Hundruð þúsunda mótmæltu í Grikklandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. febrúar 2018 06:00 Margir Grikkir eru ósáttir við að Makedóníumenn fái að kalla ríki sitt nafni sem líkist að einhverju leyti gömlu Makedóníu. vísir/epa Talið er að ein milljón manna hafi mætt á Syntagma-torgið í Aþenu í gær til að mótmæla mögulegri sáttatillögu í deilum Grikkja og Makedóníumanna um nafn ríkis þeirra síðarnefndu. Margir þeirra komu frá öðrum borgum eða löndum til að taka þátt í mótmælunum. Mótmælin eru hluti af 27 ára deilu milli gríska héraðsins Makedóníu, þar sem höfuðborgin er Þessalóníka, og sjálfstæða ríkisins Makedóníu. Ríkið varð hluti af Sameinuðu þjóðunum árið 1993 eftir að hafa lýst yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu tveimur árum áður. Var þá tekið upp nafnið Makedónía. Grikkir hafa mótmælt nafninu og segja að gríska héraðið Makedónía hafi borið það heiti allt frá því að Alexander mikli réð ríkjum þar frá árinu 336 fyrir Krist. Íbúar Aþenu hafa áhyggjur af því að Makedóníumenn geti síðar farið að gera tilkall til grísks landsvæðis og menningararfs. Sáttasemjari frá Sameinuðu þjóðunum, Matthew Nimetz, hefur fundað með báðum aðilum og lagt fram sáttatillögur. Til dæmis að ríkið fái heitið Nýja-Makedónía. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, er að íhuga þennan kost. Ríkisstjórn hans hefur sagt að hún muni sætta sig við nafn sem aðgreini ríkið frá grísku Makedóníu. En margir Grikkir eru ósáttir við að Makedóníumenn fái að kalla ríki sitt nafni sem líkist að einhverju leyti gömlu Makedóníu. Deilan hefur orðið til þess að Makedónía hefur ekki getað gengið til liðs við alþjóðasamtök eins og Atlantshafsbandalagið, þar sem Grikkir neita að styðja inngöngu þeirra þangað til deilan um nafnið verður leyst. Sky-fréttastofan talaði við Alliu Sarellis, sem flaug alla leið frá Bandaríkjunum til að taka þátt í mótmælunum. „Makedónía er grísk og aðeins grísk,“ segir hún. „Þeir eru að reyna að stela sögunni,“ bætti hún við. Tugþúsundir lögreglumanna voru á vakt til þess að reyna að hafa heimil á mótmælunum. Í síðasta mánuði voru 90 þúsund manna mótmæli í Þessalóníku af sama tilefni. Birtist í Fréttablaðinu Grikkland Norður-Makedónía Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Talið er að ein milljón manna hafi mætt á Syntagma-torgið í Aþenu í gær til að mótmæla mögulegri sáttatillögu í deilum Grikkja og Makedóníumanna um nafn ríkis þeirra síðarnefndu. Margir þeirra komu frá öðrum borgum eða löndum til að taka þátt í mótmælunum. Mótmælin eru hluti af 27 ára deilu milli gríska héraðsins Makedóníu, þar sem höfuðborgin er Þessalóníka, og sjálfstæða ríkisins Makedóníu. Ríkið varð hluti af Sameinuðu þjóðunum árið 1993 eftir að hafa lýst yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu tveimur árum áður. Var þá tekið upp nafnið Makedónía. Grikkir hafa mótmælt nafninu og segja að gríska héraðið Makedónía hafi borið það heiti allt frá því að Alexander mikli réð ríkjum þar frá árinu 336 fyrir Krist. Íbúar Aþenu hafa áhyggjur af því að Makedóníumenn geti síðar farið að gera tilkall til grísks landsvæðis og menningararfs. Sáttasemjari frá Sameinuðu þjóðunum, Matthew Nimetz, hefur fundað með báðum aðilum og lagt fram sáttatillögur. Til dæmis að ríkið fái heitið Nýja-Makedónía. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, er að íhuga þennan kost. Ríkisstjórn hans hefur sagt að hún muni sætta sig við nafn sem aðgreini ríkið frá grísku Makedóníu. En margir Grikkir eru ósáttir við að Makedóníumenn fái að kalla ríki sitt nafni sem líkist að einhverju leyti gömlu Makedóníu. Deilan hefur orðið til þess að Makedónía hefur ekki getað gengið til liðs við alþjóðasamtök eins og Atlantshafsbandalagið, þar sem Grikkir neita að styðja inngöngu þeirra þangað til deilan um nafnið verður leyst. Sky-fréttastofan talaði við Alliu Sarellis, sem flaug alla leið frá Bandaríkjunum til að taka þátt í mótmælunum. „Makedónía er grísk og aðeins grísk,“ segir hún. „Þeir eru að reyna að stela sögunni,“ bætti hún við. Tugþúsundir lögreglumanna voru á vakt til þess að reyna að hafa heimil á mótmælunum. Í síðasta mánuði voru 90 þúsund manna mótmæli í Þessalóníku af sama tilefni.
Birtist í Fréttablaðinu Grikkland Norður-Makedónía Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent