Sjáðu LeBron James koma Cleveland til bjargar með frábærum leik og flautukörfu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2018 07:00 LeBron James fagnar sigurkörfunni með félögum sínum. Vísir/Getty Cleveland Cavaliers vann loksins leik í NBA-deildinni í nótt og það getur félagið þakkað LeBron James sem var allt í öllu í leiknum og tryggði síðan sigurinn með körfu í lok framlengingar. Utah Jazz er búið að vinna sjö leiki í röð, Houston Rockets vann sinn sjötta leik í röð og Detroit Pistons vinnur alla leiki sína með Blake Griffin innaborðs en sigurganga liðsins telur nú fimm leiki.LeBron James skoraði sigurkörfuna yfir Jimmy Butler um leið og leiktíminn rann út í 140-138 sigri Cleveland Cavaliers á Minnesota Timberwolves í framlengdum leik en stuttu áður hafði James varið skot frá Butler hinum megin á vellinum. LeBron James var með þrennu í leiknum en hann skoraði 37 stig, gaf 15 stoðsendingar og tók 10 fráköst.J.R. Smith skoraði 20 stig og var með 13 stig og 7 stoðsendingar. Jimmy Butler skoraði 35 stig og Karl-Anthony Towns var með 30 stig. LeBron James fór upp fyrir Zydrunas Ilgauskas (5904) og er nú sá leikmaður sem hefur tekið flest fráköst í sögu Cleveland Cavaliers. Þetta var aðeins sjöundi sigur Cleveland liðsins í síðustu tuttugu leikjum en liðið hafði tapað stórt í undanförnum tveimur leikjum. Það sem meira er að liðið vann loksins leik sem var sýndur beint á einni af stóru stöðvunum sem ná til alls landsins. Cavaliers var búið að tapa átta slíkum leikjum í röð.James Harden skoraði 41 stig þegar Houston Rockets vann 109-101 útisigur á Miami Heat en þetta var sjötti sigur Houston liðsins í röð. Þetta er áttundi 40 stiga leikurinn hjá Harden á tímabilinu en hann var einnig með 6 stoðsendingar og 6 fráköst. Chris Paul bætti við 24 stigum, 7 stoðsendingum og 7 fráköstum. Goran Dragic og Josh Richardson voru báðir með 30 stig fyrir Miami sem hefur nú tapað fimm leikjum í röð.Andre Drummond skoraði 17 stig og tók 27 fráköst þegar Detroit Pistons vann 115-106 sigur á Brooklyn Nets en þetta var fimmti sigur Detriot í röð. Liðið hefur ekki tapað síðan það fékk Blake Griffin. Griffin skoraði 11 af 25 stigum sínum í fjórða leikhlutanum.Ricky Rubio skoraði 29 stig og tók 8 fráköst þegar Utah Jazz vann sinn sjöunda sigur í röð. Utah vann þá 92-88 sigur á Memphis Grizzlies. Rodney Hood var með 18 stig fyrir Utah-liðið.Úrslitin úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Phoenix Suns - San Antonio Spurs 81-129 Cleveland Cavaliers - Minnesota Timberwolves 140-138 (129-129) Memphis Grizzlies - Utah Jazz 88-92 Miami Heat - Houston Rockets 101-109 Detroit Pistons - Brooklyn Nets 115-106 NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Sjá meira
Cleveland Cavaliers vann loksins leik í NBA-deildinni í nótt og það getur félagið þakkað LeBron James sem var allt í öllu í leiknum og tryggði síðan sigurinn með körfu í lok framlengingar. Utah Jazz er búið að vinna sjö leiki í röð, Houston Rockets vann sinn sjötta leik í röð og Detroit Pistons vinnur alla leiki sína með Blake Griffin innaborðs en sigurganga liðsins telur nú fimm leiki.LeBron James skoraði sigurkörfuna yfir Jimmy Butler um leið og leiktíminn rann út í 140-138 sigri Cleveland Cavaliers á Minnesota Timberwolves í framlengdum leik en stuttu áður hafði James varið skot frá Butler hinum megin á vellinum. LeBron James var með þrennu í leiknum en hann skoraði 37 stig, gaf 15 stoðsendingar og tók 10 fráköst.J.R. Smith skoraði 20 stig og var með 13 stig og 7 stoðsendingar. Jimmy Butler skoraði 35 stig og Karl-Anthony Towns var með 30 stig. LeBron James fór upp fyrir Zydrunas Ilgauskas (5904) og er nú sá leikmaður sem hefur tekið flest fráköst í sögu Cleveland Cavaliers. Þetta var aðeins sjöundi sigur Cleveland liðsins í síðustu tuttugu leikjum en liðið hafði tapað stórt í undanförnum tveimur leikjum. Það sem meira er að liðið vann loksins leik sem var sýndur beint á einni af stóru stöðvunum sem ná til alls landsins. Cavaliers var búið að tapa átta slíkum leikjum í röð.James Harden skoraði 41 stig þegar Houston Rockets vann 109-101 útisigur á Miami Heat en þetta var sjötti sigur Houston liðsins í röð. Þetta er áttundi 40 stiga leikurinn hjá Harden á tímabilinu en hann var einnig með 6 stoðsendingar og 6 fráköst. Chris Paul bætti við 24 stigum, 7 stoðsendingum og 7 fráköstum. Goran Dragic og Josh Richardson voru báðir með 30 stig fyrir Miami sem hefur nú tapað fimm leikjum í röð.Andre Drummond skoraði 17 stig og tók 27 fráköst þegar Detroit Pistons vann 115-106 sigur á Brooklyn Nets en þetta var fimmti sigur Detriot í röð. Liðið hefur ekki tapað síðan það fékk Blake Griffin. Griffin skoraði 11 af 25 stigum sínum í fjórða leikhlutanum.Ricky Rubio skoraði 29 stig og tók 8 fráköst þegar Utah Jazz vann sinn sjöunda sigur í röð. Utah vann þá 92-88 sigur á Memphis Grizzlies. Rodney Hood var með 18 stig fyrir Utah-liðið.Úrslitin úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Phoenix Suns - San Antonio Spurs 81-129 Cleveland Cavaliers - Minnesota Timberwolves 140-138 (129-129) Memphis Grizzlies - Utah Jazz 88-92 Miami Heat - Houston Rockets 101-109 Detroit Pistons - Brooklyn Nets 115-106
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Sjá meira