Verður komin til Íslands innan tveggja sólarhringa Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2018 19:00 Ung íslensk kona sem lamaðist við fall í Malaga á Spáni verður komin til landsins innan tveggja sólarhringa. Fjölskylduvinur segir hana hafa fengið litla þjónustu á sjúkrahúsinu og þakkar íslensku þjóðinni fyrir að koma henni undir læknishendur hér á landi. Sunna Elvíra Þorkelsdóttir flutti nýlega til Malaga á Spáni ásamt eiginmanni sínum og dóttur. Í síðustu viku féll hún milli hæða á heimili þeirra. „Eins og ég skil fellur hún af svölum sem eru á annarri hæð og niður á steingólf og þríhryggbrotnar. Það var ekkert handrið á þessum svölum heldur tvö fet, bara svona stallur," segir Jón Kristinn Snæhólm, fjölskylduvinur. Eiginmaður hennar var handtekinn vegna málsins en sleppt að loknum yfirheyrslum. Hann er ekki talinn tengjast málinu með neinum hætti. Sunna er lömuð upp að brjóstkassa eftir slysið og liggur á spítala í Malaga. Fjölskylduvinur segir læknisþjónustuna þar af skornum skammti. „Í svona ástandi skiptir öllu máli að hafa upplýsingar og hún hefur ekki fengið neinar upplýsingar. Það eru einhverjir tungumálaerfiðleikar og lítil enska. Mér skilst að hún hafi verið að hitta lækni í fyrradag í fyrsta skipti. Þannig að við þetta ástand verður ekki unað," segir Jón Kristinn. Dóttir hennar er þegar komin til landsins en eiginmaður hennar og nánasta fjölskylda eru hjá henni úti. Sunna er ekki tryggð fyrir flugfari heim en sjúkraflugið kostar um fimm og hálfa milljón króna. Fjölskylda hennar leitaði því hjálpar hjá almenningi á samfélagsmiðlum og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Verið er að klára samninga um flutning og verður hún komin á Landspítalann innan tveggja sólarhringa, þar sem læknateymi bíður hennar. „Lyndiseinkunn þjóðarinnar er rétt lýst hér. Ókunnug kona úti í heimi þarf hjálp og þjóðin bregst svona við. Það eru allir mjög hræðir og hamingjusamir yfir því hvernig þetta virðist líta út," segir Jón Kristinn. Heilbrigðismál Mál Sunnu Elviru Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Sjá meira
Ung íslensk kona sem lamaðist við fall í Malaga á Spáni verður komin til landsins innan tveggja sólarhringa. Fjölskylduvinur segir hana hafa fengið litla þjónustu á sjúkrahúsinu og þakkar íslensku þjóðinni fyrir að koma henni undir læknishendur hér á landi. Sunna Elvíra Þorkelsdóttir flutti nýlega til Malaga á Spáni ásamt eiginmanni sínum og dóttur. Í síðustu viku féll hún milli hæða á heimili þeirra. „Eins og ég skil fellur hún af svölum sem eru á annarri hæð og niður á steingólf og þríhryggbrotnar. Það var ekkert handrið á þessum svölum heldur tvö fet, bara svona stallur," segir Jón Kristinn Snæhólm, fjölskylduvinur. Eiginmaður hennar var handtekinn vegna málsins en sleppt að loknum yfirheyrslum. Hann er ekki talinn tengjast málinu með neinum hætti. Sunna er lömuð upp að brjóstkassa eftir slysið og liggur á spítala í Malaga. Fjölskylduvinur segir læknisþjónustuna þar af skornum skammti. „Í svona ástandi skiptir öllu máli að hafa upplýsingar og hún hefur ekki fengið neinar upplýsingar. Það eru einhverjir tungumálaerfiðleikar og lítil enska. Mér skilst að hún hafi verið að hitta lækni í fyrradag í fyrsta skipti. Þannig að við þetta ástand verður ekki unað," segir Jón Kristinn. Dóttir hennar er þegar komin til landsins en eiginmaður hennar og nánasta fjölskylda eru hjá henni úti. Sunna er ekki tryggð fyrir flugfari heim en sjúkraflugið kostar um fimm og hálfa milljón króna. Fjölskylda hennar leitaði því hjálpar hjá almenningi á samfélagsmiðlum og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Verið er að klára samninga um flutning og verður hún komin á Landspítalann innan tveggja sólarhringa, þar sem læknateymi bíður hennar. „Lyndiseinkunn þjóðarinnar er rétt lýst hér. Ókunnug kona úti í heimi þarf hjálp og þjóðin bregst svona við. Það eru allir mjög hræðir og hamingjusamir yfir því hvernig þetta virðist líta út," segir Jón Kristinn.
Heilbrigðismál Mál Sunnu Elviru Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Sjá meira