Körfubolti

Kobe Bryant búinn að bæta Óskarstilnefningu á ferilsskrána

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant með fjölskyldu sinni.
Kobe Bryant með fjölskyldu sinni. Vísir/Getty
Kobe Bryant setti körfuboltaskóna upp á hillu við lok 2015-16 tímabilsins en hann er ennþá að bæta við áföngum á ferilsskrána sína.

Stuttmyndin „Dear Basketball“ var í dag tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokknum besta teiknaða stuttmyndin.

Myndin var gerð í tilefni af því að Los Angeles Lakers hengdi upp tvö númer til heiðurs Kobe Bryant.

Kobe Bryant lék með Los Angeles Lakers frá 1996 til 2006 og skoraði 25,0 stig og gaf 4,7 stoðsendingar að meðaltali í 1346 NBA-leikjum. Hann er þriðji stigahæsti leikmaðurinn í sögu NBA með 33.643 stig.







Myndin „Dear Basketball“ er í raun óður Kobe Bryant til körfuboltans en þar er farið yfir hans feril og hans hugleiðingar. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr myndinni.





Kobe Bryant sagði Jimmy Fallon meðal annars söguna á bak við „Dear Basketball“ í þættinum „The Tonight Show Starring Jimmy Fallon“ og það má sjá það hér fyrir neðan.





Eftir tuttugu ára glæsilegan og sigursælan feril með einu félagi þá var það kannski vel við hæfi að endalokin endi inn á Óskarsverðlaunaafhendingunni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×