Allir steinarnir í krullukeppni ÓL koma frá einni lítilli eyju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2018 23:00 Rússinn Anastasia Bryzgalova með krullustein frá Ailsa Craig. Vísir/EPA Keppni í krullu hefur staðið yfir alla Ólympíuleikana í PyeongChang og vakið athygli margra eins og oft áður á vetrarleikunum. Þótt mörgum finnist að krullan liggi í dvala á milli Ólympíuleika er ekki svo en hún fær hins vegar aldrei meiri athygli heimsins en á vetrarólympíuleikum. Keppt er um þrenn gullverðlaun, parakeppninni lauk fyrst með sigri kanadíska parsins Kaitlyn Lawes og John Morris en liðakeppni karla og kvenna lýkur ekki fyrr en um næstu helgi. Norðurlandaþjóðirnar Svíþjóð, Noregur og Danmörk eru öll með krullulið á mótinu en Norðmenn reyndar aðeins í karlaflokki. Krullusteinarnir sjálfir eru hinsvegar sér kapítuli útaf fyrir sig því þetta eru engir venjulegir steinar eða steinar sem þú finnur hvar sem er.Winter #Olympics geology: Ancient volcano off #Scotland provides the best #Curling Stones #PyeongChang2018 via @forbes@peteloader1@AilsaCraigrock#AilsaCraighttps://t.co/PH5HP9KGOq — BC (@mildthing99) February 10, 2018 Allir krullusteinarnir í sögu Ólympíuleikanna hafa nefnilega komið frá einni lítilli eyju og sú ber nafnið Ailsa Craig. Ailsa Craig er aðeins 99 hektarar að stærð og liggur sextán kílómetra fyrir utan vesturströnd Skotlands. Fólk býr ekki á eyjunni en þangað sækja menn granítið sem er notað í krullusteinana. Það eru nefnilega til fáir steinar sem þola álagið í krullukeppninni. Þeir þurfa að renna eftir ísnum en um leið að þola vatnið og þola það að klessa utan í hvern annan. Bergið á Ailsa Craig er fullkomið fyrir steinana og hefur fyrir vikið einokað krullukeppni Ólympíuleikana til þessa. Kays fyrirtækið frá Skotlandi hefur búið til krullusteinana frá árinu 1851 og hefur einkarétt á granítinu frá Ailsa Craig.Every curling stone ever used in the #Olympics has come from one tiny island: https://t.co/sLCIbAIgySpic.twitter.com/zDVrPoWGF8 — Yahoo Sports (@YahooSports) February 18, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Spilar á HM í rúgbý með stómapoka Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Dagskráin í dag: Þéttur pakki Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Sjá meira
Keppni í krullu hefur staðið yfir alla Ólympíuleikana í PyeongChang og vakið athygli margra eins og oft áður á vetrarleikunum. Þótt mörgum finnist að krullan liggi í dvala á milli Ólympíuleika er ekki svo en hún fær hins vegar aldrei meiri athygli heimsins en á vetrarólympíuleikum. Keppt er um þrenn gullverðlaun, parakeppninni lauk fyrst með sigri kanadíska parsins Kaitlyn Lawes og John Morris en liðakeppni karla og kvenna lýkur ekki fyrr en um næstu helgi. Norðurlandaþjóðirnar Svíþjóð, Noregur og Danmörk eru öll með krullulið á mótinu en Norðmenn reyndar aðeins í karlaflokki. Krullusteinarnir sjálfir eru hinsvegar sér kapítuli útaf fyrir sig því þetta eru engir venjulegir steinar eða steinar sem þú finnur hvar sem er.Winter #Olympics geology: Ancient volcano off #Scotland provides the best #Curling Stones #PyeongChang2018 via @forbes@peteloader1@AilsaCraigrock#AilsaCraighttps://t.co/PH5HP9KGOq — BC (@mildthing99) February 10, 2018 Allir krullusteinarnir í sögu Ólympíuleikanna hafa nefnilega komið frá einni lítilli eyju og sú ber nafnið Ailsa Craig. Ailsa Craig er aðeins 99 hektarar að stærð og liggur sextán kílómetra fyrir utan vesturströnd Skotlands. Fólk býr ekki á eyjunni en þangað sækja menn granítið sem er notað í krullusteinana. Það eru nefnilega til fáir steinar sem þola álagið í krullukeppninni. Þeir þurfa að renna eftir ísnum en um leið að þola vatnið og þola það að klessa utan í hvern annan. Bergið á Ailsa Craig er fullkomið fyrir steinana og hefur fyrir vikið einokað krullukeppni Ólympíuleikana til þessa. Kays fyrirtækið frá Skotlandi hefur búið til krullusteinana frá árinu 1851 og hefur einkarétt á granítinu frá Ailsa Craig.Every curling stone ever used in the #Olympics has come from one tiny island: https://t.co/sLCIbAIgySpic.twitter.com/zDVrPoWGF8 — Yahoo Sports (@YahooSports) February 18, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Spilar á HM í rúgbý með stómapoka Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Dagskráin í dag: Þéttur pakki Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Sjá meira