Systur spila með sitthvoru landsliðinu á Ólympíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 15:00 Marissa og Hannah Brandt. Instagram/marissacbrandt Marissa og Hannah Brandt eru systur og báðar að fara að keppa á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður-Kóreu. Þær munu hinsvegar ekki ganga saman inn á setningarhátíðina eða spila í sama liði á leikunum. CNN kannaði betur söguna á bak við það af hverju Marissa Brandt spilar með íshhokkiliði Suður Kóreu á leikunum en Hannah Brandt með íshokkíliði Bandaríkjanna. „Þetta er ruglað og ekki eitthvað sem við þurfum að láta okkur dreyma um,“ sagði Marissa Brandt í viðtali við CNN. Þær eru systur en Marissa var ættleidd frá Suður-Kóreu. Foreldrar þeirra, Greg og Robin Brandt frá Saint Paul í Minnesota, voru búin að gefa upp vonina um að eignast barn. Þau ákváðu því að ættleiða litla stelpu frá Suður-Kóreu og voru búin að ganga frá ættleiðingunni þegar hið ótrúlega gerðist. Greg og Robin voru ekki einu sinni búin að fá mynd senda af stelpunni þegar Robin komst að því að hún var ófrísk. Á einu augabragði voru þau komin með fjögurra manna fjölskyldu. „Við hefðum ekki getað verið ánægðari því við hugsuðum um alla þá gleði sem fylgdi því að eignast tvíbura,“ sagði Greg við CNN. Það má finna umfjöllun CNN hér fyrir neðan. Marissa var fjögurra mánaða þegar hún kom til Bandaríkjanna vorið 1993. Í nóvember eignaðist hún síðan litla systur þegar Hannah kom í heiminn. Þær ólust upp saman. „Við erum góðir vinir og höngum mikið ssaman. Fólk trúir því ekki að við séum systur af því að við erum svo ólíkar en ég gleymi því að hún hafi verið ættleidd. Hún er amerískari en ég,“ sagði Hannah við CNN. Hannah Brandt hefur unnið tvo heimsmeistaratitla og spilar með Minnesota Whitecaps en systir hennar var nánast búin að gefast upp á íshokkídraumnum þegar Suður-Kórea hafði samband. Hin bandaríska Rebecca Baker var farin að vinna fyrir suður-kóreska sambandið og var að leita að leikmönnum sem tengsli til Kóreu til að styrkja landsliðið sem spilar á heimavelli í PyeongChang. Nokkrum vikum síðar flaug Marissa til Suður-Kóreu í fyrsta sinn frá því hún var kornabarn. Hún fékk seinna suður-kóreskt ríkisfang og tók upp nafnið Park Yoon-Jung en henni var gefið það við fæðingu. Nú eru þær bæðar búnar að vinna sér sæti í Ólympíuliði sinna þjóða og þótt að þær mætist ekki í riðlakeppni leikanna þá fá þær báðar að upplifa Ólympíuleika í fyrsta sinn. „Ég hlakka sjálf til setningarhátíðarinnar en þar mun systir mín líka ganga inn á leikvanginn fyrir framan allt stuðningsfólkið frá Suður-Kóreu. Það verður mögnuð upplifun fyrir hana,“ sagði Hannah Brandt við CNN. Hér fyrir neðan má síðan sjá mynd af því þegar þær hittust í Ólympíuþorpinu í PyeongChang og ein mynd frá því þegar þær voru litlar. First thing I must do: find my sister as soon as possible can’t believe we are finally here in the Olympic Village!! #teamkorea #teamusa A post shared by Marissa Brandt (@marissacbrandt) on Feb 5, 2018 at 5:14pm PST HBD to the one and only @hannahbrandt22 I wouldn’t want to be considered anyone else’s sister. Wish I could be with you to celebrate! But I will see you soon. I love you #24thbirthday A post shared by Marissa Brandt (@marissacbrandt) on Nov 27, 2017 at 4:18pm PST Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Myndaveisla frá bardaganum við Luka „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sjá meira
Marissa og Hannah Brandt eru systur og báðar að fara að keppa á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður-Kóreu. Þær munu hinsvegar ekki ganga saman inn á setningarhátíðina eða spila í sama liði á leikunum. CNN kannaði betur söguna á bak við það af hverju Marissa Brandt spilar með íshhokkiliði Suður Kóreu á leikunum en Hannah Brandt með íshokkíliði Bandaríkjanna. „Þetta er ruglað og ekki eitthvað sem við þurfum að láta okkur dreyma um,“ sagði Marissa Brandt í viðtali við CNN. Þær eru systur en Marissa var ættleidd frá Suður-Kóreu. Foreldrar þeirra, Greg og Robin Brandt frá Saint Paul í Minnesota, voru búin að gefa upp vonina um að eignast barn. Þau ákváðu því að ættleiða litla stelpu frá Suður-Kóreu og voru búin að ganga frá ættleiðingunni þegar hið ótrúlega gerðist. Greg og Robin voru ekki einu sinni búin að fá mynd senda af stelpunni þegar Robin komst að því að hún var ófrísk. Á einu augabragði voru þau komin með fjögurra manna fjölskyldu. „Við hefðum ekki getað verið ánægðari því við hugsuðum um alla þá gleði sem fylgdi því að eignast tvíbura,“ sagði Greg við CNN. Það má finna umfjöllun CNN hér fyrir neðan. Marissa var fjögurra mánaða þegar hún kom til Bandaríkjanna vorið 1993. Í nóvember eignaðist hún síðan litla systur þegar Hannah kom í heiminn. Þær ólust upp saman. „Við erum góðir vinir og höngum mikið ssaman. Fólk trúir því ekki að við séum systur af því að við erum svo ólíkar en ég gleymi því að hún hafi verið ættleidd. Hún er amerískari en ég,“ sagði Hannah við CNN. Hannah Brandt hefur unnið tvo heimsmeistaratitla og spilar með Minnesota Whitecaps en systir hennar var nánast búin að gefast upp á íshokkídraumnum þegar Suður-Kórea hafði samband. Hin bandaríska Rebecca Baker var farin að vinna fyrir suður-kóreska sambandið og var að leita að leikmönnum sem tengsli til Kóreu til að styrkja landsliðið sem spilar á heimavelli í PyeongChang. Nokkrum vikum síðar flaug Marissa til Suður-Kóreu í fyrsta sinn frá því hún var kornabarn. Hún fékk seinna suður-kóreskt ríkisfang og tók upp nafnið Park Yoon-Jung en henni var gefið það við fæðingu. Nú eru þær bæðar búnar að vinna sér sæti í Ólympíuliði sinna þjóða og þótt að þær mætist ekki í riðlakeppni leikanna þá fá þær báðar að upplifa Ólympíuleika í fyrsta sinn. „Ég hlakka sjálf til setningarhátíðarinnar en þar mun systir mín líka ganga inn á leikvanginn fyrir framan allt stuðningsfólkið frá Suður-Kóreu. Það verður mögnuð upplifun fyrir hana,“ sagði Hannah Brandt við CNN. Hér fyrir neðan má síðan sjá mynd af því þegar þær hittust í Ólympíuþorpinu í PyeongChang og ein mynd frá því þegar þær voru litlar. First thing I must do: find my sister as soon as possible can’t believe we are finally here in the Olympic Village!! #teamkorea #teamusa A post shared by Marissa Brandt (@marissacbrandt) on Feb 5, 2018 at 5:14pm PST HBD to the one and only @hannahbrandt22 I wouldn’t want to be considered anyone else’s sister. Wish I could be with you to celebrate! But I will see you soon. I love you #24thbirthday A post shared by Marissa Brandt (@marissacbrandt) on Nov 27, 2017 at 4:18pm PST
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Myndaveisla frá bardaganum við Luka „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sjá meira