Dirk Nowitzki búinn að spila meira en 50 þúsund mínútur í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2018 10:00 Dirk Nowitzki. Vísir/Getty Þýski körfuboltamaðurinn Dirk Nowitzki varð í nótt aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta sem nær því að vera inná vellinum í meira en 50 þúsund mínútur. Dirk Nowitzki náði þessu í leik Dallas Mavericks á móti Los Angeles Clippers í nótt en Dallas tapaði lokamínútununm 13-0 og þar með leiknum með þremur stigum. Nowitzki var með 12 stig á 25 mínútum í leiknum en hann hefur spilað allan sinn NBA-feril með Dallas Mavericks. Nowitzki vantaði fyrir leikinn sjö mínútur til að komast í hópinn með fimm öðrum 50 þúsund mínútu mönnum en þeir eru Kareem Abdul-Jabbar, Karl Malone, Kevin Garnett, Jason Kidd og Elvin Hayes. Nowitzki er þegar kominn upp fyrir Elvin Hayes.minutes for That Dude. Congrats Dirty! #MFFLpic.twitter.com/nm2tqyB4Jb — Dallas Mavericks (@dallasmavs) February 6, 2018 Nowitzki á nokkuð í land með að ná meti Kareem Abdul-Jabbar sem spilaði á sínum ferli í 57.446 mínútur. Nowitzki er einnig sjötti stigahæsti leikmaður sögunnar með 30.901 stig en hann hefur aðeins misst af 29 leikjum á síðustu ellefu tímabilum og hefur spilað 37,5 mínútur að meðaltali í leik á þessum tíma. LeBron James óskaði Nowitzki til hamingju með áfangann inn á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.50K mins played though @swish41?!?!? Sheesh bro that’s insane. Congrats man! That’s what you call punching in your clock daily! — LeBron James (@KingJames) February 6, 2018 Nowitzki er nú 39 ára gamall og að spila 24,9 mínútur að meðaltali í leik á þessu tímabili. Hann er með 12,1 stig og 5,6 fráköst í leik en er að hitta úr 54,4 prósent skota sinna. Nowitzki gefur ekkert eftir í boltanum en hann er á góðri leið með að komast í hóp með þeim John Stockton og Michael Jordan sem eru þeir einu sem hafa náð að spila alla 82 leiki tímabilsins eftir að þeir urðu 39 ára. NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Sjá meira
Þýski körfuboltamaðurinn Dirk Nowitzki varð í nótt aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta sem nær því að vera inná vellinum í meira en 50 þúsund mínútur. Dirk Nowitzki náði þessu í leik Dallas Mavericks á móti Los Angeles Clippers í nótt en Dallas tapaði lokamínútununm 13-0 og þar með leiknum með þremur stigum. Nowitzki var með 12 stig á 25 mínútum í leiknum en hann hefur spilað allan sinn NBA-feril með Dallas Mavericks. Nowitzki vantaði fyrir leikinn sjö mínútur til að komast í hópinn með fimm öðrum 50 þúsund mínútu mönnum en þeir eru Kareem Abdul-Jabbar, Karl Malone, Kevin Garnett, Jason Kidd og Elvin Hayes. Nowitzki er þegar kominn upp fyrir Elvin Hayes.minutes for That Dude. Congrats Dirty! #MFFLpic.twitter.com/nm2tqyB4Jb — Dallas Mavericks (@dallasmavs) February 6, 2018 Nowitzki á nokkuð í land með að ná meti Kareem Abdul-Jabbar sem spilaði á sínum ferli í 57.446 mínútur. Nowitzki er einnig sjötti stigahæsti leikmaður sögunnar með 30.901 stig en hann hefur aðeins misst af 29 leikjum á síðustu ellefu tímabilum og hefur spilað 37,5 mínútur að meðaltali í leik á þessum tíma. LeBron James óskaði Nowitzki til hamingju með áfangann inn á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.50K mins played though @swish41?!?!? Sheesh bro that’s insane. Congrats man! That’s what you call punching in your clock daily! — LeBron James (@KingJames) February 6, 2018 Nowitzki er nú 39 ára gamall og að spila 24,9 mínútur að meðaltali í leik á þessu tímabili. Hann er með 12,1 stig og 5,6 fráköst í leik en er að hitta úr 54,4 prósent skota sinna. Nowitzki gefur ekkert eftir í boltanum en hann er á góðri leið með að komast í hóp með þeim John Stockton og Michael Jordan sem eru þeir einu sem hafa náð að spila alla 82 leiki tímabilsins eftir að þeir urðu 39 ára.
NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Sjá meira