Þjálfarinn var „neikvæður“ og „kom sökinni á aðra“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. janúar 2018 08:30 Ricardo Gonzales í leiknum fræga. vísir/anton brink Spánverjinn Ricardo Gonzalez var rekinn sem þjálfari Skallagríms í Domino´s-deild kvenna skömmu eftir undanúrslit Maltbikarsins fyrr í þessum mánuði þar sem að Skallarnir töpuðu fyrir botnliði Njarðvíkur. Augljóst var að ekki var allt með felldu innan Skallagrímsliðsins en leikhléin í undanúrslitaleiknum voru átakanleg og kom fáum á óvart þegar að sá spænski fékk að taka pokann sinn nokkrum dögum síðar. Mest áberandi var hvað þjálfaranum og besta leikmanni liðsins, Carmen Tyson-Thomas, kom illa saman. Daginn eftir tapið gegn Njarðvík í undanúrslitunum var Tyson-Thomas mætt til að styðja sína gömlu félaga í úrslitaleiknum á móti Keflavík verandi enn þá leikmaður Skallagríms eins og Vísir greindi frá. Jóhann Björk Sveinsdóttir, leikmaður Skallagríms, opnar sig um stöðu mála í viðtali í Morgunblaðinu í dag og viðurkennir að margt hafi gengið á innan herbúða liðsins eins og sást í beinu útsendingunni á RÚV. „Það höfðu verið erfiðleikar, samskiptaerfiðleikar, bæði milli þjálfara og stjórnar, og þjálfara og leikmanna. Þetta var bara allur pakkinn og það var mikið búið að reyna á alla,“ segir Jóhanna Björk. Neikvæðni þjálfarans var það sem fór mest í taugarnar á leikmönnum liðsins sem situr í sjötta sæti Domino´s-deildarnnar en Skallarnir fóru í undanúrslit Íslandsmótsins á síðsutu leiktíð. „Ég hugsa að það hafi aðallega verið mikil neikvæðni. Hann hafði líka sína kosti, það má ekki gleyma því. En við misstum svolítið trúna. [...] Það er ekki bara hægt að koma öllu á hann, en neikvæðnin skein svolítið í gegn og hann var fljótur oft að koma sökinni á aðra,“ segir Jóhanna Björk Sveinsdóttir. Ari Gunnarsson, fyrrverandi þjálfari Vals, var ráðinn í stað Spánverjans. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
Spánverjinn Ricardo Gonzalez var rekinn sem þjálfari Skallagríms í Domino´s-deild kvenna skömmu eftir undanúrslit Maltbikarsins fyrr í þessum mánuði þar sem að Skallarnir töpuðu fyrir botnliði Njarðvíkur. Augljóst var að ekki var allt með felldu innan Skallagrímsliðsins en leikhléin í undanúrslitaleiknum voru átakanleg og kom fáum á óvart þegar að sá spænski fékk að taka pokann sinn nokkrum dögum síðar. Mest áberandi var hvað þjálfaranum og besta leikmanni liðsins, Carmen Tyson-Thomas, kom illa saman. Daginn eftir tapið gegn Njarðvík í undanúrslitunum var Tyson-Thomas mætt til að styðja sína gömlu félaga í úrslitaleiknum á móti Keflavík verandi enn þá leikmaður Skallagríms eins og Vísir greindi frá. Jóhann Björk Sveinsdóttir, leikmaður Skallagríms, opnar sig um stöðu mála í viðtali í Morgunblaðinu í dag og viðurkennir að margt hafi gengið á innan herbúða liðsins eins og sást í beinu útsendingunni á RÚV. „Það höfðu verið erfiðleikar, samskiptaerfiðleikar, bæði milli þjálfara og stjórnar, og þjálfara og leikmanna. Þetta var bara allur pakkinn og það var mikið búið að reyna á alla,“ segir Jóhanna Björk. Neikvæðni þjálfarans var það sem fór mest í taugarnar á leikmönnum liðsins sem situr í sjötta sæti Domino´s-deildarnnar en Skallarnir fóru í undanúrslit Íslandsmótsins á síðsutu leiktíð. „Ég hugsa að það hafi aðallega verið mikil neikvæðni. Hann hafði líka sína kosti, það má ekki gleyma því. En við misstum svolítið trúna. [...] Það er ekki bara hægt að koma öllu á hann, en neikvæðnin skein svolítið í gegn og hann var fljótur oft að koma sökinni á aðra,“ segir Jóhanna Björk Sveinsdóttir. Ari Gunnarsson, fyrrverandi þjálfari Vals, var ráðinn í stað Spánverjans.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum