Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. febrúar 2018 06:00 Framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið falið að útfæra gjaldtöku á bílastæðum við Jökulsárlón, Dettifoss og Skaftafell. Fréttablaðið/Stefán Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir nú úttekt óháðs aðila að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna talsverðs neikvæðs fráviks í rekstri síðasta árs. Ráðuneytið tilkynnti stjórn þjóðgarðsins um úttektina þann 19. janúar síðastliðinn eftir að gögn um fjárhag og rekstur sýndu að við blasti töluverð framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins tilkynnti hvorki stjórn né ráðuneytinu um frávikið en ráðuneytið telur þær útskýringar sem fengist hafa á frávikinu ófullnægjandi. Þjóðgarðurinn fékk 671 milljón frá ríkinu á síðasta ári.Ármann Höskuldsson, stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs. Fréttablaðið/ValliÁrmann Höskuldsson, stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs, segir í samtali við Fréttablaðið að hann geti ekki tjáð sig um málið fyrr en niðurstöður úttektarinnar liggi fyrir, líklega í lok mánaðarins. Samkvæmt fundargerð stjórnar, frá 22. janúar síðastliðnum, lagði Ármann fram bókun fyrir hönd stjórnar þar sem kom fram að stjórnin harmaði að framkvæmdastjóri hefði ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni. Öll frávik frá fjárhagsáætlun ber samkvæmt lögum um opinber fjármál frá árinu 2015 að tilkynna. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu var ekki vitað til að reynt hefði á þetta ákvæði laganna áður þar á bæ. Í bréfi ráðuneytisins til stjórnar þjóðgarðsins frá 19. janúar segir að vegna stöðu bókhalds í fjárhagsbókhaldskerfi ríkisins og af upplýsingum fengnum frá stofnuninni um útkomuspá fyrir árið 2017 stefni í „talsvert neikvætt frávik í rekstri stofnunarinnar frá samþykktri rekstraráætlun fyrir árið 2017.“ Hafi þá þó verið tekið tillit til sérstakrar fjárveitingar í fjáraukalögum 2017 vegna landvörslu. Stofnunin hafi ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni og: „[Þ]ær útskýringar sem gefnar hafa verið á frávikum hafa verið ófullnægjandi.“ Á stjórnarfundi 2. febrúar síðastliðinn voru nokkrar aðgerðir til að bæði auka tekjur þjóðgarðsins og hagræða í rekstri útlistaðar. Þar kemur meðal annars fram að stjórnin áætlar að sækja 100 milljónir króna í tekjur á næstu þremur árum af gjaldtöku á bílastæðum við Jökulsárlón, Skaftafell og Dettifoss. Ármann segir að sjálfvirka gjaldtökukerfið sem innleitt var í fyrra hafi litlu skilað og auðvelt sé að komast hjá greiðslu. Því verði leitað betri leiða til að sækja auknar tekjur. Þá er ráðgert að segja upp skrifstofuhúsnæði þjóðgarðsins við Klapparstíg í Reykjavík og finna annað ódýrara, lækka launakostnað um 50 milljónir og skera niður rekstrarkostnað um tíu prósent. Standa vonir til að með þessum og fleiri aðgerðum verði hægt að ná fram hagræðingu og tekjuaukningu sem skili allt að 282,5 milljónum til þriggja ára. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir nú úttekt óháðs aðila að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna talsverðs neikvæðs fráviks í rekstri síðasta árs. Ráðuneytið tilkynnti stjórn þjóðgarðsins um úttektina þann 19. janúar síðastliðinn eftir að gögn um fjárhag og rekstur sýndu að við blasti töluverð framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins tilkynnti hvorki stjórn né ráðuneytinu um frávikið en ráðuneytið telur þær útskýringar sem fengist hafa á frávikinu ófullnægjandi. Þjóðgarðurinn fékk 671 milljón frá ríkinu á síðasta ári.Ármann Höskuldsson, stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs. Fréttablaðið/ValliÁrmann Höskuldsson, stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs, segir í samtali við Fréttablaðið að hann geti ekki tjáð sig um málið fyrr en niðurstöður úttektarinnar liggi fyrir, líklega í lok mánaðarins. Samkvæmt fundargerð stjórnar, frá 22. janúar síðastliðnum, lagði Ármann fram bókun fyrir hönd stjórnar þar sem kom fram að stjórnin harmaði að framkvæmdastjóri hefði ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni. Öll frávik frá fjárhagsáætlun ber samkvæmt lögum um opinber fjármál frá árinu 2015 að tilkynna. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu var ekki vitað til að reynt hefði á þetta ákvæði laganna áður þar á bæ. Í bréfi ráðuneytisins til stjórnar þjóðgarðsins frá 19. janúar segir að vegna stöðu bókhalds í fjárhagsbókhaldskerfi ríkisins og af upplýsingum fengnum frá stofnuninni um útkomuspá fyrir árið 2017 stefni í „talsvert neikvætt frávik í rekstri stofnunarinnar frá samþykktri rekstraráætlun fyrir árið 2017.“ Hafi þá þó verið tekið tillit til sérstakrar fjárveitingar í fjáraukalögum 2017 vegna landvörslu. Stofnunin hafi ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni og: „[Þ]ær útskýringar sem gefnar hafa verið á frávikum hafa verið ófullnægjandi.“ Á stjórnarfundi 2. febrúar síðastliðinn voru nokkrar aðgerðir til að bæði auka tekjur þjóðgarðsins og hagræða í rekstri útlistaðar. Þar kemur meðal annars fram að stjórnin áætlar að sækja 100 milljónir króna í tekjur á næstu þremur árum af gjaldtöku á bílastæðum við Jökulsárlón, Skaftafell og Dettifoss. Ármann segir að sjálfvirka gjaldtökukerfið sem innleitt var í fyrra hafi litlu skilað og auðvelt sé að komast hjá greiðslu. Því verði leitað betri leiða til að sækja auknar tekjur. Þá er ráðgert að segja upp skrifstofuhúsnæði þjóðgarðsins við Klapparstíg í Reykjavík og finna annað ódýrara, lækka launakostnað um 50 milljónir og skera niður rekstrarkostnað um tíu prósent. Standa vonir til að með þessum og fleiri aðgerðum verði hægt að ná fram hagræðingu og tekjuaukningu sem skili allt að 282,5 milljónum til þriggja ára.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira