Sport

Fyrrverandi landsliðsþjálfari í sundi sakaður um kynferðisofbeldi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kukors með ein af mörgum verðlaunum sínum á ferlinum.
Kukors með ein af mörgum verðlaunum sínum á ferlinum. vísir/getty
Lögreglumenn réðust í gærmorgun inn á heimili fyrrum landsliðsþjálfara í sundi í Bandaríkjunum til að leita að sönnunum um að hann hefði tekið nektarmyndir af fyrrum landsliðskonu í sundi.

Þjálfarinn heitir Sean Hutchison og er 46 ára gamall. Sundkonan fyrrverandi, Ariana Kukors, hefur sakað hann um að beita sig kynferðisofbeldi og taka af sér nektarmyndir er hún var aðeins 17 ára gömul. Þá er hún undir lögaldri.

Kukors er nú orðin 28 ára gömul og hefur loksins ákveðið að stíga fram. Hún var í Ólympíuliði Bandaríkjanna árið 2012 og varð heimsmeistari í sundi árið 2009.

„Ég hélt ég myndi aldrei deila minni sögu. Að lifa þetta af var nóg fyrir mig. Mér tókst að komast frá hræðilegu skrímsli og búa mér til líf sem ég taldi ekki mögulegt að gera,“ sagði Kukors.

„Ég hef lært að það þarf að segja sögur eins og mína til þess að auka líkurnar á því að færri muni þurfa að ganga í gegnum svona helvíti.“

Kukors segir að þjálfarinn hafi margbrotið á henni á keppnisferðalögum sem og á æfingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×