Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2018 22:30 Kushner virðist hafa staðið í viðskiptaviðræðum við erlenda aðila á sama tíma og hann var aðaltengiliður undirbúningsnefndar Trump fyrir valdatökuna við erlendar ríkisstjórnir. Vísir/AFP Rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er nú meðal annars sögð beinast að viðræðum Jareds Kushners, tengdasonar Donalds Trump, við erlenda fjárfesta um fjármögnun fyrir fyrirtækið hans á sama tíma og hann vann að undirbúningi valdatöku Trump.CNN-fréttastöðin hefur eftir heimildarmönnum sínum að kastljós Mueller, sem rannsakar hvernig Rússar reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 og hvort framboð Trump hafi átt í samráði við þá, beinist nú í fyrsta skipti að samskiptum Kushner við erlenda aðila, aðra en Rússa. Rannsakendur Mueller eru sagðir hafa spurt spurninga um viðræður Kushner um fjármögnun í tengslum við skrifstofubyggingu í eigu fyrirtækis hans í New York. Fyrirtækið átti í fjárhagserfiðleikum vegna byggingarinnar. Kushner er sagður hafa rætt við fjárfesta frá Kína og Katar um að leggja fé í fasteignaverkefnið á sama tíma og hann var aðaltengiliður Trump við erlendar ríkisstjórnir eftir að hann var kjörinn forseti en áður en hann tók við embættinu. Ekkert varð þó úr fjárfestingunum.Má rannsaka allt það sem kemur á daginn við rannsókninaEkki er ljóst hvers vegna Mueller hefur áhuga á þessum samskiptum. Fram að þessu hefur verið greint frá því að rannsóknin beindist að samskiptum Kushner við Rússa, tengslum hans við Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa tengdaföður hans og aðkomu hans að gagnagreininga framboðsins. Það var ekki fyrr en snemma árs í fyrra sem Kushner sagðist hafa losað um eignarhluti sína í fjölskyldufyrirtækinu. Söluandvirðið hafi runnið í fjölskyldusjóð sem Kushner hagnist ekki af. Þrátt fyrir að yfirlýst markmið rannsóknar Mueller sé afskipti Rússa af forsetakosningunum, mögulegt samráð framboðs Trump við Rússa og hugsanlegar tilraunir forsetans til þess að hindra framgang réttvísinnar hefur sérstaki rannsakandinn leyfi til þess að rannsaka öll mál sem komið geta upp við rannsóknina. Kushner var einn þriggja náinni fjölskyldumeðlima og yfirmanna forsetaframboðs Trump sem áttu fund með nokkrum Rússum í New York i júní árið 2016. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Auk Kushner sátu Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, fundinn. Manafort var ákærður í tengslum við rannsókn Mueller í október. Bandaríkin Donald Trump Katar Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tengdasonurinn lagði ekki öll spilin á borðið Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings kallar eftir frekari upplýsingum frá Jared Kushner. 17. nóvember 2017 07:38 Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30 Starfsmenn Mueller yfirheyrðu Kushner Tengdasonur Donald Trump, Jared Kushner, var yfirheyrður af starfsmönnum saksóknarans Robert Mueller fyrr í þessum mánuði. 30. nóvember 2017 08:47 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er nú meðal annars sögð beinast að viðræðum Jareds Kushners, tengdasonar Donalds Trump, við erlenda fjárfesta um fjármögnun fyrir fyrirtækið hans á sama tíma og hann vann að undirbúningi valdatöku Trump.CNN-fréttastöðin hefur eftir heimildarmönnum sínum að kastljós Mueller, sem rannsakar hvernig Rússar reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 og hvort framboð Trump hafi átt í samráði við þá, beinist nú í fyrsta skipti að samskiptum Kushner við erlenda aðila, aðra en Rússa. Rannsakendur Mueller eru sagðir hafa spurt spurninga um viðræður Kushner um fjármögnun í tengslum við skrifstofubyggingu í eigu fyrirtækis hans í New York. Fyrirtækið átti í fjárhagserfiðleikum vegna byggingarinnar. Kushner er sagður hafa rætt við fjárfesta frá Kína og Katar um að leggja fé í fasteignaverkefnið á sama tíma og hann var aðaltengiliður Trump við erlendar ríkisstjórnir eftir að hann var kjörinn forseti en áður en hann tók við embættinu. Ekkert varð þó úr fjárfestingunum.Má rannsaka allt það sem kemur á daginn við rannsókninaEkki er ljóst hvers vegna Mueller hefur áhuga á þessum samskiptum. Fram að þessu hefur verið greint frá því að rannsóknin beindist að samskiptum Kushner við Rússa, tengslum hans við Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa tengdaföður hans og aðkomu hans að gagnagreininga framboðsins. Það var ekki fyrr en snemma árs í fyrra sem Kushner sagðist hafa losað um eignarhluti sína í fjölskyldufyrirtækinu. Söluandvirðið hafi runnið í fjölskyldusjóð sem Kushner hagnist ekki af. Þrátt fyrir að yfirlýst markmið rannsóknar Mueller sé afskipti Rússa af forsetakosningunum, mögulegt samráð framboðs Trump við Rússa og hugsanlegar tilraunir forsetans til þess að hindra framgang réttvísinnar hefur sérstaki rannsakandinn leyfi til þess að rannsaka öll mál sem komið geta upp við rannsóknina. Kushner var einn þriggja náinni fjölskyldumeðlima og yfirmanna forsetaframboðs Trump sem áttu fund með nokkrum Rússum í New York i júní árið 2016. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Auk Kushner sátu Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, fundinn. Manafort var ákærður í tengslum við rannsókn Mueller í október.
Bandaríkin Donald Trump Katar Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tengdasonurinn lagði ekki öll spilin á borðið Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings kallar eftir frekari upplýsingum frá Jared Kushner. 17. nóvember 2017 07:38 Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30 Starfsmenn Mueller yfirheyrðu Kushner Tengdasonur Donald Trump, Jared Kushner, var yfirheyrður af starfsmönnum saksóknarans Robert Mueller fyrr í þessum mánuði. 30. nóvember 2017 08:47 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Tengdasonurinn lagði ekki öll spilin á borðið Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings kallar eftir frekari upplýsingum frá Jared Kushner. 17. nóvember 2017 07:38
Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30
Starfsmenn Mueller yfirheyrðu Kushner Tengdasonur Donald Trump, Jared Kushner, var yfirheyrður af starfsmönnum saksóknarans Robert Mueller fyrr í þessum mánuði. 30. nóvember 2017 08:47