Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ 25. janúar 2018 09:00 Gunnar Nelson gæti barist í Lundúnum annað árið í röð. Mynd/Mjölnir/Sóllilja Baltasars Eins og kom fram í gærkvöldi vill UFC-bardagasambandið að Gunnar Nelson mæti Englendingnum Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night í Lundúnum 17. mars. Gunnar er búinn að samþykkja að berjast umrætt kvöld en beðið er eftir því að Till samþykki svo báðir aðilar geti hafist handa við undirbúning sem og UFC geti farið að gera allt klárt. Gunnar barðist síðast í Glasgow í Skotlandi síðasta sumar og tapaði þá á umdeilanlegan hátt gegn augnpotaranum argentínska Santiago Ponzinibbio. „Sean Shelby [maðurinn sem raðar upp bardögum fyrir UFC, innsk. blm] bauð okkur þetta í gær og við sögðum já. Mér skilst að Till og hans menn séu eitthvað að draga fæturnar í þessu sem er undarlegt miðað við fyrri yfirlýsingar frá honum,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, í samtali við Vísi.So @ufc have offered @GunniNelson v @darrentill2 main event #UFCLondon we've agreed so hoping to hear confirmation soon how do you guys like the match up? I'm reminded of the Thatch fight, big strong striker but I think Till is tougher challenge. One way to find out... pic.twitter.com/b7U81FpzBf — Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) January 24, 2018 Eins og sást í tísti Johns Kavanagh, þjálfara Gunnars, í gærkvöldi hafa Till og Gunnar aðeins verið að æsa upp í hvorum öðrum á Twitter og því um að gera að mætast í búrinu og ganga frá sínum málum. Till átti von á „stærri“ bardaga en UFC vill að hann berjist við Stephen „Wonderboy“ Thompson sem er efstur á styrkleikalista veltivigtarinnar á eftir meistaranum Tyron Woodley. Thompson er aftur á móti meiddur og getur ekki barist. Í staðinn fær Till þarna frábært tækifæri til að berjast á heimavelli og segir Haraldur að það væri skrítið ef ekki verður af þessum bardaga. „Það væri mjög undarlegt að hafna þessu. Aðalbardaginn á UFC London er stærsti bardaginn í Evrópu á hverju ári,“ segir Haraldur Nelson. MMA Tengdar fréttir Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Eins og kom fram í gærkvöldi vill UFC-bardagasambandið að Gunnar Nelson mæti Englendingnum Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night í Lundúnum 17. mars. Gunnar er búinn að samþykkja að berjast umrætt kvöld en beðið er eftir því að Till samþykki svo báðir aðilar geti hafist handa við undirbúning sem og UFC geti farið að gera allt klárt. Gunnar barðist síðast í Glasgow í Skotlandi síðasta sumar og tapaði þá á umdeilanlegan hátt gegn augnpotaranum argentínska Santiago Ponzinibbio. „Sean Shelby [maðurinn sem raðar upp bardögum fyrir UFC, innsk. blm] bauð okkur þetta í gær og við sögðum já. Mér skilst að Till og hans menn séu eitthvað að draga fæturnar í þessu sem er undarlegt miðað við fyrri yfirlýsingar frá honum,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, í samtali við Vísi.So @ufc have offered @GunniNelson v @darrentill2 main event #UFCLondon we've agreed so hoping to hear confirmation soon how do you guys like the match up? I'm reminded of the Thatch fight, big strong striker but I think Till is tougher challenge. One way to find out... pic.twitter.com/b7U81FpzBf — Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) January 24, 2018 Eins og sást í tísti Johns Kavanagh, þjálfara Gunnars, í gærkvöldi hafa Till og Gunnar aðeins verið að æsa upp í hvorum öðrum á Twitter og því um að gera að mætast í búrinu og ganga frá sínum málum. Till átti von á „stærri“ bardaga en UFC vill að hann berjist við Stephen „Wonderboy“ Thompson sem er efstur á styrkleikalista veltivigtarinnar á eftir meistaranum Tyron Woodley. Thompson er aftur á móti meiddur og getur ekki barist. Í staðinn fær Till þarna frábært tækifæri til að berjast á heimavelli og segir Haraldur að það væri skrítið ef ekki verður af þessum bardaga. „Það væri mjög undarlegt að hafna þessu. Aðalbardaginn á UFC London er stærsti bardaginn í Evrópu á hverju ári,“ segir Haraldur Nelson.
MMA Tengdar fréttir Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46