Fara fögrum orðum um tónlist Jóhanns í blóðugum hefndartrylli Nicolas Cage Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2018 11:17 Nicolas Cage leikur Red Miller í Mandy. Spennutryllirinn Mandy var frumsýndur á Sundance-kvikmyndahátíðinni um liðna helgi. Myndin gerist árið 1983 þar sem maður að nafni Red Miller, leikinn af Óskarsverðlaunahafanum Nicolas Cage, eltir uppi truflaðan hóp djöfladýrkenda sem myrti konuna hans Mandy á hrottafenginn hátt. Íslenska kvikmyndatónskáldið Jóhann Jóhannsson semur tónlist myndarinnar og er farið fögrum orðum um tónlistina í gagnrýni Variety og Indiewire.Jóhann Jóhannsson.GettyMyndin er eftir leikstjórann Panos Cosmatos sem vakti mikla athygli fyrir fyrstu mynd sína Beyond the Black Rainbow sem kom út árið 2010. Í umfjöllun Variety um Mandy segir að þeir sem sáu fyrstu mynd Cosmatos hafi skipst í tvo hópa, þeir sem hrifust af því og hinir sem urðu hreinlega reiðir við að horfa á myndina. Gagnrýnandi Variety segir myndina Mandy vera skref fram á við. Leikstjórinn hafi tekið miklum framförum þegar kemur að sjónrænum þætti kvikmyndagerðar sem og þegar kemur að því að segja sögu sem heldur samhengi. Gagnrýnandinn segir Mandy eflaust eftir að heilla þá áhorfendur sem eru fyrir listrænni myndir. Mandy er að hans mati samsuða djöfladýrkenda hrollvekju og hefndartryllis en þeir sem elska Nicolas Cage í fullum blóma ættu að fá eitthvað fyrir sinn skerf. Sú sem leikur Mandy í þessari mynd er leikkonan Andrea Riseborough. Sú er heldur betur Íslandsvinkona en hún leikur í þættinum Crocodile í fjórðu seríu Black Mirror en þátturinn var tekinn upp hér á landi í fyrra. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Spennutryllirinn Mandy var frumsýndur á Sundance-kvikmyndahátíðinni um liðna helgi. Myndin gerist árið 1983 þar sem maður að nafni Red Miller, leikinn af Óskarsverðlaunahafanum Nicolas Cage, eltir uppi truflaðan hóp djöfladýrkenda sem myrti konuna hans Mandy á hrottafenginn hátt. Íslenska kvikmyndatónskáldið Jóhann Jóhannsson semur tónlist myndarinnar og er farið fögrum orðum um tónlistina í gagnrýni Variety og Indiewire.Jóhann Jóhannsson.GettyMyndin er eftir leikstjórann Panos Cosmatos sem vakti mikla athygli fyrir fyrstu mynd sína Beyond the Black Rainbow sem kom út árið 2010. Í umfjöllun Variety um Mandy segir að þeir sem sáu fyrstu mynd Cosmatos hafi skipst í tvo hópa, þeir sem hrifust af því og hinir sem urðu hreinlega reiðir við að horfa á myndina. Gagnrýnandi Variety segir myndina Mandy vera skref fram á við. Leikstjórinn hafi tekið miklum framförum þegar kemur að sjónrænum þætti kvikmyndagerðar sem og þegar kemur að því að segja sögu sem heldur samhengi. Gagnrýnandinn segir Mandy eflaust eftir að heilla þá áhorfendur sem eru fyrir listrænni myndir. Mandy er að hans mati samsuða djöfladýrkenda hrollvekju og hefndartryllis en þeir sem elska Nicolas Cage í fullum blóma ættu að fá eitthvað fyrir sinn skerf. Sú sem leikur Mandy í þessari mynd er leikkonan Andrea Riseborough. Sú er heldur betur Íslandsvinkona en hún leikur í þættinum Crocodile í fjórðu seríu Black Mirror en þátturinn var tekinn upp hér á landi í fyrra.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp