Verdens Gans hefur fjallað vel um mál Noru Mörk en hún er enn að glíma við það að brotist var inn í síma hennar á síðasta ári og viðkvæmum myndum stolið.
Nora var líka mjög óátt með viðbrögð norska handboltasambandsins við því að leikmenn norska karlalandsliðsins væru að dreifa á milli sín viðkvæmum myndum af henni.
Mál Noru Mörk hefur vakið mikla athygli og í lok síðustu viku urðu síðan fjölmiðlar í Austur-Evrópu uppvísir að því að birta myndirnar af Noru Mörk opinberlega.
NFF med Mørk-advarsel til norske landslagsspillere https://t.co/1rl30d1HZ7
— VG Sporten (@vgsporten) January 19, 2018
„Þegar við birtum myndirnar þá vissum við ekki að þær væru stolnar. Við tókum greinina úr birtingu þegar við áttuðum okkur á því eftir nokkra klukkutíma,“ sagði fulltrúi eins fjölmiðilsins í samtali við VG.
„Við vorum ekki þeir fyrstu til að birta myndirnar og við fengum senda marga tengla af því að fólk var að deila myndunum. Þannig komust við yfir þær,“ sagði þessi ónefndi starfsmaður blaðsins.
Publiserte Mørk-bilder: Hevder de trodde de var fra Instagram https://t.co/xSolJ599so
— VG Sporten (@vgsporten) January 18, 2018
„Margir Instagram notendur birta myndir af sér sjálfum. Blaðamaðurinn mátti samt ekki nota nektarmyndirnar því það gerum við ekki,“ sagði starfsmaðurinn en hvernig áttaði hann sig á því að myndirnar væru fengnar ófrjálsri hendi?
„Við bárum myndirnar saman við myndir í öðlum miðlum og þetta leit orðið grunsamlega út.“