Sautján þúsund manns fylgjast reglulega með Snorra á Snapchat þar sem hann er mjög virkur og sýnir frá því þegar hann er við allskyns veiðar, en Snorri kallar sig Vargurinn á Snapchat.
Það er nafngift við hæfi því hans aðalstarf eru veiðar og hefur hann til fjölda ára starfað við að veiða mink. Snorri, sem búsettur er Ólafsvík á Snæfellsnesi, tók einmitt Kjartan með sér á minkaveiðar í þættinum í gær.
„Það voru mistök að flytja inn minka á sínum tíma og ég ætla taka það að mér að leiðrétta þau mistök,“ sagði Snorri í þættinum í gær en hann elskar að drepa minka.
Snorri tekur alltaf hunda mér sér í öll verkefni en hann á alls tíu hunda. „Það er smá vinna get ég sagt þér,“ sagði Vargurinn við Kjartan í gær.*
Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni síðan í gær.