Þremur sjónvarpsstöðvum var lokað og tilræði við varaforseta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. febrúar 2018 06:00 Raila Odinga, sem titlar sjálfan sig "forseta fólksins“. vísir/afp Þrjár sjónvarpsstöðvar í Keníu misstu í gær útsendingarleyfi sín eftir að hafa reynt að sýna frá „innsetningarathöfn“ stjórnarandstöðuleiðtogans Raila Odinga á þriðjudag. Frá þessu greindi innanríkisráðherra landsins í gær. Til stóð að stöðvarnar, Citizen TV, KTN og NTV, myndu sýna frá athöfninni en á þriðjudag voru útsendingarnar rofnar. Nú er ljóst að þeim verður ekki hleypt aftur í loftið í bráð. Athöfnina hélt Odinga í óþökk stjórnvalda og var hann kallaður landráðamaður á þriðjudaginn. Odinga laut í lægra haldi fyrir Uhuru Kenyatta, sitjandi forseta, í forsetakosningum ágústmánaðar. Þær kosningar ógilti hæstiréttur landsins. Kosið var aftur í október en Odinga sniðgekk þær og fór fram á frestun kosninga þar sem honum fyndist að ekki hefði verið ráðist í þær úrbætur sem nauðsyn væri á. Lítur Odinga og stuðningsfólk hans svo á að Kenyatta sé ekki réttmætur forseti og hafði innsetningarathöfnin svokallaða einungis táknrænt gildi. „Ríkisstjórnin tók ákvörðun um að loka þessum fjölmiðlum og nú verður ráðist í ítarlega rannsókn á málinu,“ sagði Fred Matiang'i innanríkisráðherra í gær og sakaði fjölmiðla um að hafa með áætlunum sínum brotið lög og stefnt lífi þúsunda Keníumanna í hættu. Aukinheldur sagði Matiang'i að athöfnin væri tilraun stjórnarandstöðunnar til að grafa undan lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn og leggja línurnar fyrir byltingu. Fjölmiðlarnir sem um ræðir voru ósáttir við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. „Við fengum ekkert að vita þegar þessi ákvörðun var tekin og við höfum enn ekkert fengið að vita,“ sagði Wachira Waruru, framkvæmdastjóri Royal Media Services, sem á Citizen TV, við Reuters í gær. Hann sagðist jafnframt íhuga málsókn. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar beinast ekki einungis gegn fjölmiðlum. Reuters greindi frá því í gær að keníska lögreglan hefði handtekið stjórnarandstöðuþingmanninn sem stýrði hinni svokölluðu innsetningarathöfn. Er hann nú sagður gista í fangageymslu lögreglunnar í höfuðborginni Naíróbí. Svo virðist sem allt sé á suðupunkti í Afríkuríkinu. Auk fyrrnefndra tíðinda sagði Kalonzo Musyoka, stjórnarandstæðingur og fyrrverandi varaforseti, frá því að óþekktir byssumenn hefðu ruðst inn á heimili hans snemma í gærmorgun og reynt að drepa hann. Setja átti Musyoka inn í embætti varaforseta í gerviinnsetningarathöfninni á þriðjudag. Kenía Tengdar fréttir Bönnuðu útsendingar af ekki-innsetningu Odinga Odinga sniðgekk forsetakosningar októbermánaðar en hann hafði tapað fyrir sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta, í forsetakosningum ágústmánaðar. 31. janúar 2018 06:00 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Þrjár sjónvarpsstöðvar í Keníu misstu í gær útsendingarleyfi sín eftir að hafa reynt að sýna frá „innsetningarathöfn“ stjórnarandstöðuleiðtogans Raila Odinga á þriðjudag. Frá þessu greindi innanríkisráðherra landsins í gær. Til stóð að stöðvarnar, Citizen TV, KTN og NTV, myndu sýna frá athöfninni en á þriðjudag voru útsendingarnar rofnar. Nú er ljóst að þeim verður ekki hleypt aftur í loftið í bráð. Athöfnina hélt Odinga í óþökk stjórnvalda og var hann kallaður landráðamaður á þriðjudaginn. Odinga laut í lægra haldi fyrir Uhuru Kenyatta, sitjandi forseta, í forsetakosningum ágústmánaðar. Þær kosningar ógilti hæstiréttur landsins. Kosið var aftur í október en Odinga sniðgekk þær og fór fram á frestun kosninga þar sem honum fyndist að ekki hefði verið ráðist í þær úrbætur sem nauðsyn væri á. Lítur Odinga og stuðningsfólk hans svo á að Kenyatta sé ekki réttmætur forseti og hafði innsetningarathöfnin svokallaða einungis táknrænt gildi. „Ríkisstjórnin tók ákvörðun um að loka þessum fjölmiðlum og nú verður ráðist í ítarlega rannsókn á málinu,“ sagði Fred Matiang'i innanríkisráðherra í gær og sakaði fjölmiðla um að hafa með áætlunum sínum brotið lög og stefnt lífi þúsunda Keníumanna í hættu. Aukinheldur sagði Matiang'i að athöfnin væri tilraun stjórnarandstöðunnar til að grafa undan lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn og leggja línurnar fyrir byltingu. Fjölmiðlarnir sem um ræðir voru ósáttir við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. „Við fengum ekkert að vita þegar þessi ákvörðun var tekin og við höfum enn ekkert fengið að vita,“ sagði Wachira Waruru, framkvæmdastjóri Royal Media Services, sem á Citizen TV, við Reuters í gær. Hann sagðist jafnframt íhuga málsókn. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar beinast ekki einungis gegn fjölmiðlum. Reuters greindi frá því í gær að keníska lögreglan hefði handtekið stjórnarandstöðuþingmanninn sem stýrði hinni svokölluðu innsetningarathöfn. Er hann nú sagður gista í fangageymslu lögreglunnar í höfuðborginni Naíróbí. Svo virðist sem allt sé á suðupunkti í Afríkuríkinu. Auk fyrrnefndra tíðinda sagði Kalonzo Musyoka, stjórnarandstæðingur og fyrrverandi varaforseti, frá því að óþekktir byssumenn hefðu ruðst inn á heimili hans snemma í gærmorgun og reynt að drepa hann. Setja átti Musyoka inn í embætti varaforseta í gerviinnsetningarathöfninni á þriðjudag.
Kenía Tengdar fréttir Bönnuðu útsendingar af ekki-innsetningu Odinga Odinga sniðgekk forsetakosningar októbermánaðar en hann hafði tapað fyrir sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta, í forsetakosningum ágústmánaðar. 31. janúar 2018 06:00 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Bönnuðu útsendingar af ekki-innsetningu Odinga Odinga sniðgekk forsetakosningar októbermánaðar en hann hafði tapað fyrir sitjandi forseta, Uhuru Kenyatta, í forsetakosningum ágústmánaðar. 31. janúar 2018 06:00