Sveitarfélög verði beitt dagssektum tryggi þau ekki búsetuúrræði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 21:00 Í fréttum okkar síðustu daga hefur verið fjallað um konur með fíkni- og geðrænan vanda sem festast inni á geðdeild þar sem engin búsetuúrræði eru til staðar. Umboðsmaður borgarbúa hefur bent á að samstarf sveitarfélaga og ríkis verði að efla, en búsetan er á ábyrð sveitarfélaganna. Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, segir húsnæðisskort setja strik í reikninginn. „Við erum að lenda í húsnæðisleysi hjá Reykjavíkurborg og það er náttúrulega mjög þröngt á húsnæðismarkaði. En aftur á móti höfum við verið að leita að húsnæði fyrir konur með þennan tvígreinda vanda,“ segir hún. Stefnumótunarfundur var haldinn í september síðastliðnum með öllum þeim sem koma að málefnum geðfatlaðra. Markmiðið var að efla samstarfið og setja ákveðin atriði í forgang. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, segir Reykjavíkurborg hafa eflt aðgerðir sínar varðandi málefni geðfatlaðra. „En ég myndi vilja sjá hin sveitarfélögin, hér í kringum okkur, standa sig betur. Þau þurfa virkilega að taka sig á að mínu mati,“ segir María. Sigþrúður tekur undir það enda vitað að fólk úr öðrum sveitarfélögum leitar í borgina í leit að húsnæði og aðstoð - og ríkið þurfi einnig að styðja vel við. „Ekki spurning. Það þarf samstarf í þessum málaflokki.“ Á samráðsfundinum var sérstaklega fjallað um að fjölga búsetuúrræðum og að á næstu tveimur árum verði viðeigandi búseta tryggð af sveitarfélögum að meðferð lokinni, annars verði settar dagsektir á sveitarfélög. „Þetta er að skandinavískri fyrirmynd en hefur ekki virkað alls staðar. Ég veit um dæmi frá Bretlandi þar sem að sveitarfélög fóru á hausinn. Ég vona að við getum bara eflt samvinnuna svo við þurfum ekki að grípa inn í svona úrræði,“ segir María. Heilbrigðismál Húsnæðismál Tengdar fréttir Föst á Kleppi í tvö ár með hundrað milljón króna kostnaði Kostnaður ríkisins tæpar hundrað milljónir vegna skorts á búsetuúrræði fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma og fíknivanda. 30. janúar 2018 20:00 Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni. 29. janúar 2018 20:00 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Í fréttum okkar síðustu daga hefur verið fjallað um konur með fíkni- og geðrænan vanda sem festast inni á geðdeild þar sem engin búsetuúrræði eru til staðar. Umboðsmaður borgarbúa hefur bent á að samstarf sveitarfélaga og ríkis verði að efla, en búsetan er á ábyrð sveitarfélaganna. Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, segir húsnæðisskort setja strik í reikninginn. „Við erum að lenda í húsnæðisleysi hjá Reykjavíkurborg og það er náttúrulega mjög þröngt á húsnæðismarkaði. En aftur á móti höfum við verið að leita að húsnæði fyrir konur með þennan tvígreinda vanda,“ segir hún. Stefnumótunarfundur var haldinn í september síðastliðnum með öllum þeim sem koma að málefnum geðfatlaðra. Markmiðið var að efla samstarfið og setja ákveðin atriði í forgang. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, segir Reykjavíkurborg hafa eflt aðgerðir sínar varðandi málefni geðfatlaðra. „En ég myndi vilja sjá hin sveitarfélögin, hér í kringum okkur, standa sig betur. Þau þurfa virkilega að taka sig á að mínu mati,“ segir María. Sigþrúður tekur undir það enda vitað að fólk úr öðrum sveitarfélögum leitar í borgina í leit að húsnæði og aðstoð - og ríkið þurfi einnig að styðja vel við. „Ekki spurning. Það þarf samstarf í þessum málaflokki.“ Á samráðsfundinum var sérstaklega fjallað um að fjölga búsetuúrræðum og að á næstu tveimur árum verði viðeigandi búseta tryggð af sveitarfélögum að meðferð lokinni, annars verði settar dagsektir á sveitarfélög. „Þetta er að skandinavískri fyrirmynd en hefur ekki virkað alls staðar. Ég veit um dæmi frá Bretlandi þar sem að sveitarfélög fóru á hausinn. Ég vona að við getum bara eflt samvinnuna svo við þurfum ekki að grípa inn í svona úrræði,“ segir María.
Heilbrigðismál Húsnæðismál Tengdar fréttir Föst á Kleppi í tvö ár með hundrað milljón króna kostnaði Kostnaður ríkisins tæpar hundrað milljónir vegna skorts á búsetuúrræði fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma og fíknivanda. 30. janúar 2018 20:00 Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni. 29. janúar 2018 20:00 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Föst á Kleppi í tvö ár með hundrað milljón króna kostnaði Kostnaður ríkisins tæpar hundrað milljónir vegna skorts á búsetuúrræði fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma og fíknivanda. 30. janúar 2018 20:00
Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni. 29. janúar 2018 20:00