Allir steinarnir í krullukeppni ÓL koma frá einni lítilli eyju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2018 23:00 Rússinn Anastasia Bryzgalova með krullustein frá Ailsa Craig. Vísir/EPA Keppni í krullu hefur staðið yfir alla Ólympíuleikana í PyeongChang og vakið athygli margra eins og oft áður á vetrarleikunum. Þótt mörgum finnist að krullan liggi í dvala á milli Ólympíuleika er ekki svo en hún fær hins vegar aldrei meiri athygli heimsins en á vetrarólympíuleikum. Keppt er um þrenn gullverðlaun, parakeppninni lauk fyrst með sigri kanadíska parsins Kaitlyn Lawes og John Morris en liðakeppni karla og kvenna lýkur ekki fyrr en um næstu helgi. Norðurlandaþjóðirnar Svíþjóð, Noregur og Danmörk eru öll með krullulið á mótinu en Norðmenn reyndar aðeins í karlaflokki. Krullusteinarnir sjálfir eru hinsvegar sér kapítuli útaf fyrir sig því þetta eru engir venjulegir steinar eða steinar sem þú finnur hvar sem er.Winter #Olympics geology: Ancient volcano off #Scotland provides the best #Curling Stones #PyeongChang2018 via @forbes@peteloader1@AilsaCraigrock#AilsaCraighttps://t.co/PH5HP9KGOq — BC (@mildthing99) February 10, 2018 Allir krullusteinarnir í sögu Ólympíuleikanna hafa nefnilega komið frá einni lítilli eyju og sú ber nafnið Ailsa Craig. Ailsa Craig er aðeins 99 hektarar að stærð og liggur sextán kílómetra fyrir utan vesturströnd Skotlands. Fólk býr ekki á eyjunni en þangað sækja menn granítið sem er notað í krullusteinana. Það eru nefnilega til fáir steinar sem þola álagið í krullukeppninni. Þeir þurfa að renna eftir ísnum en um leið að þola vatnið og þola það að klessa utan í hvern annan. Bergið á Ailsa Craig er fullkomið fyrir steinana og hefur fyrir vikið einokað krullukeppni Ólympíuleikana til þessa. Kays fyrirtækið frá Skotlandi hefur búið til krullusteinana frá árinu 1851 og hefur einkarétt á granítinu frá Ailsa Craig.Every curling stone ever used in the #Olympics has come from one tiny island: https://t.co/sLCIbAIgySpic.twitter.com/zDVrPoWGF8 — Yahoo Sports (@YahooSports) February 18, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Keppni í krullu hefur staðið yfir alla Ólympíuleikana í PyeongChang og vakið athygli margra eins og oft áður á vetrarleikunum. Þótt mörgum finnist að krullan liggi í dvala á milli Ólympíuleika er ekki svo en hún fær hins vegar aldrei meiri athygli heimsins en á vetrarólympíuleikum. Keppt er um þrenn gullverðlaun, parakeppninni lauk fyrst með sigri kanadíska parsins Kaitlyn Lawes og John Morris en liðakeppni karla og kvenna lýkur ekki fyrr en um næstu helgi. Norðurlandaþjóðirnar Svíþjóð, Noregur og Danmörk eru öll með krullulið á mótinu en Norðmenn reyndar aðeins í karlaflokki. Krullusteinarnir sjálfir eru hinsvegar sér kapítuli útaf fyrir sig því þetta eru engir venjulegir steinar eða steinar sem þú finnur hvar sem er.Winter #Olympics geology: Ancient volcano off #Scotland provides the best #Curling Stones #PyeongChang2018 via @forbes@peteloader1@AilsaCraigrock#AilsaCraighttps://t.co/PH5HP9KGOq — BC (@mildthing99) February 10, 2018 Allir krullusteinarnir í sögu Ólympíuleikanna hafa nefnilega komið frá einni lítilli eyju og sú ber nafnið Ailsa Craig. Ailsa Craig er aðeins 99 hektarar að stærð og liggur sextán kílómetra fyrir utan vesturströnd Skotlands. Fólk býr ekki á eyjunni en þangað sækja menn granítið sem er notað í krullusteinana. Það eru nefnilega til fáir steinar sem þola álagið í krullukeppninni. Þeir þurfa að renna eftir ísnum en um leið að þola vatnið og þola það að klessa utan í hvern annan. Bergið á Ailsa Craig er fullkomið fyrir steinana og hefur fyrir vikið einokað krullukeppni Ólympíuleikana til þessa. Kays fyrirtækið frá Skotlandi hefur búið til krullusteinana frá árinu 1851 og hefur einkarétt á granítinu frá Ailsa Craig.Every curling stone ever used in the #Olympics has come from one tiny island: https://t.co/sLCIbAIgySpic.twitter.com/zDVrPoWGF8 — Yahoo Sports (@YahooSports) February 18, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira