Óvenju margir greindust með lifrarbólgu A á liðnu ári Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. janúar 2018 12:30 Þá var einkum aukning á fjölda tilfella af lekanda og sárasótt miðað við undanfarin þrjú ár. Vísir/Vilhelm Kynsjúkdómar færðust í aukana á árinu 2017 og óvenju margir greindust með lifrarbólgu A. Þetta kemur fram í Farsóttarfréttum, fréttabréfi sóttvarnarlæknis. Þrjú mislingatilfelli komu upp á Íslandi og iðrasýkingar voru sérlega áberandi á síðasta ári. Einkum var aukning á fjölda tilfella af lekanda og sárasótt miðað við undanfarin þrjú ár. Á fjórða tug einstaklinga greindust með sárasótt og yfir hundrað manns með lekanda. Fjöldi klamydíutilfella og HIV - sýkingar var svipaður og árið á undan. Samtals greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu og var meðalaldur hinna sýktu 35 ár. Af þeim voru þrjár konur og tveir af hverjum þremur voru af erlendu bergi brotnir. Einnig greindust óvenju margir með lifrarbólgu A á árinu 2017 eða fimm einstaklingar en síðustu fjögur ár á undan höfðu engin tilfelli komið upp. Flest tilfellin tengdust lifrarbólgu A faraldri meðal samkynhneigðra karla í Evrópu. Einnig er sagt frá þremur mislingatilfellum hér á landi í fréttabréfi sóttvarnarlæknis. Þar er um að ræða níu mánaða tvíburabræður en annar þeirra smitaðist í Taílandi og smitaði svo bróður sinn, og fullorðinn karlmann, sem smitaðist í Bangladesh. Mislingatilfellin eru sögð endurspegla viðvarandi vandamál sem tengist mislingum og skorti á bólusetningum erlendis. Fjallað er sérstaklega um iðrasýkingar í fréttabréfinu enda hafi þær verið áberandi á árinu 2017. Þar er nefnd hópsýking af völdum nóróveiru meðal skáta í ágúst. Seinna í sama mánuði braust út hópsýking meðal 130 starfsmanna grunnskóla sem rekja má til óhreinsaðs blaðsalats í mötuneytinu. Og um miðjan nóvemer hófst hópsýking meðal fimmtíu starfsmanna alþjóðlegs fyrirtækis með höfuðstöðvar í Reykjavík en rannsóknir leiddu ekkert markvert í ljós sem skýrt gæti hópsýkinguna. Heilbrigðismál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Kynsjúkdómar færðust í aukana á árinu 2017 og óvenju margir greindust með lifrarbólgu A. Þetta kemur fram í Farsóttarfréttum, fréttabréfi sóttvarnarlæknis. Þrjú mislingatilfelli komu upp á Íslandi og iðrasýkingar voru sérlega áberandi á síðasta ári. Einkum var aukning á fjölda tilfella af lekanda og sárasótt miðað við undanfarin þrjú ár. Á fjórða tug einstaklinga greindust með sárasótt og yfir hundrað manns með lekanda. Fjöldi klamydíutilfella og HIV - sýkingar var svipaður og árið á undan. Samtals greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu og var meðalaldur hinna sýktu 35 ár. Af þeim voru þrjár konur og tveir af hverjum þremur voru af erlendu bergi brotnir. Einnig greindust óvenju margir með lifrarbólgu A á árinu 2017 eða fimm einstaklingar en síðustu fjögur ár á undan höfðu engin tilfelli komið upp. Flest tilfellin tengdust lifrarbólgu A faraldri meðal samkynhneigðra karla í Evrópu. Einnig er sagt frá þremur mislingatilfellum hér á landi í fréttabréfi sóttvarnarlæknis. Þar er um að ræða níu mánaða tvíburabræður en annar þeirra smitaðist í Taílandi og smitaði svo bróður sinn, og fullorðinn karlmann, sem smitaðist í Bangladesh. Mislingatilfellin eru sögð endurspegla viðvarandi vandamál sem tengist mislingum og skorti á bólusetningum erlendis. Fjallað er sérstaklega um iðrasýkingar í fréttabréfinu enda hafi þær verið áberandi á árinu 2017. Þar er nefnd hópsýking af völdum nóróveiru meðal skáta í ágúst. Seinna í sama mánuði braust út hópsýking meðal 130 starfsmanna grunnskóla sem rekja má til óhreinsaðs blaðsalats í mötuneytinu. Og um miðjan nóvemer hófst hópsýking meðal fimmtíu starfsmanna alþjóðlegs fyrirtækis með höfuðstöðvar í Reykjavík en rannsóknir leiddu ekkert markvert í ljós sem skýrt gæti hópsýkinguna.
Heilbrigðismál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira