Super bowl-auglýsingarnar: Hörð ádeila, grín og tilfinningasemi ræður ríkjum í ár Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2018 22:30 Úrslitaleikur NFL-deildarinnar um Ofurskálina svokölluð hefst seint í kvöld en það er ekki aðeins íþróttin sem dregur áhorfendur að leiknum heldur bíða margir spenntir eftir tónleikunum í hálfleik og síðast en ekki síst auglýsingunum sem geta verið nokkuð hjartnæmar og ansi skemmtilegar. Nú þegar hafa þó nokkrar auglýsingar verið birtar á YouTube sem verða sýndar í kringum leikinn og verður farið yfir nokkrar þeirra hér að neðan. Budweiser Þegar kemur að hjartnæmum auglýsingum er fyrst til sögunnar auglýsing frá bjórframleiðandanum Budweiser en þar má sjá hvernig fyrirtækið kom vatni til svæða í Bandaríkjunum sem urðu illa úti vegna náttúruhamfara. Á meðan má heyra Skylar Grey syngja sína útgáfu af Stand By Me sem Ben E. King gerði ódauðlegt. Samkvæmt Budweiser hefur fyrirtækið flutt 79 milljónir dósa af vatni til þeirra sem verða fyrir náttúruhamförum frá árinu 1988, þar á meðal tvær milljónir dósa á síðastliðnum tveimur árum. Stella Artois Bjórframleiðandinn Stella Artois fékk síðan leikarann Matt Damon til liðs viðs sig til að kynna samstarf framleiðandans við góðgerðasamtök um að verða íbúum vanþróaðra ríkja úti um hreint vatn. Peta Ein af auglýsingunum sem mun vafalaust vekja mikla athygli er auglýsing frá dýraverndarsamtökunum Peta með leikaranum James Cromwell í aðalhlutverki. Cromwell hlaut Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir hlutverk sitt í myndinni Babe sem kom út árið 1995. Í auglýsingunni má sjá kjötframleiðanda mæta til játningar í kirkju þar sem hann segir frá myrkum leyndarmálum fyrirtækis síns. Pringles Kartöfluflöguframleiðandinn fékk gamanleikarann Bill Hader til að segja „vá“ ítrekað á meðan hann kemst að því að hann getur skapað nýtt bragð með því að raða saman Pringles-flögum. M&MSælgætisframleiðandinn er með auglýsingu sem skartar Danny Devito í aðalhlutverki. Þar má sjá M&M-karakterinn Red breytast í Danny Devito með aðstoð lukkupenings. Í auglýsingunni útskýrir Danny Devito að það hafi verið auðvelt fyrir sig að bregða sér í hlutverk Red því hann sé svolítið líkur honum, en í betra formi. Michelob UltraEin af fyndnari auglýsingunum þetta árið er frá bjórframleiðandanum Michelob Ultra. Þar gerir leikarinn Chris Pratt stólpagrín að sjálfum sér. Pratt er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Peter Quill, eða Starlord, í Marvel-myndunum Guardians of the Galaxy. Pratt komst í fréttirnar þegar hann kom sér í virkilega gott form fyrir myndirnar eftir að hafa verið í yfirvigt. Í þessari auglýsingu segist hann hafa landað stóru hlutverki í Michelob Ultra og tekur undirbúninginn afar alvarlega. Hann kemst síðar að því að hann er bara aukaleikari og er útkoman stórskemmtileg: Universal Studios NFL-hetjan Payton Manning var fenginn til að auglýsa skemmtigarða Unversal Studios. Amazon Amazon auglýsir streymisveitu sína í kringum Ofurskálina og þar á meðal þættina Tom Clancy´s Jack Ryan með John Krasinski í aðalhlutverki. Doritos og Mountain Dew Leikararnir Peter Dinklage og Morgan Freeman mæma lög eftir Busta Rhymes og Missy Elliot í þessari Doritos og Mountain Dew-auglýsingu. Febreze Þessi lyktarframleiðandi ákvað að taka klósetthúmorinn alla leið í þessari auglýsingu. Avacados from MexicoÞessi auglýsing er með þeim furðulegri. Squarespace Squarespace fékk leikarann Keanu Reeves til að standa á mótorhjóli til að auglýsa sína vöru. Pepsi Pepsi reynir að draga kynslóðirnar saman í ár með því að rifja upp allar þær stjörnur sem hafa auglýst Pepsi í gegnum árin. Coca-Cola Coca-Cola gerir út á sinni auglýsingu að Coke sé fyrir alla. KIA Kia fékk söngvarann Steven Tyler til að bakka Kia-bíl aftur í tímann. NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Super Bowl upphitun: Er hægt að stöðva Tom Brady? Tom Brady er að komast á stall með bestu íþróttamönnum sögunnar, ekki bara í NFL-deildinni. Hann verður í aðalhlutverki í Super Bowl 52 sem fer fram í kvöld. 4. febrúar 2018 13:00 Minnist Justin Timberlake á Trump? Skemmtilegu hliðarveðmálin sem tengjast Ofurskálinni Að vanda bjóða veðmálasíður upp á hinu ýmsu möguleika fyrir Superbowl þar sem veðja má á hvaða hárlit Pink velur fyrir þjóðsönginn, hvort treyju Tom Brady verði stolið og hvort NSYNC mæti á sviðið á einhverjum tímapunkti. 4. febrúar 2018 21:15 Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Úrslitaleikur NFL-deildarinnar um Ofurskálina svokölluð hefst seint í kvöld en það er ekki aðeins íþróttin sem dregur áhorfendur að leiknum heldur bíða margir spenntir eftir tónleikunum í hálfleik og síðast en ekki síst auglýsingunum sem geta verið nokkuð hjartnæmar og ansi skemmtilegar. Nú þegar hafa þó nokkrar auglýsingar verið birtar á YouTube sem verða sýndar í kringum leikinn og verður farið yfir nokkrar þeirra hér að neðan. Budweiser Þegar kemur að hjartnæmum auglýsingum er fyrst til sögunnar auglýsing frá bjórframleiðandanum Budweiser en þar má sjá hvernig fyrirtækið kom vatni til svæða í Bandaríkjunum sem urðu illa úti vegna náttúruhamfara. Á meðan má heyra Skylar Grey syngja sína útgáfu af Stand By Me sem Ben E. King gerði ódauðlegt. Samkvæmt Budweiser hefur fyrirtækið flutt 79 milljónir dósa af vatni til þeirra sem verða fyrir náttúruhamförum frá árinu 1988, þar á meðal tvær milljónir dósa á síðastliðnum tveimur árum. Stella Artois Bjórframleiðandinn Stella Artois fékk síðan leikarann Matt Damon til liðs viðs sig til að kynna samstarf framleiðandans við góðgerðasamtök um að verða íbúum vanþróaðra ríkja úti um hreint vatn. Peta Ein af auglýsingunum sem mun vafalaust vekja mikla athygli er auglýsing frá dýraverndarsamtökunum Peta með leikaranum James Cromwell í aðalhlutverki. Cromwell hlaut Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir hlutverk sitt í myndinni Babe sem kom út árið 1995. Í auglýsingunni má sjá kjötframleiðanda mæta til játningar í kirkju þar sem hann segir frá myrkum leyndarmálum fyrirtækis síns. Pringles Kartöfluflöguframleiðandinn fékk gamanleikarann Bill Hader til að segja „vá“ ítrekað á meðan hann kemst að því að hann getur skapað nýtt bragð með því að raða saman Pringles-flögum. M&MSælgætisframleiðandinn er með auglýsingu sem skartar Danny Devito í aðalhlutverki. Þar má sjá M&M-karakterinn Red breytast í Danny Devito með aðstoð lukkupenings. Í auglýsingunni útskýrir Danny Devito að það hafi verið auðvelt fyrir sig að bregða sér í hlutverk Red því hann sé svolítið líkur honum, en í betra formi. Michelob UltraEin af fyndnari auglýsingunum þetta árið er frá bjórframleiðandanum Michelob Ultra. Þar gerir leikarinn Chris Pratt stólpagrín að sjálfum sér. Pratt er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Peter Quill, eða Starlord, í Marvel-myndunum Guardians of the Galaxy. Pratt komst í fréttirnar þegar hann kom sér í virkilega gott form fyrir myndirnar eftir að hafa verið í yfirvigt. Í þessari auglýsingu segist hann hafa landað stóru hlutverki í Michelob Ultra og tekur undirbúninginn afar alvarlega. Hann kemst síðar að því að hann er bara aukaleikari og er útkoman stórskemmtileg: Universal Studios NFL-hetjan Payton Manning var fenginn til að auglýsa skemmtigarða Unversal Studios. Amazon Amazon auglýsir streymisveitu sína í kringum Ofurskálina og þar á meðal þættina Tom Clancy´s Jack Ryan með John Krasinski í aðalhlutverki. Doritos og Mountain Dew Leikararnir Peter Dinklage og Morgan Freeman mæma lög eftir Busta Rhymes og Missy Elliot í þessari Doritos og Mountain Dew-auglýsingu. Febreze Þessi lyktarframleiðandi ákvað að taka klósetthúmorinn alla leið í þessari auglýsingu. Avacados from MexicoÞessi auglýsing er með þeim furðulegri. Squarespace Squarespace fékk leikarann Keanu Reeves til að standa á mótorhjóli til að auglýsa sína vöru. Pepsi Pepsi reynir að draga kynslóðirnar saman í ár með því að rifja upp allar þær stjörnur sem hafa auglýst Pepsi í gegnum árin. Coca-Cola Coca-Cola gerir út á sinni auglýsingu að Coke sé fyrir alla. KIA Kia fékk söngvarann Steven Tyler til að bakka Kia-bíl aftur í tímann.
NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Super Bowl upphitun: Er hægt að stöðva Tom Brady? Tom Brady er að komast á stall með bestu íþróttamönnum sögunnar, ekki bara í NFL-deildinni. Hann verður í aðalhlutverki í Super Bowl 52 sem fer fram í kvöld. 4. febrúar 2018 13:00 Minnist Justin Timberlake á Trump? Skemmtilegu hliðarveðmálin sem tengjast Ofurskálinni Að vanda bjóða veðmálasíður upp á hinu ýmsu möguleika fyrir Superbowl þar sem veðja má á hvaða hárlit Pink velur fyrir þjóðsönginn, hvort treyju Tom Brady verði stolið og hvort NSYNC mæti á sviðið á einhverjum tímapunkti. 4. febrúar 2018 21:15 Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Super Bowl upphitun: Er hægt að stöðva Tom Brady? Tom Brady er að komast á stall með bestu íþróttamönnum sögunnar, ekki bara í NFL-deildinni. Hann verður í aðalhlutverki í Super Bowl 52 sem fer fram í kvöld. 4. febrúar 2018 13:00
Minnist Justin Timberlake á Trump? Skemmtilegu hliðarveðmálin sem tengjast Ofurskálinni Að vanda bjóða veðmálasíður upp á hinu ýmsu möguleika fyrir Superbowl þar sem veðja má á hvaða hárlit Pink velur fyrir þjóðsönginn, hvort treyju Tom Brady verði stolið og hvort NSYNC mæti á sviðið á einhverjum tímapunkti. 4. febrúar 2018 21:15