Föst á Kleppi í tvö ár með hundrað milljón króna kostnaði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2018 20:00 Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá úrræðaleysi þegar kemur að búsetu fyrir konur með fíknivanda og geðsjúkdóm, svokallaða tvígreiningu. Þar af leiðandi festast konurnar gjarnan inni á geðdeild eða eru útskrifaðar á götuna, og dæmi eru um að þær leiðist út í vændi. Umboðsmaður borgarbúa hefur fengið mál þessara einstaklinga inn á borð til sín. „Við höfum séð dæmi um einstaklinga sem hafa verið fastir á geðdeild í eitt og hálft ár til tvö ár, sem er gríðarlega langur tími," segir Ingi Poulsen. Nóttin á geðdeild Landspítala kostar ríkið um 130 þúsund krónur. Nú í dag er kona á geðdeild sem hefur setið þar föst í tvö ár. Kostnaður ríkisins við ónauðsynlega innlögn þessarar konu er því um 95 milljónir króna. Ingi segir nauðsynlegt að heilbrigðiskerfið og félagsþjónustan vinni betur saman. „Það þarf mjög öfluga þjónustu þessara tveggja aðila en hér á Íslandi er hún veitt af ríkinu annars vegar og sveitarfélögum hins vegar. Þarna þarf að bæta úr. Það eru tækifæri fólgin í að efla þjónustu og samvinnu þessara tveggja aðila.“ Vala Jónsdóttir, kynjafræðinemi við Háskóla Íslands, gerir nú mastersrannsókn þar sem hún skoðar með viðtölum við fagfólk af hverju konur fái síður húsaskjól en karlar með þennan tvíþætta vanda, og hvort um kynbundna mismunun sé að ræða. Hún starfaði sjálf á Kleppi um árabil og fékk þannig hugmyndina að rannsókninni. „Það var almenn tilfinning starfsmanna að það væri miklu erfiðara að koma konum, sem lögðust inn á deildina, í úrræði,“ segir Vala. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni. 29. janúar 2018 20:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá úrræðaleysi þegar kemur að búsetu fyrir konur með fíknivanda og geðsjúkdóm, svokallaða tvígreiningu. Þar af leiðandi festast konurnar gjarnan inni á geðdeild eða eru útskrifaðar á götuna, og dæmi eru um að þær leiðist út í vændi. Umboðsmaður borgarbúa hefur fengið mál þessara einstaklinga inn á borð til sín. „Við höfum séð dæmi um einstaklinga sem hafa verið fastir á geðdeild í eitt og hálft ár til tvö ár, sem er gríðarlega langur tími," segir Ingi Poulsen. Nóttin á geðdeild Landspítala kostar ríkið um 130 þúsund krónur. Nú í dag er kona á geðdeild sem hefur setið þar föst í tvö ár. Kostnaður ríkisins við ónauðsynlega innlögn þessarar konu er því um 95 milljónir króna. Ingi segir nauðsynlegt að heilbrigðiskerfið og félagsþjónustan vinni betur saman. „Það þarf mjög öfluga þjónustu þessara tveggja aðila en hér á Íslandi er hún veitt af ríkinu annars vegar og sveitarfélögum hins vegar. Þarna þarf að bæta úr. Það eru tækifæri fólgin í að efla þjónustu og samvinnu þessara tveggja aðila.“ Vala Jónsdóttir, kynjafræðinemi við Háskóla Íslands, gerir nú mastersrannsókn þar sem hún skoðar með viðtölum við fagfólk af hverju konur fái síður húsaskjól en karlar með þennan tvíþætta vanda, og hvort um kynbundna mismunun sé að ræða. Hún starfaði sjálf á Kleppi um árabil og fékk þannig hugmyndina að rannsókninni. „Það var almenn tilfinning starfsmanna að það væri miklu erfiðara að koma konum, sem lögðust inn á deildina, í úrræði,“ segir Vala.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni. 29. janúar 2018 20:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni. 29. janúar 2018 20:00