Þessa miða geturðu fengið á Super Bowl fyrir slétta milljón Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. janúar 2018 16:45 Milljón fyrir tvo með þetta útsýni. mynd/seatgeek.com Eins og kom fram í morgun verða það New England Patriots og Philadelphia Eagles sem mætast í Super Bowl 52 í Minnesota á glæsilegum og glænýjum heimavelli Minnesota Vikings. Enn eru lausir miðar á leikinn ef einhver Íslendingur vill láta drauminn rætast og skella sér á þennan langstærsta íþróttaleik hvers árs í Bandaríkjunum. Þeir sem vilja fara þurfa þó að hafa eitthvað lausafé á milli handanna eða þekkja góðan gjaldkera til að hækka yfirdráttinn eða VISA-heimildina verulega. Miðaðverðið er nefnilega sláandi en ódýrustu miðarnir kosta rétt sunnan við hálfa milljón króna og það eru miðar upp í rjáfri. Reyndar eru flest sæti í þessari nýju og geggjuðu höll Víkinganna góð. Á miðasöluvefsíðum eins og StubHub og SeatGeek er oftast bara hægt að kaupa tvo miða saman en sæti með útsýni sem sjá má á myndinni hér að ofan kosta eina milljón saman á SeatGeek.com. Miðarnir kosta í sitthvoru lagi 4.300 dali eða ríflega 440 þúsund íslenskar krónur. Þeir eru bara seldir saman og kostar parið því 8.600 dali eða 887 þúsund krónur. Við það bætast svo önnur gjöld sem nema 1.700 dollurum eða 175 þúsund krónum og svo er það 825 króna gjald fyrir að senda miðana. Samtals eru þetta 10.300 dollarar fyrir tvo miða upp í rjálfri eða rúmlega ein milljóna íslenskra króna. Nú ef að fólk á svo nóg af peningum og veit ekki hvað það á að gera við þá er alltaf hægt að kaupa sér miða í fremstu sætum fyrir miðju á 22.400 dollara eða tvær og hálfa miljón króna. NFL Tengdar fréttir New England Patriots og Philadelphia Eagles mætast í Super Bowl í ár Í nótt varð ljóst hvaða lið munu mætast í einum allra stærsta íþróttaleik ársins en úrslitaleikir deildanna í NFL-deildinni fóru þá fram. NFL-meistarar New England Patriots verða í Super Bowl leiknum í þriðja sinn á fjórum árum eftir endurkomusigur og liðið mætir nú Philadelphia Eagles sem burstaði Philadelphia Eagles Víkingana. 22. janúar 2018 08:23 Löggan sá til þess að allir staurar voru sleipir | Bara í Bandaríkjunum Philadelphia Eagles tryggði sér sæti í Super Bowl leiknum í nótt en þetta er í fyrsta sinn í þrettán ár sem liðið kemst alla leið í úrslitaleikinn um NFL-titilinn. 22. janúar 2018 12:00 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sjá meira
Eins og kom fram í morgun verða það New England Patriots og Philadelphia Eagles sem mætast í Super Bowl 52 í Minnesota á glæsilegum og glænýjum heimavelli Minnesota Vikings. Enn eru lausir miðar á leikinn ef einhver Íslendingur vill láta drauminn rætast og skella sér á þennan langstærsta íþróttaleik hvers árs í Bandaríkjunum. Þeir sem vilja fara þurfa þó að hafa eitthvað lausafé á milli handanna eða þekkja góðan gjaldkera til að hækka yfirdráttinn eða VISA-heimildina verulega. Miðaðverðið er nefnilega sláandi en ódýrustu miðarnir kosta rétt sunnan við hálfa milljón króna og það eru miðar upp í rjáfri. Reyndar eru flest sæti í þessari nýju og geggjuðu höll Víkinganna góð. Á miðasöluvefsíðum eins og StubHub og SeatGeek er oftast bara hægt að kaupa tvo miða saman en sæti með útsýni sem sjá má á myndinni hér að ofan kosta eina milljón saman á SeatGeek.com. Miðarnir kosta í sitthvoru lagi 4.300 dali eða ríflega 440 þúsund íslenskar krónur. Þeir eru bara seldir saman og kostar parið því 8.600 dali eða 887 þúsund krónur. Við það bætast svo önnur gjöld sem nema 1.700 dollurum eða 175 þúsund krónum og svo er það 825 króna gjald fyrir að senda miðana. Samtals eru þetta 10.300 dollarar fyrir tvo miða upp í rjálfri eða rúmlega ein milljóna íslenskra króna. Nú ef að fólk á svo nóg af peningum og veit ekki hvað það á að gera við þá er alltaf hægt að kaupa sér miða í fremstu sætum fyrir miðju á 22.400 dollara eða tvær og hálfa miljón króna.
NFL Tengdar fréttir New England Patriots og Philadelphia Eagles mætast í Super Bowl í ár Í nótt varð ljóst hvaða lið munu mætast í einum allra stærsta íþróttaleik ársins en úrslitaleikir deildanna í NFL-deildinni fóru þá fram. NFL-meistarar New England Patriots verða í Super Bowl leiknum í þriðja sinn á fjórum árum eftir endurkomusigur og liðið mætir nú Philadelphia Eagles sem burstaði Philadelphia Eagles Víkingana. 22. janúar 2018 08:23 Löggan sá til þess að allir staurar voru sleipir | Bara í Bandaríkjunum Philadelphia Eagles tryggði sér sæti í Super Bowl leiknum í nótt en þetta er í fyrsta sinn í þrettán ár sem liðið kemst alla leið í úrslitaleikinn um NFL-titilinn. 22. janúar 2018 12:00 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sjá meira
New England Patriots og Philadelphia Eagles mætast í Super Bowl í ár Í nótt varð ljóst hvaða lið munu mætast í einum allra stærsta íþróttaleik ársins en úrslitaleikir deildanna í NFL-deildinni fóru þá fram. NFL-meistarar New England Patriots verða í Super Bowl leiknum í þriðja sinn á fjórum árum eftir endurkomusigur og liðið mætir nú Philadelphia Eagles sem burstaði Philadelphia Eagles Víkingana. 22. janúar 2018 08:23
Löggan sá til þess að allir staurar voru sleipir | Bara í Bandaríkjunum Philadelphia Eagles tryggði sér sæti í Super Bowl leiknum í nótt en þetta er í fyrsta sinn í þrettán ár sem liðið kemst alla leið í úrslitaleikinn um NFL-titilinn. 22. janúar 2018 12:00