Sex rannsóknarlögreglumenn með 150 kynferðisbrotamál til rannsóknar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2018 12:15 Árni Þór Sigmundsson er yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Eyþór Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi legið fyrir með óyggjandi hætti fyrr en nú í janúar að maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti væri núverandi starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur. Í kærunni kom fram að maðurinn hafi unnið með börnum og unglingum án þess að tilgreint væri nákvæmlega hvenær. Hann harmar að það hafi ekki komið fram fyrr í rannsókninni en alls eru átta starfsmenn í kynferðisbrotadeildinni, þar af sex rannsóknarlögreglumenn, með rúmlega 150 mál til rannsóknar. Kæra var lögð fram þann 22. ágúst 2017 og segir Árni að málinu hafi svo verið úthlutað til rannsóknar þann 7. september sama ár. Maðurinn var hins vegar ekki úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrr en þann 19. janúar síðastliðinn og barnaverndaryfirvöldum ekki tilkynnt um málið fyrr en degi áður en maðurinn var handtekinn. Gæsluvarðhaldið rennur að óbreyttu út á föstudag.Rannsóknin á viðkvæmu stigi „Ég get bara upplýst um það að um leið og við vissum að maðurinn er núverandi starfsmaður barnaverndar þá tilkynntum við barnaverndaryfirvöldum um það,“ segir Árni Þór en maðurinn starfaði á skammtímavistun fyrir unglinga á vegum barnaverndar. Brot mannsins gegn piltinum eiga að hafa staðið yfir í tæp sex ár eða frá árinu 2004 til 2010 eð a þegar drengurinn var á aldrinum átta til fjórtán ára. Eiga þau aðallega að hafa beinst gegn ungum pilti frá því hann var átta ára til fjórtán ára. Brotin eiga að hafa verið framin aðra hverja helgi þegar pilturinn var í umsjá mannsins en maðurinn var fenginn af fjölskyldu piltsins til að aðstoða hann enda hefur hann starfað með börnum og unglingum síðan fyrir aldamót, meðal annars sem stuðningsfulltrúi. Árni Þór kveðst aðspurður ekki geta farið neitt nánar út í rannsókn málsins, til að mynda varðandi hvort húsleit hafi verið gerð heima hjá manninum. Rannsóknin sé á viðkvæmu stigi en hún hafi smám saman leitt í ljós þá þætti sem urðu til þess að maðurinn var handtekinn og í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald. „Ég bara árétta það að um leið og við komumst að því að þetta væri núverandi starfsmaður þá voru gerðar viðeigandi ráðstafanir. Að sjálfsögðu harma ég að það hafi ekki komið fram fyrr,“ segir Árni Þór. Aðspurður hvað þurfi að gera hjá lögreglunni til að koma í veg fyrir að svona gerist aftur, það er að mál dragist svo mjög á langinn segir Árni: „Það er óskandi að menn geti svarað því en eins og ég sagði þér áðan þá hörmum við það að það hafi ekki komið fyrr fram. En það hefur verið gríðarlega mikið málaflæði af málum hérna sem hafa krafist tafarlausrar aðkomu jafnvel allrar deildarinnar. Hér hefur mikið verið að gera síðastliðið ár og við höfum bara reynt að bregðast við því.“ Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30 Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki hafi legið fyrir með óyggjandi hætti fyrr en nú í janúar að maður sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti væri núverandi starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur. Í kærunni kom fram að maðurinn hafi unnið með börnum og unglingum án þess að tilgreint væri nákvæmlega hvenær. Hann harmar að það hafi ekki komið fram fyrr í rannsókninni en alls eru átta starfsmenn í kynferðisbrotadeildinni, þar af sex rannsóknarlögreglumenn, með rúmlega 150 mál til rannsóknar. Kæra var lögð fram þann 22. ágúst 2017 og segir Árni að málinu hafi svo verið úthlutað til rannsóknar þann 7. september sama ár. Maðurinn var hins vegar ekki úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrr en þann 19. janúar síðastliðinn og barnaverndaryfirvöldum ekki tilkynnt um málið fyrr en degi áður en maðurinn var handtekinn. Gæsluvarðhaldið rennur að óbreyttu út á föstudag.Rannsóknin á viðkvæmu stigi „Ég get bara upplýst um það að um leið og við vissum að maðurinn er núverandi starfsmaður barnaverndar þá tilkynntum við barnaverndaryfirvöldum um það,“ segir Árni Þór en maðurinn starfaði á skammtímavistun fyrir unglinga á vegum barnaverndar. Brot mannsins gegn piltinum eiga að hafa staðið yfir í tæp sex ár eða frá árinu 2004 til 2010 eð a þegar drengurinn var á aldrinum átta til fjórtán ára. Eiga þau aðallega að hafa beinst gegn ungum pilti frá því hann var átta ára til fjórtán ára. Brotin eiga að hafa verið framin aðra hverja helgi þegar pilturinn var í umsjá mannsins en maðurinn var fenginn af fjölskyldu piltsins til að aðstoða hann enda hefur hann starfað með börnum og unglingum síðan fyrir aldamót, meðal annars sem stuðningsfulltrúi. Árni Þór kveðst aðspurður ekki geta farið neitt nánar út í rannsókn málsins, til að mynda varðandi hvort húsleit hafi verið gerð heima hjá manninum. Rannsóknin sé á viðkvæmu stigi en hún hafi smám saman leitt í ljós þá þætti sem urðu til þess að maðurinn var handtekinn og í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald. „Ég bara árétta það að um leið og við komumst að því að þetta væri núverandi starfsmaður þá voru gerðar viðeigandi ráðstafanir. Að sjálfsögðu harma ég að það hafi ekki komið fram fyrr,“ segir Árni Þór. Aðspurður hvað þurfi að gera hjá lögreglunni til að koma í veg fyrir að svona gerist aftur, það er að mál dragist svo mjög á langinn segir Árni: „Það er óskandi að menn geti svarað því en eins og ég sagði þér áðan þá hörmum við það að það hafi ekki komið fyrr fram. En það hefur verið gríðarlega mikið málaflæði af málum hérna sem hafa krafist tafarlausrar aðkomu jafnvel allrar deildarinnar. Hér hefur mikið verið að gera síðastliðið ár og við höfum bara reynt að bregðast við því.“
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30 Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00
„Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30
Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15