Erlent

Hótel hrundi í stórum jarðskjálfta í Taívan

Samúel Karl Ólason skrifar
Hér má sjá skemmdir sem jarðskjálftinn hefur valdið.
Hér má sjá skemmdir sem jarðskjálftinn hefur valdið. Vísir/EPA
Sterkur jarðskjálfti varð í Taívan í dag sem mældist 6,4 stig samkvæmt fyrstu tölum. Hótel hrundi að hluta í Hualien og er verið að reyna að bjarga fólki sem er þar fast. Jarðskjálftinn, sem skall á skömmu fyrir miðnætti að staðartíma, virðist hafa valdið gífurlegum skemmdum.

Ekki liggur fyrir hve margir eru fastir í hótelinu né hve margir eru særðir eða dánir. Þó er vitað til þess að aðrar byggingar hafi einnig hrunið í landinu, samkvæmt New York Times.

Jarðsjálftar hafa verið tíðir í Taívan undandfarna daga. Þar á meðal tveir skjálftar á sunnudaginn sem voru 5,3 stig og 6,1 stig. Þá eru tvö ár síðan 6,4 stiga jarðskjálfti skall á Taívan og þá dóu 117 manns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×