskrá fundarins einblínir sérstaklega á hlutverk ESB í alþjóðasamfélaginu og samskipti þess við Bandaríkin og Rússland.
Brexit Evrópusambandið NATO Úkraína Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira