Auðvelt að flýja í símann Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2018 12:45 Þorlákur sagði að félagsleg styrking væri eitthvað það áhrifaríkasta sem til væri. Þörfin fyrir "lækum“ og athygli á samfélagsmiðlum. Vísir/Getty Hvað er það sem veldur því að við verjum svo miklum tíma á dag í að skoða snjallsíma okkar? Þetta er spurning sem Þorlákur Karlsson, dósent við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík, reyndi að svara í erindi sínu: „Af hverju er svona erfitt að leggja frá sér símann? Heljartak sálfræðilegra styrkingarhátta í samfélagsmiðlum og tölvuleikjum“ á málstofu í HR í dag. Þar fór hann meðal annars yfir það hvernig snjallsímarnir, samfélagsmiðlar og tölvuleikir hafa áhrif á fólk og tryggja að fólk sýni því áhuga. Hann byrjaði þó mál sitt á því að segja að sálfræði væri ekki geimvísindi. „Nei. Hún er miklu flóknari,“ sagði Þorlákur. Hann sagði ótal margt hafa áhrif á fólk og að hegðun væri einstaklega flókið fyrirbæri. Hins vegar væru nokkur grunnlögmál um hegðun sem skýrðu obba hennar. Því næst vísaði hann til skýrslu sem birt var í fyrra þar sem því var haldið fram að fólk verji yfir tveimur klukkustundum að meðaltali á dag á samfélagsmiðlum. Fyrir því væru tvær augljósar og tvær ekki svo augljósar ástæður.Flóttinn sterkurSú fyrsta væri að það sé svo margt skemmtilegt og mikilvægt í snjallsímanum. Önnur ástæðan væri að það sé svo auðvelt að fara í símann. Sú þriðja væri að við værum oft að flýja frá öðru, til dæmis vinnu eða námi, og sú fjórða væri að styrkingarhættirnir á efninu sem er í símanum séu afar öflugir. Fólk væri oft í aðstæðum þar sem verið væri að vinna að erfiðu, löngu eða leiðinlegu verki. Snjallsíminn væri alltaf innan seilingar uppfullur af leikjum, skilaboðum, fréttum, „lækum“ og slíku. Afþreyingu. Því væri mjög auðvelt að flýja í símann. Þorlákur vék máli sínu einnig að því hvernig símarnir og samfélagsmiðlar nái til fólks. Hann sagði að það sem fólki þætti áhugavert, spennandi, forvitnilegt, fyndið og slíkt kallaðist styrking. Erfitt væri að segja til um hvað maður fyndi í símanum sem maður hefði gaman af og stundum fyndi maður ekki neitt.Notendum komið á bragðiðÞað hefði þau áhrif að þolinmæði fólk við að fletta í gegnum samfélagsmiðla, við leit að einhverju áhugaverðu, væri meiri en ef hver sem er myndi alltaf finna eitthvað sem honum þætti áhugavert. Til að þjálfa hegðun væri mikilvægt að styrkja fólk fyrst, sína því mikið af efni sem því finnst áhugavert, og draga svo úr því og fá notendur til að leita meira og verja meiri tíma í leitina. Þá sagði Þorlákur að félagsleg styrking væri eitthvað það áhrifaríkasta sem til væri. Þörfin fyrir „lækum“ og athygli á samfélagsmiðlum. Þorlákur ræddi einnig um tölvuleiki og sagði „heljartak styrkingarháttarins“ oft vera mun meira þar en í samfélagsmiðlum og í snjallsímum. Það væri ekki ósvipað og í fjárhættuspilum. Þorlákur tók að lokum til nokkra punkta fyrir fólk sem vill stjórna símanotkun sinni og barna sinna. Fyrsti punkturinn var að stjórna síma- og tölvunotkun barna með því að láta þau fyrst læra eða vinna húsverk. Síðan fá hóflegan síma- og leikjatíma. Hann sagði þá reglu þurfa að vera skýra og að ekki mætti hvika frá henni. Þorlákur sagði fólk geta stjórnað eigin miðlanotkun og þá fyrst með því að skrá notkunina, svo að setja sér markmið og reglur og skrá áfram til að sjá hvort markmiði sé náð. Þá eru til snjallforrit sem takmarka tímann á samfélagsmiðlum eins og StayFocusd og SelfControl. Þar er hægt að stilla hve miklum tíma fólk getur varið á hinum ýmsu miðlum.Komið til að veraÞorlákur sagði símann, eða eitthvað ennþá áhugaverðara afsprengi hans, vera kominn til að vera. Hið sama væri að segja um tölvuleiki. Til að taka á móti slíkri breytingu verði meðal annars að „leikjavæða“ umhverfi okkar í ríkari mæli. Eins og að forrita námsefni í leikjaform. Það væri eini séns barnanna. Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Hvað er það sem veldur því að við verjum svo miklum tíma á dag í að skoða snjallsíma okkar? Þetta er spurning sem Þorlákur Karlsson, dósent við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík, reyndi að svara í erindi sínu: „Af hverju er svona erfitt að leggja frá sér símann? Heljartak sálfræðilegra styrkingarhátta í samfélagsmiðlum og tölvuleikjum“ á málstofu í HR í dag. Þar fór hann meðal annars yfir það hvernig snjallsímarnir, samfélagsmiðlar og tölvuleikir hafa áhrif á fólk og tryggja að fólk sýni því áhuga. Hann byrjaði þó mál sitt á því að segja að sálfræði væri ekki geimvísindi. „Nei. Hún er miklu flóknari,“ sagði Þorlákur. Hann sagði ótal margt hafa áhrif á fólk og að hegðun væri einstaklega flókið fyrirbæri. Hins vegar væru nokkur grunnlögmál um hegðun sem skýrðu obba hennar. Því næst vísaði hann til skýrslu sem birt var í fyrra þar sem því var haldið fram að fólk verji yfir tveimur klukkustundum að meðaltali á dag á samfélagsmiðlum. Fyrir því væru tvær augljósar og tvær ekki svo augljósar ástæður.Flóttinn sterkurSú fyrsta væri að það sé svo margt skemmtilegt og mikilvægt í snjallsímanum. Önnur ástæðan væri að það sé svo auðvelt að fara í símann. Sú þriðja væri að við værum oft að flýja frá öðru, til dæmis vinnu eða námi, og sú fjórða væri að styrkingarhættirnir á efninu sem er í símanum séu afar öflugir. Fólk væri oft í aðstæðum þar sem verið væri að vinna að erfiðu, löngu eða leiðinlegu verki. Snjallsíminn væri alltaf innan seilingar uppfullur af leikjum, skilaboðum, fréttum, „lækum“ og slíku. Afþreyingu. Því væri mjög auðvelt að flýja í símann. Þorlákur vék máli sínu einnig að því hvernig símarnir og samfélagsmiðlar nái til fólks. Hann sagði að það sem fólki þætti áhugavert, spennandi, forvitnilegt, fyndið og slíkt kallaðist styrking. Erfitt væri að segja til um hvað maður fyndi í símanum sem maður hefði gaman af og stundum fyndi maður ekki neitt.Notendum komið á bragðiðÞað hefði þau áhrif að þolinmæði fólk við að fletta í gegnum samfélagsmiðla, við leit að einhverju áhugaverðu, væri meiri en ef hver sem er myndi alltaf finna eitthvað sem honum þætti áhugavert. Til að þjálfa hegðun væri mikilvægt að styrkja fólk fyrst, sína því mikið af efni sem því finnst áhugavert, og draga svo úr því og fá notendur til að leita meira og verja meiri tíma í leitina. Þá sagði Þorlákur að félagsleg styrking væri eitthvað það áhrifaríkasta sem til væri. Þörfin fyrir „lækum“ og athygli á samfélagsmiðlum. Þorlákur ræddi einnig um tölvuleiki og sagði „heljartak styrkingarháttarins“ oft vera mun meira þar en í samfélagsmiðlum og í snjallsímum. Það væri ekki ósvipað og í fjárhættuspilum. Þorlákur tók að lokum til nokkra punkta fyrir fólk sem vill stjórna símanotkun sinni og barna sinna. Fyrsti punkturinn var að stjórna síma- og tölvunotkun barna með því að láta þau fyrst læra eða vinna húsverk. Síðan fá hóflegan síma- og leikjatíma. Hann sagði þá reglu þurfa að vera skýra og að ekki mætti hvika frá henni. Þorlákur sagði fólk geta stjórnað eigin miðlanotkun og þá fyrst með því að skrá notkunina, svo að setja sér markmið og reglur og skrá áfram til að sjá hvort markmiði sé náð. Þá eru til snjallforrit sem takmarka tímann á samfélagsmiðlum eins og StayFocusd og SelfControl. Þar er hægt að stilla hve miklum tíma fólk getur varið á hinum ýmsu miðlum.Komið til að veraÞorlákur sagði símann, eða eitthvað ennþá áhugaverðara afsprengi hans, vera kominn til að vera. Hið sama væri að segja um tölvuleiki. Til að taka á móti slíkri breytingu verði meðal annars að „leikjavæða“ umhverfi okkar í ríkari mæli. Eins og að forrita námsefni í leikjaform. Það væri eini séns barnanna.
Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent