Framúrskarandi og til fyrirmyndar Rakel Sveinsdóttir skrifar 31. janúar 2018 07:00 Í dag klæðast konur svörtu til stuðnings #metoo og reyndar mun fleiri en konur, því síðustu daga hafa margir karlmenn haft samband við FKA og látið vita að þeir ætli sjálfir að taka þátt og klæðast svörtu. Ég geri því ráð fyrir að íslenska þjóðin sé meira og minna svartklædd í dag og vona að svo sé því #metoo byltingin þarf svo sannarlega á miklum stuðningi að halda. Dagurinn í dag er reyndar dagur fyrirmynda. Ekki aðeins erum við að draga fram fyrirmyndir með svörtum klæðnaði, heldur valdi FKA þennan dag vegna þess að síðdegis verða þrjár magnaðar konur heiðraðar á árlegri viðurkenningarhátíð félagsins sem haldin verður í Gamla Bíói. Hátíðina erum við að halda í nítjánda sinn en satt best að segja, hefur þörfin á því að draga fram fyrirmyndir í atvinnulífinu sjaldan verið meira áríðandi en einmitt nú. Atvinnulífið stendur nefnilega frammi fyrir mörgum áskorunum og í þeim efnum þurfum við að treysta á okkar sterkustu fyrirmyndir, sem hið raunverulega afl til breytinga. Hér er ég reyndar ekki aðeins að tala um breytingar í kjölfar #metoo, heldur líka hið ósýnilega glerþak. Sem dæmi um hversu sterkt það stendur enn, má benda á fréttir fjölmiðla í síðustu viku. Þar kom fram að samkvæmt nýjum rannsóknum Capacent, eru 89 prósent af forstjórum stærstu fyrirtækja landins karlmenn og heilt yfir eru karlmenn 72 prósent allra framkvæmdastjóra. Þetta er sorgleg sóun á mannauði kvenna og greinilegt að ekki hefur það dugað til að í mörg ár hafa fleiri konur en karlmenn útskrifast úr háskólanámi. Reyndar er glerþakið svo sterkt, að ekki einu sinni lög Alþingis ráða við það. Kynjakvótalögin tóku til dæmis gildi fyrir tæpum fimm árum, en hafa þó ekki enn náð lögbundnu takmarki sínu. Það er af þessum ástæðum, sem og ákalli #metoo, sem FKA biðlar til sterkra leiðtoga um að stíga fram sem fyrirmyndir. Á endanum eru það alltaf fyrirmyndirnar sem draga vagninn og okkur í FKA því löngu orðið það ljóst, að án sterkra fyrirmynda gerist í rauninni ekki neitt. Ekki einu sinni þótt það sé bundið í lög. Höfundur er formaður Félags kvenna í atvinnulífinu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Í dag klæðast konur svörtu til stuðnings #metoo og reyndar mun fleiri en konur, því síðustu daga hafa margir karlmenn haft samband við FKA og látið vita að þeir ætli sjálfir að taka þátt og klæðast svörtu. Ég geri því ráð fyrir að íslenska þjóðin sé meira og minna svartklædd í dag og vona að svo sé því #metoo byltingin þarf svo sannarlega á miklum stuðningi að halda. Dagurinn í dag er reyndar dagur fyrirmynda. Ekki aðeins erum við að draga fram fyrirmyndir með svörtum klæðnaði, heldur valdi FKA þennan dag vegna þess að síðdegis verða þrjár magnaðar konur heiðraðar á árlegri viðurkenningarhátíð félagsins sem haldin verður í Gamla Bíói. Hátíðina erum við að halda í nítjánda sinn en satt best að segja, hefur þörfin á því að draga fram fyrirmyndir í atvinnulífinu sjaldan verið meira áríðandi en einmitt nú. Atvinnulífið stendur nefnilega frammi fyrir mörgum áskorunum og í þeim efnum þurfum við að treysta á okkar sterkustu fyrirmyndir, sem hið raunverulega afl til breytinga. Hér er ég reyndar ekki aðeins að tala um breytingar í kjölfar #metoo, heldur líka hið ósýnilega glerþak. Sem dæmi um hversu sterkt það stendur enn, má benda á fréttir fjölmiðla í síðustu viku. Þar kom fram að samkvæmt nýjum rannsóknum Capacent, eru 89 prósent af forstjórum stærstu fyrirtækja landins karlmenn og heilt yfir eru karlmenn 72 prósent allra framkvæmdastjóra. Þetta er sorgleg sóun á mannauði kvenna og greinilegt að ekki hefur það dugað til að í mörg ár hafa fleiri konur en karlmenn útskrifast úr háskólanámi. Reyndar er glerþakið svo sterkt, að ekki einu sinni lög Alþingis ráða við það. Kynjakvótalögin tóku til dæmis gildi fyrir tæpum fimm árum, en hafa þó ekki enn náð lögbundnu takmarki sínu. Það er af þessum ástæðum, sem og ákalli #metoo, sem FKA biðlar til sterkra leiðtoga um að stíga fram sem fyrirmyndir. Á endanum eru það alltaf fyrirmyndirnar sem draga vagninn og okkur í FKA því löngu orðið það ljóst, að án sterkra fyrirmynda gerist í rauninni ekki neitt. Ekki einu sinni þótt það sé bundið í lög. Höfundur er formaður Félags kvenna í atvinnulífinu.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar