Vara Trump við að feta í fótspor Nixon Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2018 22:00 Trump er eindregið varaður við því að grípa til þeirra aðgerða sem Nixon greip til á sínum tíma. Vísir/Getty Þingmenn demókrata í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa varað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við að reka háttsetta embættismenn sem sjá um Rússarannsóknina svokölluðu. Washington Post greinir frá. Í yfirlýsingu þingmanna er vísað í hið svokallaða „Laugardagsfjöldamorð“ sem átti sér stað árið 1973 þegar þáverandi forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, rak Archibald Cox, sérstakan saksóknara í Watergate-málinu. Dómsmálaráðherra og aðstoðardómsmálaráðherra Nixon sögðu af sér frekar en að verða við skipun forsetans. „Brottrekstur Rod Rosenstein, yfirmanna í dómsmálaráðuneytinu eða Bob Mueller, gæti leitt af sér stjórnarkreppu sem hefur ekki sést síðan í Laugardagsfjöldamorðinu,“ segir í yfirlýsingu demókrata.Sjá einnig:Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisinsTrump er sagður vilja losna við Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, en hann er æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar svokölluðu sem verið hefur Trump þyrnir í augum. skipaði hann Robert Mueller, sérstaks rannsakenda dómsmálaráðuneytisins sem leiðir rannsóknina á því hvort framboð Trump hafi átt samráð við útsendara Rússa. Forsetinn heimilaði í dag birtingu umdeilds minnisblað sem Trump og repúblikanar segja að sýni fram á að FBI og dómsmálaráðuneytið hafi misbeitt valdi sínu í tengslum við Rússarannsóknina. Eru þessar fullyrðingar þó mjög dregnar í efa af demókrötum, sem og embættismönnum FBI og dómsmálaráðuneytisins.Sjá einnig:Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Telja embættismenn ekki ólíklegt að Trump muni nota minnisblað sem átyllu til að reka Rosenstein í von um að þar með verði bundinn endir á Rússarannsóknina. Endurtaki sagan sig og reki Trump Mueller eða Rosenstein er þó ekki víst að honum verði að ósk sinni. Aðeins tíu mánuðum eftir að Nixon lét reka Cox hafði hann sagt af sér embætti. Almenningur brást ókvæða við fregnunum og neyddist Nixon til þess að skipa nýjan sérstakan saksóknara, auk þess sem að þingið setti aukinn kraft í rannsókn á Watergate-málinu, sem á endanum leiddi til afsagnar Nixon. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Sjá meira
Þingmenn demókrata í báðum deildum Bandaríkjaþings hafa varað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við að reka háttsetta embættismenn sem sjá um Rússarannsóknina svokölluðu. Washington Post greinir frá. Í yfirlýsingu þingmanna er vísað í hið svokallaða „Laugardagsfjöldamorð“ sem átti sér stað árið 1973 þegar þáverandi forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, rak Archibald Cox, sérstakan saksóknara í Watergate-málinu. Dómsmálaráðherra og aðstoðardómsmálaráðherra Nixon sögðu af sér frekar en að verða við skipun forsetans. „Brottrekstur Rod Rosenstein, yfirmanna í dómsmálaráðuneytinu eða Bob Mueller, gæti leitt af sér stjórnarkreppu sem hefur ekki sést síðan í Laugardagsfjöldamorðinu,“ segir í yfirlýsingu demókrata.Sjá einnig:Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisinsTrump er sagður vilja losna við Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, en hann er æðsti yfirmaður Rússarannsóknarinnar svokölluðu sem verið hefur Trump þyrnir í augum. skipaði hann Robert Mueller, sérstaks rannsakenda dómsmálaráðuneytisins sem leiðir rannsóknina á því hvort framboð Trump hafi átt samráð við útsendara Rússa. Forsetinn heimilaði í dag birtingu umdeilds minnisblað sem Trump og repúblikanar segja að sýni fram á að FBI og dómsmálaráðuneytið hafi misbeitt valdi sínu í tengslum við Rússarannsóknina. Eru þessar fullyrðingar þó mjög dregnar í efa af demókrötum, sem og embættismönnum FBI og dómsmálaráðuneytisins.Sjá einnig:Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Telja embættismenn ekki ólíklegt að Trump muni nota minnisblað sem átyllu til að reka Rosenstein í von um að þar með verði bundinn endir á Rússarannsóknina. Endurtaki sagan sig og reki Trump Mueller eða Rosenstein er þó ekki víst að honum verði að ósk sinni. Aðeins tíu mánuðum eftir að Nixon lét reka Cox hafði hann sagt af sér embætti. Almenningur brást ókvæða við fregnunum og neyddist Nixon til þess að skipa nýjan sérstakan saksóknara, auk þess sem að þingið setti aukinn kraft í rannsókn á Watergate-málinu, sem á endanum leiddi til afsagnar Nixon.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Sjá meira
Eldfimar ásakanir í minnisblaðinu umdeilda Njósnamálanefnd Bandaríkjaþings hefur birt hið umdeilda minnisblað sem verið hefur í umræðunni í Bandaríkjunum undanfarna daga. Í því má finna eldfimar ásakanir í garð Bandarísku alríkislögreglunnar og dómsmálaráðuneytisins. 2. febrúar 2018 19:00
Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“