Deilan um dómarana og yfirráðaréttur líkamans í Víglínunni Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2018 10:42 Það hefur mikið farið fyrir umræðum um stöðu dómsmálaráðherra vegna skipunar fyrstu fimmtán dómaranna í Landsrétt á síðasta ári og ljóst að síðasta orðið hefur ekki verið sagt um þau mál. Þingmaðurinn Jón Þór Ólafsson, fulltrúi Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og varaformaður nefndarinnar, og Jón Steindór Valdimarsson, fulltrúi Viðreisnar í nefndinni, mæta til Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Víglínuna á Stöð 2 og Vísi í hádeginu. Nefndin hefur dómaramálið enn til skoðunar og hafa Píratar þegar krafist þess að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segi af sér embætti. Þá verður réttur einstaklingsins til yfirráða yfir líkama sínum allt frá vöggu til grafar til umræðu í Víglínunni. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, mælti fyrir tveimur frumvörpum á Alþingi í vikunni sem varða þessi mál og mætir í Víglínuna til að ræða þau og fleiri. Annars vegar mælti hún fyrir frumvarpi um að umskurður á drengjum verði bannaður samkvæmt lögum með sama hætti og umskurður á kynfærum stúlkna. Samtök gyðinga í Evrópu hafa þegar brugðist neikvætt við þessu frumvarpi. Hins vegar er það frumvarp um að ef einstaklingur hafi ekki fyrir dauða sinn lagst gegn því að líffæri úr honum verði nýtt til lækninga á öðrum einstaklingum, verði litið svo á að hann hafi heimilað það.Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20. Umskurðsfrumvarp Víglínan Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Það hefur mikið farið fyrir umræðum um stöðu dómsmálaráðherra vegna skipunar fyrstu fimmtán dómaranna í Landsrétt á síðasta ári og ljóst að síðasta orðið hefur ekki verið sagt um þau mál. Þingmaðurinn Jón Þór Ólafsson, fulltrúi Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og varaformaður nefndarinnar, og Jón Steindór Valdimarsson, fulltrúi Viðreisnar í nefndinni, mæta til Heimis Más Péturssonar fréttamanns í Víglínuna á Stöð 2 og Vísi í hádeginu. Nefndin hefur dómaramálið enn til skoðunar og hafa Píratar þegar krafist þess að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segi af sér embætti. Þá verður réttur einstaklingsins til yfirráða yfir líkama sínum allt frá vöggu til grafar til umræðu í Víglínunni. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, mælti fyrir tveimur frumvörpum á Alþingi í vikunni sem varða þessi mál og mætir í Víglínuna til að ræða þau og fleiri. Annars vegar mælti hún fyrir frumvarpi um að umskurður á drengjum verði bannaður samkvæmt lögum með sama hætti og umskurður á kynfærum stúlkna. Samtök gyðinga í Evrópu hafa þegar brugðist neikvætt við þessu frumvarpi. Hins vegar er það frumvarp um að ef einstaklingur hafi ekki fyrir dauða sinn lagst gegn því að líffæri úr honum verði nýtt til lækninga á öðrum einstaklingum, verði litið svo á að hann hafi heimilað það.Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.
Umskurðsfrumvarp Víglínan Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira