NBA: Detroit Pistons vinnur alla leiki sína eftir að liðið fékk Blake Griffin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2018 07:30 Blake Griffin. Vísir/Getty Detroit Pistons hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og leikmenn Utah Jazz hafa nú unnið sex leiki í röð.Blake Griffin og Andre Drummond áttu báðir góðan leik þegar Detroit Pistons vann 111-91 sigur á Portland Trail Blazers. Þetta var fjórði sigur liðsins í röð og sá þriðji í röð síðan að félagið skipti á leikmönnum og fékk Blake Griffin frá Los Angeles Clippers. Blake Griffin var með 21 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar í sigrinum í nótt en Andre Drummond skoraði 17 stig og tók 17 fráköst. Anthony Tolliver bætti við 15 stigum og þeir Reggie Bullock og Langston Galloway voru báðir með 13 stig. Damian Lillard skoraði 20 stig fyrir Portland og C.J. McCollum var með 14 stig.Rodney Hood skoraði 30 stig í 133-109 sigri Utah Jazz á New Orleans Pelicans. Þetta var aðeins annar leikurinn hjá Hood efrir að hafa kom aftur eftir meiðsli en sjötti sigurleikur Utah Jazz í röð. Spænski leikstjórnandinn Ricky Rubio var með 20 stig og 11 stoðsendingar og franski miðherjinn Rudy Gobert var með 19 stig og 10 fráköst. Jazz-liðið hitti úr 14 af 21 þriggja stiga skoti sínu sem er mögnuð nýting. Jrue Holiday skoraði 28 stig fyrir Pelíkanana og Anthony Davis var með 15 stig og 11 fráköst. New Orleans Pelicans hefur nú tapað fjórum af fimm leikjum sínum eftir að stórstjarnan DeMarcus Cousins sleit hásin 26. janúar síðastliðinn.Dallas Mavericks var tíu stigum yfir á móti Los Angeles Clippers, 101-91, þegar aðeins 4:42 mínútur voru eftir af leiknum en tapaði lokakaflanum 13-0 og þar með leiknum með þremur stigum, 104-101. Dallas klikkaði á síðustu sjö skotum sínum í leiknum og tapaði að auki fjórum boltum. Danilo Gallinari skoraði 28 stig fyrir Los Angeles Clippers og Tobias Harris var með 19 stig. Lou Williams kom með 15 stig og 8 stoðsendingar inn af bekknum. Wesley Matthews skoraði 23 stig fyrir Dallas og Devin Harris var með 16 stig. Dirk Nowitzki skoraði 12 stig á 25 mínútum.Orlando Magic vann baráttuna um Flórídaskagann þegar Magic-liðið sótti 111-109 sigur til nágranna sinna í Miami Heat. Mario Hezonja skoraði 20 stig fyrir Orlando en hann kom inn í byrjunarliðið fyrir Aaron Gordon sem var meiddur. Þetta var aðeins þriðji útisigur Orlando liðsins í síðustu 24 leikjum.Sacramento Kings liðið skoraði aðeins 9 stig í fyrsta leikhluta á heimavelli en tókst að vinna sig til baka og vinna 104-98 sigur á Chicago Bulls. Bulls komst mest 21 stigi yfir í leiknum og var 28-9 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Bogdan Bogdanovic var stigahæstur hjá Sacramento Kings með 15 stig. Zach LaVine skoraði 27 stig fyrir Chicago og Justin Holiday var með 20 stig. Finninn Lauri Markkanen missti af sínum þriðja leik í röð en hann var að verða pabbi. Kris Dunn var ekki heldur með Bulls.Úrslitin úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Los Angeles Clippers - Dallas Mavericks 104-101 Sacramento Kings - Chicago Bulls 104-98 Denver Nuggets - Charlotte Hornets 121-104 New Orleans Pelicans - Utah Jazz 109-133 Miami Heat - Orlando Magic 109-111 Detroit Pistons - Portland Trail Blazers 111-91 Indiana Pacers - Washington Wizards 102-111 NBA Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Detroit Pistons hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og leikmenn Utah Jazz hafa nú unnið sex leiki í röð.Blake Griffin og Andre Drummond áttu báðir góðan leik þegar Detroit Pistons vann 111-91 sigur á Portland Trail Blazers. Þetta var fjórði sigur liðsins í röð og sá þriðji í röð síðan að félagið skipti á leikmönnum og fékk Blake Griffin frá Los Angeles Clippers. Blake Griffin var með 21 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar í sigrinum í nótt en Andre Drummond skoraði 17 stig og tók 17 fráköst. Anthony Tolliver bætti við 15 stigum og þeir Reggie Bullock og Langston Galloway voru báðir með 13 stig. Damian Lillard skoraði 20 stig fyrir Portland og C.J. McCollum var með 14 stig.Rodney Hood skoraði 30 stig í 133-109 sigri Utah Jazz á New Orleans Pelicans. Þetta var aðeins annar leikurinn hjá Hood efrir að hafa kom aftur eftir meiðsli en sjötti sigurleikur Utah Jazz í röð. Spænski leikstjórnandinn Ricky Rubio var með 20 stig og 11 stoðsendingar og franski miðherjinn Rudy Gobert var með 19 stig og 10 fráköst. Jazz-liðið hitti úr 14 af 21 þriggja stiga skoti sínu sem er mögnuð nýting. Jrue Holiday skoraði 28 stig fyrir Pelíkanana og Anthony Davis var með 15 stig og 11 fráköst. New Orleans Pelicans hefur nú tapað fjórum af fimm leikjum sínum eftir að stórstjarnan DeMarcus Cousins sleit hásin 26. janúar síðastliðinn.Dallas Mavericks var tíu stigum yfir á móti Los Angeles Clippers, 101-91, þegar aðeins 4:42 mínútur voru eftir af leiknum en tapaði lokakaflanum 13-0 og þar með leiknum með þremur stigum, 104-101. Dallas klikkaði á síðustu sjö skotum sínum í leiknum og tapaði að auki fjórum boltum. Danilo Gallinari skoraði 28 stig fyrir Los Angeles Clippers og Tobias Harris var með 19 stig. Lou Williams kom með 15 stig og 8 stoðsendingar inn af bekknum. Wesley Matthews skoraði 23 stig fyrir Dallas og Devin Harris var með 16 stig. Dirk Nowitzki skoraði 12 stig á 25 mínútum.Orlando Magic vann baráttuna um Flórídaskagann þegar Magic-liðið sótti 111-109 sigur til nágranna sinna í Miami Heat. Mario Hezonja skoraði 20 stig fyrir Orlando en hann kom inn í byrjunarliðið fyrir Aaron Gordon sem var meiddur. Þetta var aðeins þriðji útisigur Orlando liðsins í síðustu 24 leikjum.Sacramento Kings liðið skoraði aðeins 9 stig í fyrsta leikhluta á heimavelli en tókst að vinna sig til baka og vinna 104-98 sigur á Chicago Bulls. Bulls komst mest 21 stigi yfir í leiknum og var 28-9 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Bogdan Bogdanovic var stigahæstur hjá Sacramento Kings með 15 stig. Zach LaVine skoraði 27 stig fyrir Chicago og Justin Holiday var með 20 stig. Finninn Lauri Markkanen missti af sínum þriðja leik í röð en hann var að verða pabbi. Kris Dunn var ekki heldur með Bulls.Úrslitin úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Los Angeles Clippers - Dallas Mavericks 104-101 Sacramento Kings - Chicago Bulls 104-98 Denver Nuggets - Charlotte Hornets 121-104 New Orleans Pelicans - Utah Jazz 109-133 Miami Heat - Orlando Magic 109-111 Detroit Pistons - Portland Trail Blazers 111-91 Indiana Pacers - Washington Wizards 102-111
NBA Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira