Freydís fyrsta konan í tólf ár sem verður fánaberi Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 14:30 Freydís Halla Einarsdóttir ÍSÍ Freydís Halla Einarsdóttir verður fánaberi Íslands á setningarhátíð XXIII vetrarólympíuleikanna í PyeongChang 2018 en þar með verður kona fánaberi Íslands á vetrarólympíuleikunum í fyrsta sinn í tólf ár. Karlmenn hafa borið íslenska fánann inn á síðustu tveimur vetrarólympíuleikum en Freydís Halla fer nú í fótspor Dagnýju Lindu Kristjánsdóttur sem var fánaberi á leikunum í Salt Lake City 2002 og í Torínó 2006. Skíðagöngumaðurinn Sævar Birgisson var fánaberi Íslands í Sotsjí 2014 og alpagreinamaðurinn Björgvin Björgvinssonar var fánaberi Íslands á leikunum í Vancouver 2010. Þrjár aðrar konur hafa borið inn íslenska fánann á setningarhátið vetrarólympíuleikanna eða þær Theódóra Matthiesen (1998), Ásta Halldórsdóttir (1992 og 1994) og Nanna Leifsdóttir (1984). Freydís er 23 ára, fædd í Reykjavík þann 3. október 1994 og býr nú í Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám við Plymouth State háskólann í New Hampshire. Hún keppir fyrir skíðadeild Ármanns í Reykjavík og fór fyrst á skíði þegar hún var fimm ára gömul. Freydís stóð sig mjög vel á árinu 2017. Hún sigraði eitt mót í stórsvigi í Gore Mountain í Bandaríkjunum. Hún náði sjötta sæti í svigi á móti í Burke Mountain í Bandaríkjunum, en það mót er hluti af Norður-Ameríku bikarnum. Þá varð hún fimmtán sinnum á tímabilinu í topp tíu á alþjóðlegum mótum erlendis og þar af fimm sinnum í einu af efstu þremur sætunum. Einnig endaði hún í ellefta sæti á bandaríska meistaramótinu í svigi sem var mjög sterkt. Hún varð í níunda sæti í undankeppni Heimsmeistaramótsins í St. Moritz í stórsvigi og fylgdi þeim árangri eftir með því að lenda í 47. sæti í aðalkeppninni. Hún varð einnig þrefaldur Íslandsmeistari, í stórsvigi, alpatvíkeppni og samhliðasvigi síðasta ári og var valin skíðakona ársins. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels Sjá meira
Freydís Halla Einarsdóttir verður fánaberi Íslands á setningarhátíð XXIII vetrarólympíuleikanna í PyeongChang 2018 en þar með verður kona fánaberi Íslands á vetrarólympíuleikunum í fyrsta sinn í tólf ár. Karlmenn hafa borið íslenska fánann inn á síðustu tveimur vetrarólympíuleikum en Freydís Halla fer nú í fótspor Dagnýju Lindu Kristjánsdóttur sem var fánaberi á leikunum í Salt Lake City 2002 og í Torínó 2006. Skíðagöngumaðurinn Sævar Birgisson var fánaberi Íslands í Sotsjí 2014 og alpagreinamaðurinn Björgvin Björgvinssonar var fánaberi Íslands á leikunum í Vancouver 2010. Þrjár aðrar konur hafa borið inn íslenska fánann á setningarhátið vetrarólympíuleikanna eða þær Theódóra Matthiesen (1998), Ásta Halldórsdóttir (1992 og 1994) og Nanna Leifsdóttir (1984). Freydís er 23 ára, fædd í Reykjavík þann 3. október 1994 og býr nú í Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám við Plymouth State háskólann í New Hampshire. Hún keppir fyrir skíðadeild Ármanns í Reykjavík og fór fyrst á skíði þegar hún var fimm ára gömul. Freydís stóð sig mjög vel á árinu 2017. Hún sigraði eitt mót í stórsvigi í Gore Mountain í Bandaríkjunum. Hún náði sjötta sæti í svigi á móti í Burke Mountain í Bandaríkjunum, en það mót er hluti af Norður-Ameríku bikarnum. Þá varð hún fimmtán sinnum á tímabilinu í topp tíu á alþjóðlegum mótum erlendis og þar af fimm sinnum í einu af efstu þremur sætunum. Einnig endaði hún í ellefta sæti á bandaríska meistaramótinu í svigi sem var mjög sterkt. Hún varð í níunda sæti í undankeppni Heimsmeistaramótsins í St. Moritz í stórsvigi og fylgdi þeim árangri eftir með því að lenda í 47. sæti í aðalkeppninni. Hún varð einnig þrefaldur Íslandsmeistari, í stórsvigi, alpatvíkeppni og samhliðasvigi síðasta ári og var valin skíðakona ársins.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels Sjá meira