Sameinuðu þjóðirnar vilja blaðamenn Reuters í Mjanmar úr fangelsi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. febrúar 2018 07:00 Aðgerðum lögreglunnar í Mjanmar hefur verið mótmælt. Nordicphotos/AFP Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamenn Reuters, yrðu leystir úr haldi. Þeir Lone og Oo hafa verið í fangelsi í Mjanmar frá því þeir voru handteknir þann 12. desember, grunaðir um að hafa brotið upplýsingalög ríkisins þegar þeir leituðu að upplýsingum um þjóðernishreinsanir ríkisstjórnarinnar á Róhingjum í Rakhine-héraði. „Við köllum eftir því að þeir verði tafarlaust leystir úr haldi og að ákærurnar á hendur þeim verði felldar niður. Alvarleg aðför ríkisstjórnar Mjanmar að tjáningarfrelsinu er okkur mikið áhyggjuefni,“ sagði Rupert Colville, talsmaður stofnunarinnar, á blaðamannafundi í Genf í gær. Beiðni þeirra Oo og Lone um lausn gegn tryggingu var hafnað á fimmtudaginn. Ye Lwin dómari sagði að brotið sem um ræðir væri þess eðlis að lausn gegn tryggingu væri ekki í boði. Stephen J. Adler, ritstjóri Reuters, lýsti vonbrigðum sínum með ákvörðunina. „Þeir hafa nú verið í fangelsi í fimmtíu daga. Þeir ættu að fá að vera með fjölskyldum sínum á meðan réttarhöldin standa yfir.“ Than Zaw Aung, lögmaður blaðamannanna, sagði eftir höfnun dómara að upplýsingarnar sem málið snerist um hefðu nú þegar verið aðgengilegar almenningi. Lögreglumaður hafi greint frá því er hann bar vitni að þær hefðu þá þegar birst í dagblöðum. Alls hefur meira en hálf milljón fólks af þjóðflokki Róhingja flúið heimkynni sín í Rakhine-héraði og haldið til Bangladess eftir að ofbeldi braust þar út í ágúst í fyrra. Þáverandi mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir að um þjóðernishreinsanir væri að ræða og síðar sagði hann möguleika á að framið væri þjóðarmorð á Róhingjum. Sagðist hann hafa heyrt sögur af því að Róhingjar væru skotnir til bana án dóms og laga og að bæir þeirra væru brenndir. Nú stendur til að flytja flóttamennina heim aftur og á þeim flutningum að vera lokið árið 2019. Óháð félagasamtök hafa lýst áhyggjum af flutningunum og telja óvíst að Róhingjum verði vel tekið. Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamenn Reuters, yrðu leystir úr haldi. Þeir Lone og Oo hafa verið í fangelsi í Mjanmar frá því þeir voru handteknir þann 12. desember, grunaðir um að hafa brotið upplýsingalög ríkisins þegar þeir leituðu að upplýsingum um þjóðernishreinsanir ríkisstjórnarinnar á Róhingjum í Rakhine-héraði. „Við köllum eftir því að þeir verði tafarlaust leystir úr haldi og að ákærurnar á hendur þeim verði felldar niður. Alvarleg aðför ríkisstjórnar Mjanmar að tjáningarfrelsinu er okkur mikið áhyggjuefni,“ sagði Rupert Colville, talsmaður stofnunarinnar, á blaðamannafundi í Genf í gær. Beiðni þeirra Oo og Lone um lausn gegn tryggingu var hafnað á fimmtudaginn. Ye Lwin dómari sagði að brotið sem um ræðir væri þess eðlis að lausn gegn tryggingu væri ekki í boði. Stephen J. Adler, ritstjóri Reuters, lýsti vonbrigðum sínum með ákvörðunina. „Þeir hafa nú verið í fangelsi í fimmtíu daga. Þeir ættu að fá að vera með fjölskyldum sínum á meðan réttarhöldin standa yfir.“ Than Zaw Aung, lögmaður blaðamannanna, sagði eftir höfnun dómara að upplýsingarnar sem málið snerist um hefðu nú þegar verið aðgengilegar almenningi. Lögreglumaður hafi greint frá því er hann bar vitni að þær hefðu þá þegar birst í dagblöðum. Alls hefur meira en hálf milljón fólks af þjóðflokki Róhingja flúið heimkynni sín í Rakhine-héraði og haldið til Bangladess eftir að ofbeldi braust þar út í ágúst í fyrra. Þáverandi mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir að um þjóðernishreinsanir væri að ræða og síðar sagði hann möguleika á að framið væri þjóðarmorð á Róhingjum. Sagðist hann hafa heyrt sögur af því að Róhingjar væru skotnir til bana án dóms og laga og að bæir þeirra væru brenndir. Nú stendur til að flytja flóttamennina heim aftur og á þeim flutningum að vera lokið árið 2019. Óháð félagasamtök hafa lýst áhyggjum af flutningunum og telja óvíst að Róhingjum verði vel tekið.
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira