Fimm Íslendingar keppa á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2018 12:20 Freydís Halla Einarsdóttir, Vísir/Getty Fimm keppendur og átta manna starfslið mun fara fyrir hönd Íslands á Vetrarólympíuleikana í PyeongChang í Suður Kóreu sem fara fram í næsta mánuði. Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur staðfest val á keppendum og öðrum þátttakendum á Vetrarólympíuleikana í PyeongChang 2018 í Suður-Kóreu, en leikarnir fara fram dagana 9. til 25. febrúar næstkomandi. Samkvæmt gögnum frá Alþjóðaskíðasambandinu (FIS) hefur Ísland fengið úthlutað kvóta fyrir einn keppanda í alpagreinum karla, einn keppanda í alpagreinum kvenna, einn keppanda í skíða¬göngu kvenna og tvo keppendur í skíðagöngu karla. Alls er því um fimm keppendur að ræða og hefur verið staðfest við FIS að Ísland muni nýta þann kvóta að fullu. Úthlutun kvóta byggir á lágmörkum og árangri íslenskra keppenda á alþjóðlegum mótum á tímabilinu 1. júlí 2016 til 21. janúar 2018.Eftirtaldir keppendur verða fulltrúar Íslands á XXIII Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang 2018: - Freydís Halla Einarsdóttir, alpagreinar kvenna – svig og stórsvig - Sturla Snær Snorrason, alpagreinar karla – svig og stórsvig - Elsa Guðrún Jónsdóttir, skíðaganga kvenna – sprettganga og/eða 10 km F (frjáls aðferð)* - Snorri Einarsson, skíðaganga karla – sprettganga, 15km F (frjáls aðferð), 30km skiptiganga, 50km C Mst (fjöldastart, hefðbundin aðferð) - Isak Stianson Pedersen, skíðaganga karla – sprettganga og/eða 15km ganga F (frjáls aðferð) (Ákvörðun um keppnisgreinar þeirra Elsu Guðrúnar og Isaks Stianson verða teknar á næstu dögum, en skráningarfrestur í einstaka keppnisgreinar er til 28. janúar næstkomandi)Aðrir þátttakendur verða: Aðalfararstjóri: Andri Stefánsson Flokksstjóri skíðamanna: Jón Viðar Þorvaldsson Sjúkraþjálfari: María Magnúsdóttir Aðalþjálfari alpagreina: Egill Ingi Jónsson Aðstoðarþjálfari alpagreina: Grímur Rúnarsson Aðalþjálfari skíðagöngu: Vegard Karlstrøm Aðstoðarþjálfarar skíðagöngu: Dag Elevold og Oystein Anesen Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ verða viðstödd leikana auk þess sem að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun verða viðstödd setningarhátíð leikanna og fyrstu keppnisdaga. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Sjá meira
Fimm keppendur og átta manna starfslið mun fara fyrir hönd Íslands á Vetrarólympíuleikana í PyeongChang í Suður Kóreu sem fara fram í næsta mánuði. Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur staðfest val á keppendum og öðrum þátttakendum á Vetrarólympíuleikana í PyeongChang 2018 í Suður-Kóreu, en leikarnir fara fram dagana 9. til 25. febrúar næstkomandi. Samkvæmt gögnum frá Alþjóðaskíðasambandinu (FIS) hefur Ísland fengið úthlutað kvóta fyrir einn keppanda í alpagreinum karla, einn keppanda í alpagreinum kvenna, einn keppanda í skíða¬göngu kvenna og tvo keppendur í skíðagöngu karla. Alls er því um fimm keppendur að ræða og hefur verið staðfest við FIS að Ísland muni nýta þann kvóta að fullu. Úthlutun kvóta byggir á lágmörkum og árangri íslenskra keppenda á alþjóðlegum mótum á tímabilinu 1. júlí 2016 til 21. janúar 2018.Eftirtaldir keppendur verða fulltrúar Íslands á XXIII Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang 2018: - Freydís Halla Einarsdóttir, alpagreinar kvenna – svig og stórsvig - Sturla Snær Snorrason, alpagreinar karla – svig og stórsvig - Elsa Guðrún Jónsdóttir, skíðaganga kvenna – sprettganga og/eða 10 km F (frjáls aðferð)* - Snorri Einarsson, skíðaganga karla – sprettganga, 15km F (frjáls aðferð), 30km skiptiganga, 50km C Mst (fjöldastart, hefðbundin aðferð) - Isak Stianson Pedersen, skíðaganga karla – sprettganga og/eða 15km ganga F (frjáls aðferð) (Ákvörðun um keppnisgreinar þeirra Elsu Guðrúnar og Isaks Stianson verða teknar á næstu dögum, en skráningarfrestur í einstaka keppnisgreinar er til 28. janúar næstkomandi)Aðrir þátttakendur verða: Aðalfararstjóri: Andri Stefánsson Flokksstjóri skíðamanna: Jón Viðar Þorvaldsson Sjúkraþjálfari: María Magnúsdóttir Aðalþjálfari alpagreina: Egill Ingi Jónsson Aðstoðarþjálfari alpagreina: Grímur Rúnarsson Aðalþjálfari skíðagöngu: Vegard Karlstrøm Aðstoðarþjálfarar skíðagöngu: Dag Elevold og Oystein Anesen Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ verða viðstödd leikana auk þess sem að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun verða viðstödd setningarhátíð leikanna og fyrstu keppnisdaga.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Sjá meira