Skipuleggjendur vetrarólympíuleikanna í Pyeongchang þurftu nefnilega að bregast hratt við því þegar grunur kom upp að Nóróveirusýking væri að ganga meðal hóps öryggisvarða á Ólympíusvæðinu.
Meira 1200 öryggisverðir voru fjarlægðir af Ólympíusvæðinu vegna þessa máls og í stað þeirra komu 900 hermann í suður-kóreska hernum. Þeir voru kallaðir til með litlum fyrirvara eftir að öryggisverðir voru teknir í burtu.
41 öryggisverðir voru með einkenni sem eru rakin til Nóróveirusýkingar. Einhverjir þeirra voru ælandi og púandi en aðrir í hópnum voru einnig með hita, magaverki og niðurgang. Nóróveiran er alveg bráðsmitandi.
Þeir sem voru veikir voru sendir á sjúkrahús en aðrir voru kyrrsettir í miðstöðinni. Þar þurfa þeir að vera þar til að engin fleiri tilfelli koma upp.
Norovirus is considered highly contagious and typically includes symptoms of diarrhea, stomach pain, vomiting and nausea. https://t.co/73SDV9Rgug
— USA TODAY (@USATODAY) February 6, 2018
Ástæðan fyrir því að allir öryggisverðirnir voru kallaðir af svæðinu var hreinlega til að koma í veg fyrir faraldur. Það hefði getað endað skrautlega og mjög illa ef að öryggisverðirnir færu að smita keppnisfólkið. Ennþá er einhver hætta á því.
Skipuleggendur Ólympíuleikanna munu vinna náið með miðstöð smitsjúkdóma í Suður-Kóreu til að koma í veg fyrir frekari smithættu eins og í því að sótthreinsa svæðið og vinnutæki.