Lífið

Taka saman „minnisblaðið“ og árásir Trump-liða á löggæslustofnanir

Samúel Karl Ólason skrifar
Jimmy Kimmel læt Trump finna fyrir því.
Jimmy Kimmel læt Trump finna fyrir því. Skjáskot
Jimmy Kimmel tók sig til í gærkvöldi og tók saman stjórnmáladeilurnar í kringum umdeilt minnisblað sem til stendur að opinbera í kvöld. Kimmel var nokkuð myrkur í máli og sagði þetta allt gert til þess að grafa undan Rússarannsókninni svokölluðu og víkja Robert Mueller úr starfi.

Hann var þó alls ekki sá eini sem gerði það en málið hefur verið að valda miklu fjaðrafoki í Bandaríkjunum á síðustu dögum

Sjá einnig: Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins



Kimmel sagðist telja að ef Trump væri saklaus myndi hann vilja að rannsóknin gengi sinn gang svo sannað yrði að hann væri saklaus.

Jimmy Kimmel Trevor Noah Seth Meyers Seth Meyers og Rachel Maddow Stephen Colbert

Tengdar fréttir

Alríkislögreglan grípur til varna

Ríkisstjórn Donald Trump og bandamenn hans á þingi standa nú í opinberum slag við Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×