Arnór liggur særður undir feldi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. janúar 2018 14:00 Arnór í leik með landsliðinu. vísir/getty Reynsluboltinn Arnór Atlason hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvort hann leggi landsliðsskóna á hilluna. Hann er enn að sleikja sárin eftir vonbrigðin á EM í Króatíu. Það var ekki bara að liðinu gengi illa heldur fékk Arnór lítið sem ekkert að spila. Hann lék í tæpar fimm mínútur eða næstminnsta allra leikmanna liðsins. Aðeins nýliðinn Ýmir Örn Gíslason lék minna. Arnór lék 46 sekúndum meira en Ýmir. „Þetta var leiðinlegt í alla staði. Þetta var alveg ömurlegt. Ég ætla ekki að gefa neitt út núna. Aðeins að melta þetta allt saman fyrst,“ segir Arnór sem fór beint heim til Danmerkur eftir mótið. „Þetta mót var ekki eins og mig hafði dreymt um. Ég átti ekki skot í mótinu og náði ekki einu sinni að hugsa um að skjóta á markið á þeim tíma sem ég var inn á vellinum.“ Þessi reynslumikli kappi er nú ekki þekktur fyrir að ana að hlutunum og hann ætlar að skoða sín framtíðarmál í rólegheitunum. „Ég ætla bara að melta þetta áfram og sjá hvað gerist. Ég vil ekki taka neina ákvörðun þegar allt er ferskt. Það borgar sig ekki að taka neina fljótfærna ákvörðun. Við þurfum að leyfa þessu blessaða móti að klárast að minnsta kosti en maður losnar ekki við það. Þetta er í sjónvarpinu allan daginn þar sem Danirnir tala endalaust um hvað þeir séu frábærir,“ segir Arnór léttur. Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við danska meistaraliðið Álaborg og mun nú einbeita sér að því að verja titilinn með félaginu. EM 2018 í handbolta Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar - KA/Þór | Tvö lið sem ætla að enda taphrinu Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Sjá meira
Reynsluboltinn Arnór Atlason hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvort hann leggi landsliðsskóna á hilluna. Hann er enn að sleikja sárin eftir vonbrigðin á EM í Króatíu. Það var ekki bara að liðinu gengi illa heldur fékk Arnór lítið sem ekkert að spila. Hann lék í tæpar fimm mínútur eða næstminnsta allra leikmanna liðsins. Aðeins nýliðinn Ýmir Örn Gíslason lék minna. Arnór lék 46 sekúndum meira en Ýmir. „Þetta var leiðinlegt í alla staði. Þetta var alveg ömurlegt. Ég ætla ekki að gefa neitt út núna. Aðeins að melta þetta allt saman fyrst,“ segir Arnór sem fór beint heim til Danmerkur eftir mótið. „Þetta mót var ekki eins og mig hafði dreymt um. Ég átti ekki skot í mótinu og náði ekki einu sinni að hugsa um að skjóta á markið á þeim tíma sem ég var inn á vellinum.“ Þessi reynslumikli kappi er nú ekki þekktur fyrir að ana að hlutunum og hann ætlar að skoða sín framtíðarmál í rólegheitunum. „Ég ætla bara að melta þetta áfram og sjá hvað gerist. Ég vil ekki taka neina ákvörðun þegar allt er ferskt. Það borgar sig ekki að taka neina fljótfærna ákvörðun. Við þurfum að leyfa þessu blessaða móti að klárast að minnsta kosti en maður losnar ekki við það. Þetta er í sjónvarpinu allan daginn þar sem Danirnir tala endalaust um hvað þeir séu frábærir,“ segir Arnór léttur. Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við danska meistaraliðið Álaborg og mun nú einbeita sér að því að verja titilinn með félaginu.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar - KA/Þór | Tvö lið sem ætla að enda taphrinu Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Sjá meira