Fara fögrum orðum um tónlist Jóhanns í blóðugum hefndartrylli Nicolas Cage Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2018 11:17 Nicolas Cage leikur Red Miller í Mandy. Spennutryllirinn Mandy var frumsýndur á Sundance-kvikmyndahátíðinni um liðna helgi. Myndin gerist árið 1983 þar sem maður að nafni Red Miller, leikinn af Óskarsverðlaunahafanum Nicolas Cage, eltir uppi truflaðan hóp djöfladýrkenda sem myrti konuna hans Mandy á hrottafenginn hátt. Íslenska kvikmyndatónskáldið Jóhann Jóhannsson semur tónlist myndarinnar og er farið fögrum orðum um tónlistina í gagnrýni Variety og Indiewire.Jóhann Jóhannsson.GettyMyndin er eftir leikstjórann Panos Cosmatos sem vakti mikla athygli fyrir fyrstu mynd sína Beyond the Black Rainbow sem kom út árið 2010. Í umfjöllun Variety um Mandy segir að þeir sem sáu fyrstu mynd Cosmatos hafi skipst í tvo hópa, þeir sem hrifust af því og hinir sem urðu hreinlega reiðir við að horfa á myndina. Gagnrýnandi Variety segir myndina Mandy vera skref fram á við. Leikstjórinn hafi tekið miklum framförum þegar kemur að sjónrænum þætti kvikmyndagerðar sem og þegar kemur að því að segja sögu sem heldur samhengi. Gagnrýnandinn segir Mandy eflaust eftir að heilla þá áhorfendur sem eru fyrir listrænni myndir. Mandy er að hans mati samsuða djöfladýrkenda hrollvekju og hefndartryllis en þeir sem elska Nicolas Cage í fullum blóma ættu að fá eitthvað fyrir sinn skerf. Sú sem leikur Mandy í þessari mynd er leikkonan Andrea Riseborough. Sú er heldur betur Íslandsvinkona en hún leikur í þættinum Crocodile í fjórðu seríu Black Mirror en þátturinn var tekinn upp hér á landi í fyrra. Bíó og sjónvarp Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Spennutryllirinn Mandy var frumsýndur á Sundance-kvikmyndahátíðinni um liðna helgi. Myndin gerist árið 1983 þar sem maður að nafni Red Miller, leikinn af Óskarsverðlaunahafanum Nicolas Cage, eltir uppi truflaðan hóp djöfladýrkenda sem myrti konuna hans Mandy á hrottafenginn hátt. Íslenska kvikmyndatónskáldið Jóhann Jóhannsson semur tónlist myndarinnar og er farið fögrum orðum um tónlistina í gagnrýni Variety og Indiewire.Jóhann Jóhannsson.GettyMyndin er eftir leikstjórann Panos Cosmatos sem vakti mikla athygli fyrir fyrstu mynd sína Beyond the Black Rainbow sem kom út árið 2010. Í umfjöllun Variety um Mandy segir að þeir sem sáu fyrstu mynd Cosmatos hafi skipst í tvo hópa, þeir sem hrifust af því og hinir sem urðu hreinlega reiðir við að horfa á myndina. Gagnrýnandi Variety segir myndina Mandy vera skref fram á við. Leikstjórinn hafi tekið miklum framförum þegar kemur að sjónrænum þætti kvikmyndagerðar sem og þegar kemur að því að segja sögu sem heldur samhengi. Gagnrýnandinn segir Mandy eflaust eftir að heilla þá áhorfendur sem eru fyrir listrænni myndir. Mandy er að hans mati samsuða djöfladýrkenda hrollvekju og hefndartryllis en þeir sem elska Nicolas Cage í fullum blóma ættu að fá eitthvað fyrir sinn skerf. Sú sem leikur Mandy í þessari mynd er leikkonan Andrea Riseborough. Sú er heldur betur Íslandsvinkona en hún leikur í þættinum Crocodile í fjórðu seríu Black Mirror en þátturinn var tekinn upp hér á landi í fyrra.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira