Erlent

Óttast að níutíu hafi drukknað í Miðjarðarhafi

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Á síðustu fjórum árum hafa yfir 600 þúsund flóttamenn komist frá Líbíu til Ítalíu með því að fara sjóleiðina. Nokkur þúsund manns hafa drukknað í Miðjarðarhafinu.
Á síðustu fjórum árum hafa yfir 600 þúsund flóttamenn komist frá Líbíu til Ítalíu með því að fara sjóleiðina. Nokkur þúsund manns hafa drukknað í Miðjarðarhafinu. vísir/afp
Talið er að minnst níutíu hafi drukknað undan strönd Líbíu í gær eftir að bát fullum af flóttamönnum hvolfdi.

Alls drukknuðu 246 manns við tilraunir til að komast yfir Miðjarðarhafið í janúar og hafa dauðsföll vegna þess aðeins einu sinni verið fleiri á einum mánuði. Minnst tíu líkum skolaði á land nálægt bænum Zuwara í Líbíu í gær. Talið er að átta þeirra hafi verið frá Pakistan og tveir frá Líbíu.

Þá er óttast að minnst níutíu hafi drukknað þegar bátnum hvolfdi að því er fram kemur í tilkynningu frá flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.

Haft er eftir Oliviu Headson, talskonu stofnunarinnar, að talið sé að minnst þrír hafi komist lífs af.

Í nokkur ár hefur Líbía verið sá staður í Afríku sem flestir nota til að freista þess að komast til Evrópu, þá aðallega til Ítalíu. Undanfarið hefur það færst í vöxt að Pakistanar leiti betra lífs utan heimalandsins og reyni að flýja þessa leið. Hins vegar hefur þeim fækkað í heildina sem reyna að fara sjóðleiðuna.

Í janúar í fyrra voru það um 4500 manns en í um 4300 manns í ár. Þeim sem drukkna í Miðjarðarhafi virðist þó vera að fjölga en í janúar mánuði drukknuðu 246 manns. Aðeins í júní í fyrra drukknuðu fleiri í hafinu á einum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×