„Umbjóðandi minn verður ekki sjálfkrafa sakfelldur vegna þess að hann var forstjóri“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. febrúar 2018 14:56 Lárus Welding hefur verið fastagestur í dómsal undanfarin ár í hrunmálum sérstaks saksóknara, nú héraðssaksóknara. Vísir/Anton Brink Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fer fram á að Lárus verði sýknaður af öllum ákæruliðum í markaðsmisnotkunarmáli og að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. Í upphafi málflutnings síns sagði Óttar að ótækt væri að dæma Lárus fyrir aðkomu að markaðsmisnotkun með þeim rökum að kollegar hans í Landsbankanum og Kaupþingi hefðu verið dæmdir í sambærilegum málum. Hann sagði sönnunarfærslu ekki til staðar og nefndi sem dæmi að í máli Kaupþings hafi komið skýrt fram að ákvarðanir um hvernig haga skyldi viðskiptum með eigin bréf hafi verið teknar af toppum bankans. Hann segir slíkt ekki til staðar í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Í ákæru í málinu segir að Jónas Guðmundsson, Valgarð Már Valgarðsson og Pétur Jónsson, fyrrverandi starfsmenn deildar eigin viðskipta, hafi stundað markaðsmisnotkun að undirlagi Lárusar og Jóhannesar Baldurssonar, fyrrverandi forstöðumanns markaðsviðskipta bankans. Ábyrgð fólst ekki í að Lárus tæki allar ákvarðanirÓttar sagði að ákæruvaldið hefði ekki með nokkrum hætti sannað að Lárus hefði haft aðkomu að viðskiptum deildarinnar með eigin bréf. Þá hefðu allir ákærðu í málinu sagt að Lárus hefði aldrei veitt þeim almenn eða sérstök fyrirmæli um kaup, sölu eða nánara fyrirkomulag viðskipta. „Ákærði Lárus var forstjóri Glitnis og samkvæmt því bar hann ábyrgð á daglegum störfum bankans. Í því fólst ekki að hann tæki sjálfur allar ákvarðanir, þúsundir ákvarðana á einum degi í fyrirtæki eins og þessu,” sagði Óttar.Hann sagði Lárus þó ekki vilja skorast undan ábyrgð eða gera lítið úr sinni ábyrgð. Hins vegar þyrfti að setja hlutina í samhengi. Lárus hafi verið ráðinn forstjóri Glitnis þear hann var þrítugur og gegnt starfinu hjá bankanum í um 17 mánuði.„Á þeim tíma dundu yfir okkur mestu efnahagshamfarir Íslandssögunnar. Í lok tímabilsins sigldi bankinn einfaldlega í strand. Þrátt fyrir, eins og ég tel að sagan muni leiða í ljós, að mörgu leyti hetjulegar tilraunir til að halda honum á floti.” Lárus Welding og Óttar Pálsson, verjandi hans.vísir/gva Engar vísbendingar séu um aðkomu Lárusar Meðal gagna í málinu eru ýmis tölvupóstsamskipti og símtöl milli starfsmanna bankans. Segir Óttar að í þriggja blaðsíðna yfirliti ákæruvaldsins um tölvupóstsamskipti og símtöl sé einungis að finna tvo tölvupósta þar sem Lárus kemur fyrir. Í öðrum þeirra hafi hann sent Jóhannesi Baldurssyni tölvupóst og spurt: „Hver er að hamra okkur svona niður?“ „Ef maður á að draga ályktun af þessum eina pósti, frá umbjóðanda mínum Lárusi Welding, þá hlýtur sú ályktun að vera að hann hafi sýnt þessu óeðlilega lítinn áhuga. Þannig er það nú bara.“ Hann sagði að öfugt við það sem eigi við um að stjórnendur Landsbankans og Kaupþings þá séu engar vísbendingar um að Lárus hafi haft frumkvæði að, tekið ákvörðun um eða lagt á ráðin um hvernig skyldi staðið að viðskiptum um bréf bankans. „Ef menn komast á annað borð að þeirri niðurstöðu að eitthvað ólögmætt hafi átt sér stað í starfsemi eigin viðskipta Glitnis þá getur hlutur umbjóðanda míns í því í versta falli verið að hafa láðst þá að grípa inn í á einhverjum tímapunkti,“ sagði Óttar. „Umbjóðandi minn verður ekki sjálfkrafa sakfelldur vegna þess að hann var forstjóri bankans á einhverjum tíma og vegna þess að bankastjórar hinna bankanna verði sakfelldir. Hann verður ekki sakfelldur nema takist að sanna aðkomu hans að málinu og það er það sem hefur ekki tekist.“ Viðurkennir að útfærslan hafi ekki verið fullkomin Lárus er einnig ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa í maí árið 2008 misnotað aðstöðu sína sem forstjóri bankans. Hann hafi stefnt fé bankans í verulega hættu þegar hann fór út fyrir heimildir til lánveitinga og veitt 14 félögum í eigu jafnmargra starfsmanna bankans lán. Námu þau samtals tæpum 6,8 milljörðum króna og voru ætluð til að kaupa 393 milljónir hluta í Glitni. Ekki lágu fyrir samþykki lánanefndar, endurgreiðsla lánanna var ekki tryggð í samræmi við lánareglur bankans og greiðslugetu og eignastöðu lánþeganna var ekki metin á nokkurn hátt. „Hann viðurkennir að útfærsla og framkvæmd þeirra lána sem hann er ákærður vegna sé ekki fullkomin. Þar hefði vissulega mátt huga betur að forminu, framkvæmd og bókunum.“ Hann sagði að ekki sé deilt um að Lárus hafi ákveðið hverjir fengu lánin eða að Lárus beri ábyrgð á lánveitingunum. Lárus sé tilbúinn að sæta ábyrgð hafi hann brotið af sér. Hins vegar gerir Óttar athugasemd við að lánveitingarnar séu bornar saman við almennar lánveitingar til viðskiptavina, líkt og saksóknari gerði í málflutningi sínum í morgun. Um hafi verið að ræða gríðarlega umbrotatíma hjá bankanum og að bankinn hafi siglt hraðbyr í þrot. Mikil samkeppni hafi verið um starfsmenn fjármálafyrirtækja, sem hafi fyrst og fremst gengið fyrir fjárhagslegum hvötum. Hann segir að nýkjörin stjórn Glitnis hafi verið á móti útgáfu nýrra kauprétta og hafi viljað breyta hvatafyrirkomulagi bankans. Hann segir veigamikli og sterk rök fyrir því að fara þá leið sem Lárus gerði. Þá segir hann engin gögn liggja fyrir í málinu um að lánveitingarnar tengist markaðsmisnotkun á einhvern hátt eða að lánveitingarnar hafi verið til þess fallnar að létta hlut bankans á eigin bréfum. Þá sagði Óttar að skilyrði um umboðssvik væru einfaldlega ekki uppfyllt. Ráðstöfunin hafi verið gerð í þágu bankans. „Hún var ekki gerð í þágu einhverra annarra. Hún þjónaði viðskiptalegum tilgangi og miðaði að því að tryggja áframhaldandi störf lykilstarfsmanna við erfiðar aðstæður. Hann naut ekki sjálfur góðs af lánunum.“ Þá sagði Óttar að Lárus hafi mátt telja sig hafa stuðning stjórnar bankans til þeirra ráðstafana sem hann hafi gripið til þar sem Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður bankans, hafi skrifað undir lánveitingarnar. Markaðsmisnotkun í Glitni Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Sjá meira
Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, fer fram á að Lárus verði sýknaður af öllum ákæruliðum í markaðsmisnotkunarmáli og að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði. Í upphafi málflutnings síns sagði Óttar að ótækt væri að dæma Lárus fyrir aðkomu að markaðsmisnotkun með þeim rökum að kollegar hans í Landsbankanum og Kaupþingi hefðu verið dæmdir í sambærilegum málum. Hann sagði sönnunarfærslu ekki til staðar og nefndi sem dæmi að í máli Kaupþings hafi komið skýrt fram að ákvarðanir um hvernig haga skyldi viðskiptum með eigin bréf hafi verið teknar af toppum bankans. Hann segir slíkt ekki til staðar í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Í ákæru í málinu segir að Jónas Guðmundsson, Valgarð Már Valgarðsson og Pétur Jónsson, fyrrverandi starfsmenn deildar eigin viðskipta, hafi stundað markaðsmisnotkun að undirlagi Lárusar og Jóhannesar Baldurssonar, fyrrverandi forstöðumanns markaðsviðskipta bankans. Ábyrgð fólst ekki í að Lárus tæki allar ákvarðanirÓttar sagði að ákæruvaldið hefði ekki með nokkrum hætti sannað að Lárus hefði haft aðkomu að viðskiptum deildarinnar með eigin bréf. Þá hefðu allir ákærðu í málinu sagt að Lárus hefði aldrei veitt þeim almenn eða sérstök fyrirmæli um kaup, sölu eða nánara fyrirkomulag viðskipta. „Ákærði Lárus var forstjóri Glitnis og samkvæmt því bar hann ábyrgð á daglegum störfum bankans. Í því fólst ekki að hann tæki sjálfur allar ákvarðanir, þúsundir ákvarðana á einum degi í fyrirtæki eins og þessu,” sagði Óttar.Hann sagði Lárus þó ekki vilja skorast undan ábyrgð eða gera lítið úr sinni ábyrgð. Hins vegar þyrfti að setja hlutina í samhengi. Lárus hafi verið ráðinn forstjóri Glitnis þear hann var þrítugur og gegnt starfinu hjá bankanum í um 17 mánuði.„Á þeim tíma dundu yfir okkur mestu efnahagshamfarir Íslandssögunnar. Í lok tímabilsins sigldi bankinn einfaldlega í strand. Þrátt fyrir, eins og ég tel að sagan muni leiða í ljós, að mörgu leyti hetjulegar tilraunir til að halda honum á floti.” Lárus Welding og Óttar Pálsson, verjandi hans.vísir/gva Engar vísbendingar séu um aðkomu Lárusar Meðal gagna í málinu eru ýmis tölvupóstsamskipti og símtöl milli starfsmanna bankans. Segir Óttar að í þriggja blaðsíðna yfirliti ákæruvaldsins um tölvupóstsamskipti og símtöl sé einungis að finna tvo tölvupósta þar sem Lárus kemur fyrir. Í öðrum þeirra hafi hann sent Jóhannesi Baldurssyni tölvupóst og spurt: „Hver er að hamra okkur svona niður?“ „Ef maður á að draga ályktun af þessum eina pósti, frá umbjóðanda mínum Lárusi Welding, þá hlýtur sú ályktun að vera að hann hafi sýnt þessu óeðlilega lítinn áhuga. Þannig er það nú bara.“ Hann sagði að öfugt við það sem eigi við um að stjórnendur Landsbankans og Kaupþings þá séu engar vísbendingar um að Lárus hafi haft frumkvæði að, tekið ákvörðun um eða lagt á ráðin um hvernig skyldi staðið að viðskiptum um bréf bankans. „Ef menn komast á annað borð að þeirri niðurstöðu að eitthvað ólögmætt hafi átt sér stað í starfsemi eigin viðskipta Glitnis þá getur hlutur umbjóðanda míns í því í versta falli verið að hafa láðst þá að grípa inn í á einhverjum tímapunkti,“ sagði Óttar. „Umbjóðandi minn verður ekki sjálfkrafa sakfelldur vegna þess að hann var forstjóri bankans á einhverjum tíma og vegna þess að bankastjórar hinna bankanna verði sakfelldir. Hann verður ekki sakfelldur nema takist að sanna aðkomu hans að málinu og það er það sem hefur ekki tekist.“ Viðurkennir að útfærslan hafi ekki verið fullkomin Lárus er einnig ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa í maí árið 2008 misnotað aðstöðu sína sem forstjóri bankans. Hann hafi stefnt fé bankans í verulega hættu þegar hann fór út fyrir heimildir til lánveitinga og veitt 14 félögum í eigu jafnmargra starfsmanna bankans lán. Námu þau samtals tæpum 6,8 milljörðum króna og voru ætluð til að kaupa 393 milljónir hluta í Glitni. Ekki lágu fyrir samþykki lánanefndar, endurgreiðsla lánanna var ekki tryggð í samræmi við lánareglur bankans og greiðslugetu og eignastöðu lánþeganna var ekki metin á nokkurn hátt. „Hann viðurkennir að útfærsla og framkvæmd þeirra lána sem hann er ákærður vegna sé ekki fullkomin. Þar hefði vissulega mátt huga betur að forminu, framkvæmd og bókunum.“ Hann sagði að ekki sé deilt um að Lárus hafi ákveðið hverjir fengu lánin eða að Lárus beri ábyrgð á lánveitingunum. Lárus sé tilbúinn að sæta ábyrgð hafi hann brotið af sér. Hins vegar gerir Óttar athugasemd við að lánveitingarnar séu bornar saman við almennar lánveitingar til viðskiptavina, líkt og saksóknari gerði í málflutningi sínum í morgun. Um hafi verið að ræða gríðarlega umbrotatíma hjá bankanum og að bankinn hafi siglt hraðbyr í þrot. Mikil samkeppni hafi verið um starfsmenn fjármálafyrirtækja, sem hafi fyrst og fremst gengið fyrir fjárhagslegum hvötum. Hann segir að nýkjörin stjórn Glitnis hafi verið á móti útgáfu nýrra kauprétta og hafi viljað breyta hvatafyrirkomulagi bankans. Hann segir veigamikli og sterk rök fyrir því að fara þá leið sem Lárus gerði. Þá segir hann engin gögn liggja fyrir í málinu um að lánveitingarnar tengist markaðsmisnotkun á einhvern hátt eða að lánveitingarnar hafi verið til þess fallnar að létta hlut bankans á eigin bréfum. Þá sagði Óttar að skilyrði um umboðssvik væru einfaldlega ekki uppfyllt. Ráðstöfunin hafi verið gerð í þágu bankans. „Hún var ekki gerð í þágu einhverra annarra. Hún þjónaði viðskiptalegum tilgangi og miðaði að því að tryggja áframhaldandi störf lykilstarfsmanna við erfiðar aðstæður. Hann naut ekki sjálfur góðs af lánunum.“ Þá sagði Óttar að Lárus hafi mátt telja sig hafa stuðning stjórnar bankans til þeirra ráðstafana sem hann hafi gripið til þar sem Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður bankans, hafi skrifað undir lánveitingarnar.
Markaðsmisnotkun í Glitni Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Sjá meira