Erdogan heitir því að ráðast á Manbij Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2018 13:15 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AFP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, heitir því að tyrkneski herinn og uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja við bakið á muni ráðast á bæinn Manbij í Sýrlandi og reka sýrlenska Kúrda þaðan. Að Tyrkir væru tilbúnir til að taka allt yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Um síðustu helgi hófu Tyrkir aðgerðir gegn Kúrdum í Afrinhéraði og virðist Manbij vera næsta skotmark þeirra, ef marka má orð forsetans. Með hótunum um að útvíkka aðgerðir Tyrkja fer hann beint gegn köllum bandamanna Tyrklands í Atlantshafsbandalaginu um stillingu og takmarkaðar aðgerðir. Í byrjun síðasta árs sendu Bandaríkin meðlimi 75. Ranger sérsveitarinnar til Manbij með því markmiði að koma í veg fyrir átök á milli SDF og Tyrkja. Í heildina eru um tvö þúsund bandarískir hermenn í Sýrlandi og eru flestir þeirra á yfirráðasvæði Kúrda austan við Efratána.Sjá einnig: Bandaríkin fjölga hermönnum í Sýrlandi Uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja við bakið á skjóta reglulega á þessa hermenn, samkvæmt utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, og hafa þeir nokkrum sinnum svarað skothríðinni. Nú er Erdogan þó að hóta því að ráðast á Manbij og „hreinsa“ bæinn, þrátt fyrir veru bandarískra hermanna þar. Forsetinn sagði Tyrki tilbúna til að berjast gegn Kúrdum alla leið til Írak. Samband Tyrklands og Bandaríkjanna hefur líklegast ekki verið verra frá áttunda áratugnum eftir innrás Tyrklands á Kýpur. Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02 Tyrkir byrjaðir að gera árásir á Kúrda Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir gegn sýrlenskum Kúrdum í Afrinhéraði byrjaðar. 19. janúar 2018 12:00 Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, heitir því að tyrkneski herinn og uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja við bakið á muni ráðast á bæinn Manbij í Sýrlandi og reka sýrlenska Kúrda þaðan. Að Tyrkir væru tilbúnir til að taka allt yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Um síðustu helgi hófu Tyrkir aðgerðir gegn Kúrdum í Afrinhéraði og virðist Manbij vera næsta skotmark þeirra, ef marka má orð forsetans. Með hótunum um að útvíkka aðgerðir Tyrkja fer hann beint gegn köllum bandamanna Tyrklands í Atlantshafsbandalaginu um stillingu og takmarkaðar aðgerðir. Í byrjun síðasta árs sendu Bandaríkin meðlimi 75. Ranger sérsveitarinnar til Manbij með því markmiði að koma í veg fyrir átök á milli SDF og Tyrkja. Í heildina eru um tvö þúsund bandarískir hermenn í Sýrlandi og eru flestir þeirra á yfirráðasvæði Kúrda austan við Efratána.Sjá einnig: Bandaríkin fjölga hermönnum í Sýrlandi Uppreisnarmenn sem Tyrkir styðja við bakið á skjóta reglulega á þessa hermenn, samkvæmt utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, og hafa þeir nokkrum sinnum svarað skothríðinni. Nú er Erdogan þó að hóta því að ráðast á Manbij og „hreinsa“ bæinn, þrátt fyrir veru bandarískra hermanna þar. Forsetinn sagði Tyrki tilbúna til að berjast gegn Kúrdum alla leið til Írak. Samband Tyrklands og Bandaríkjanna hefur líklegast ekki verið verra frá áttunda áratugnum eftir innrás Tyrklands á Kýpur.
Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02 Tyrkir byrjaðir að gera árásir á Kúrda Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir gegn sýrlenskum Kúrdum í Afrinhéraði byrjaðar. 19. janúar 2018 12:00 Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02
Tyrkir byrjaðir að gera árásir á Kúrda Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir gegn sýrlenskum Kúrdum í Afrinhéraði byrjaðar. 19. janúar 2018 12:00
Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Tyrkir grípa til aðgerða gegn þeim sem styðja Kúrda. Hafa fellt 268 Kúrda í Sýrlandi frá því á laugardag og lofa að halda áfram. Enn deilt um efnavopnaárásir sunnar í Sýrlandi. Bandaríkin segja Rússa bera ábyrgð á efnavopnaárásum 25. janúar 2018 07:00