Krefja stjórnmálamenn um herta byssulöggjöf í Washington Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 18:47 Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum í kjölfar skotárásarinnar í Flórída á miðvikudag. Mótmælendur kröfðu stjórnmálamenn svara á fjöldafundi í Fort Lauderdale í gær. Vísir/AFP Nemendur við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída, þar sem 17 létust í skotárás á miðvikudag, hafa boðað til kröfugöngu í Washington D.C. Nemendurnir krefjast strangari skotvopnalöggjafar og vilja að bandarískir stjórnmálamenn skammist sín fyrir að þiggja greiðslur frá samtökum byssueigenda, National Rifle Association, NRA. Ræða Emmu Gonzalez, eins nemendanna sem komst lífs af úr skotárásinni, vakti mikla athygli á fjöldafundi sem haldinn var í Fort Lauderdale í Flórída í gær. Gonzalez gagnrýndi viðbrögð stjórnmálamanna við skotárásinni harðlega og kallaði eftir aðgerðum frá Bandaríkjaforseta, Donald Trump.Ganga til að halda lífi Nú hefur hópur nemenda MS Douglas-framhaldsskólans tilkynnt að þeir boði til enn stærri mótmæla en þeirra sem haldin voru í Fort Lauderdale í gær. Laugardaginn 24. mars næstkomandi verður haldin kröfuganga í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, undir yfirskriftinni „March for our lives“ eða „Göngum til að halda lífi“. Þá verða skipulagðar göngur í fleiri borgum þennan dag.Frá tilfinningaþrunginni ræðu Emmu Gonzalez í gær.Vísir/AFPNemendurnir vilja að gangan marki vendipunkt í umræðu um herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Cameron Kasky, nemandi við MS Douglas-framhaldsskólann, sagði í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC í morgun að nú væri kominn tími til að tala um byssulöggjöf „Fólk segir að nú sé ekki rétti tíminn til að tala um herta byssulöggjöf. Og við getum virt það,“ sagði Kasky. „Hér er dagsetning. 24. mars í hverri einustu borg. Við ætlum að ganga saman sem nemendur og grátbiðja um að halda lífi.“Vilja hitta Repúblikana Þá sagði Kasy að málefnið væri ekki spurning um flokkapólitík heldur snerist um ábyrgð hinna fullorðnu, sem hingað til hefðu vanrækt börn í Bandaríkjunum með aðgerðarleysi í málaflokknum. Nemendurnir vilja auk þess hitta Donald Trump, Bandaríkjaforseta, þingmanninn Marco Rubio og ríkisstjóra Flórída, Rick Scott, og ræða við þá um byssulöggjöfina og fjárframlög NRA til stjórnmálamanna. Nemendur við MS Douglas-framhaldsskólann hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum og í fréttum fjölmiðla vestanhafs í kjölfar skotárásarinnar á miðvikudag. Árásarmaðurinn, fyrrverandi nemandi við skólann, myrti 17 manns og hefur játað á sig verknaðinn. Donald Trump Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30 Kennir Rússarannsókn um mistök í máli Cruz Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. 18. febrúar 2018 07:29 „Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Nemendur við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída, þar sem 17 létust í skotárás á miðvikudag, hafa boðað til kröfugöngu í Washington D.C. Nemendurnir krefjast strangari skotvopnalöggjafar og vilja að bandarískir stjórnmálamenn skammist sín fyrir að þiggja greiðslur frá samtökum byssueigenda, National Rifle Association, NRA. Ræða Emmu Gonzalez, eins nemendanna sem komst lífs af úr skotárásinni, vakti mikla athygli á fjöldafundi sem haldinn var í Fort Lauderdale í Flórída í gær. Gonzalez gagnrýndi viðbrögð stjórnmálamanna við skotárásinni harðlega og kallaði eftir aðgerðum frá Bandaríkjaforseta, Donald Trump.Ganga til að halda lífi Nú hefur hópur nemenda MS Douglas-framhaldsskólans tilkynnt að þeir boði til enn stærri mótmæla en þeirra sem haldin voru í Fort Lauderdale í gær. Laugardaginn 24. mars næstkomandi verður haldin kröfuganga í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, undir yfirskriftinni „March for our lives“ eða „Göngum til að halda lífi“. Þá verða skipulagðar göngur í fleiri borgum þennan dag.Frá tilfinningaþrunginni ræðu Emmu Gonzalez í gær.Vísir/AFPNemendurnir vilja að gangan marki vendipunkt í umræðu um herta byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Cameron Kasky, nemandi við MS Douglas-framhaldsskólann, sagði í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC í morgun að nú væri kominn tími til að tala um byssulöggjöf „Fólk segir að nú sé ekki rétti tíminn til að tala um herta byssulöggjöf. Og við getum virt það,“ sagði Kasky. „Hér er dagsetning. 24. mars í hverri einustu borg. Við ætlum að ganga saman sem nemendur og grátbiðja um að halda lífi.“Vilja hitta Repúblikana Þá sagði Kasy að málefnið væri ekki spurning um flokkapólitík heldur snerist um ábyrgð hinna fullorðnu, sem hingað til hefðu vanrækt börn í Bandaríkjunum með aðgerðarleysi í málaflokknum. Nemendurnir vilja auk þess hitta Donald Trump, Bandaríkjaforseta, þingmanninn Marco Rubio og ríkisstjóra Flórída, Rick Scott, og ræða við þá um byssulöggjöfina og fjárframlög NRA til stjórnmálamanna. Nemendur við MS Douglas-framhaldsskólann hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum og í fréttum fjölmiðla vestanhafs í kjölfar skotárásarinnar á miðvikudag. Árásarmaðurinn, fyrrverandi nemandi við skólann, myrti 17 manns og hefur játað á sig verknaðinn.
Donald Trump Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30 Kennir Rússarannsókn um mistök í máli Cruz Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. 18. febrúar 2018 07:29 „Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30
Kennir Rússarannsókn um mistök í máli Cruz Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt bandarísku alríkislögregluna, FBI, fyrir að hunsa ábendingar um Nikolas Cruz sem myrti 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag. 18. febrúar 2018 07:29
„Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55