Ólympíuför Freydísar vekur athygli í New Hampshire: Ég virkilega stolt af sjálfri mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 11:30 Freydís Halla Einarsdóttir. Freydís Halla Einarsdóttir er eina íslenska konan sem keppir í alpagreinum á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður Kóreu og Ólympíuför hennar hefur vakið athygli í Plymouth í New Hampshire í Bandaríkjunum. Freydís Halla stundar nám við Plymouth State háskólann og er sá skíðamaður í skólanum sem hefur náð bestum árangri í brekkunum. Freydís Halla var í viðtali hjá WMUR sjónvarpsstöðinni í New Hampshire þar sem hún ræddi Ólympíuævintýrið sitt. Vetrarólympíuleikarnir verða settir 9. febrúar næstkomandi og Freydís Halla mun keppa fyrst 12. febrúar. Freydís Halla er önnur af tveimur konum í íslenska Ólympíuhópnum en hin er göngukonan Elsa Guðrún Jónsdóttir. Auk þeirra keppa þeir Snorri Einarsson, Isak S. Pedersen og Sturla Snær Snorrason fyrir Íslands hönd á leikunum.PSU junior prepares to represent Iceland at Olympics https://t.co/UZIiAKbVRIpic.twitter.com/T1QSAKbjLn — WMUR TV (@WMUR9) February 1, 2018 Freydís Halla mun keppa í svigi og stórsvigi á leikunum í PyeongChang. Hún er á þriðja ári í Plymouth ríkisháskólanum. „Auðvitað er ég rosalega ánægð,“ sagði í viðtalinu. „Ég er virkilega stolt af sjálfri mér. Mér er líka létt. Ég vissi að það væri möguleiki á því að ég kæmist á leikana en fékk það ekki staðfest fyrr en fyrir tíu dögum,“ sagði Freydís í viðtalinu hjá WMUR. Freydís segist hafa verið á skíðum síðan hún var lítil og hún hefur keppt frá átta ára aldri. Hún viðurkennir samt að Plymouth State hafi ekki verið á radarnum þegar hún var að leita sér að skóla í Bandaríkjunum. „Ég hafði sótt um í aðra skóla áður en ég kom til Plymouth. Ég hreifst hinsvegar af staðsetningunni. Það er líka fullt af fjöllum nálægt þar sem við getum æft,“ sagði Freydís en hvað ætlar hún sér að gera í PyeongChang. „Mitt stærsta markmið er að reyna að skíða eins hratt og ég hef verið að gera á æfingum,“ sagði Freydís en hún er að læra að verða íþróttasálfræðingur í skólanum. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Spilar á HM í rúgbý með stómapoka Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Dagskráin í dag: Þéttur pakki Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Sjá meira
Freydís Halla Einarsdóttir er eina íslenska konan sem keppir í alpagreinum á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður Kóreu og Ólympíuför hennar hefur vakið athygli í Plymouth í New Hampshire í Bandaríkjunum. Freydís Halla stundar nám við Plymouth State háskólann og er sá skíðamaður í skólanum sem hefur náð bestum árangri í brekkunum. Freydís Halla var í viðtali hjá WMUR sjónvarpsstöðinni í New Hampshire þar sem hún ræddi Ólympíuævintýrið sitt. Vetrarólympíuleikarnir verða settir 9. febrúar næstkomandi og Freydís Halla mun keppa fyrst 12. febrúar. Freydís Halla er önnur af tveimur konum í íslenska Ólympíuhópnum en hin er göngukonan Elsa Guðrún Jónsdóttir. Auk þeirra keppa þeir Snorri Einarsson, Isak S. Pedersen og Sturla Snær Snorrason fyrir Íslands hönd á leikunum.PSU junior prepares to represent Iceland at Olympics https://t.co/UZIiAKbVRIpic.twitter.com/T1QSAKbjLn — WMUR TV (@WMUR9) February 1, 2018 Freydís Halla mun keppa í svigi og stórsvigi á leikunum í PyeongChang. Hún er á þriðja ári í Plymouth ríkisháskólanum. „Auðvitað er ég rosalega ánægð,“ sagði í viðtalinu. „Ég er virkilega stolt af sjálfri mér. Mér er líka létt. Ég vissi að það væri möguleiki á því að ég kæmist á leikana en fékk það ekki staðfest fyrr en fyrir tíu dögum,“ sagði Freydís í viðtalinu hjá WMUR. Freydís segist hafa verið á skíðum síðan hún var lítil og hún hefur keppt frá átta ára aldri. Hún viðurkennir samt að Plymouth State hafi ekki verið á radarnum þegar hún var að leita sér að skóla í Bandaríkjunum. „Ég hafði sótt um í aðra skóla áður en ég kom til Plymouth. Ég hreifst hinsvegar af staðsetningunni. Það er líka fullt af fjöllum nálægt þar sem við getum æft,“ sagði Freydís en hvað ætlar hún sér að gera í PyeongChang. „Mitt stærsta markmið er að reyna að skíða eins hratt og ég hef verið að gera á æfingum,“ sagði Freydís en hún er að læra að verða íþróttasálfræðingur í skólanum.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Spilar á HM í rúgbý með stómapoka Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Dagskráin í dag: Þéttur pakki Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ EM í dag: Fimm mínútna martröð Real Madrid áfram á sigurbraut Valur meistari meistaranna Doncic og félagar í brasi Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Skýrsla Vals: Illt í sálinni Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Sjá meira