Minnast Bato sem gerði Ísland að betri stað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. janúar 2018 15:22 Fjölmargir Íslendingar minnast Bato á samfélagsmiðlum. Veitingamaðurinn Bato Miroslav Manojlovic sem stofnaði Austurlandahraðlestina á sínum tíma er látinn 51 árs að aldri. Bato varð bráðkvaddur á ferðalagi með vinkonu sinni og viðskiptafélaga Chandriku Gunnarsson fyrr í vikunni. Var veitingastöðum Hraðlestarinnar lokað í gær og í fyrradag vegna andlátsins. Bato flutti til Íslands árið 1993 þegar hann flúði stríðið í Júgóslavíu. Bato er að upplagi frá Bosníu og bjó í borginni Tuzla. Gunnar Helgason leikari var í skiptinámi í borginni á níunda áratugnum og bjó hjá fjölskyldu Bato. Eins árs aldursmunur er á Bato og Gunnari og tókst með þeim mikill vinskapur. Fór svo að Gunnar og fjölskylda hans endurgalt greiðan 1993 þegar Bato bjó hjá þeim framan af dvöl sinni á Íslandi.Vann sig fljótt upp Gunnar segir Bato hafa verið vinamargan og ótrúlega tengdan Íslandi miðað við að hafa ekki verið héðan að upplagi. Bato hafi kynnst hjónunum Chandriku og Gunnari Gunnarssyni og hóf Bato störf í uppvaskinu á Austur-Indíafélaginu. „Hann var fljótt orðinn þjónn, þau náðu svo vel saman. Smátt og smátt urðu þau viðskiptafélagar,“ segir Gunnar. Bato og Chandrika komu Hraðlestinni á fót sem selur indverskan mat á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Gunnar minnist þess þegar Bato kom til Íslands á miðjum þrítugsaldri á flótta undan stríðinu. Bato hafi starfað hjá Rauða krossinum í Tuzla. Borg sem hafi sloppið hvað best úr úr stríðinu. Einn daginn hafi Bato hringt og greint frá því að Serbar væru farnir að fara hús úr húsi að næturlagi, finna menn til að setja í herinn. Eftirnafn Bato var serbneskt. „Þá var hann orðinn ansi hræddur enda ekki maður stríðs.“Fann hamingjuna á Íslandi Fjölskylda Gunnars, með Helga föður hans í broddi fylkingar, hafi reynt að koma honum úr landi en illa hafi gengið. Flúði hann á endanum til Ítalíu en þaðan komst hann til Íslands og bjó hjá foreldrum Gunnars fyrst um sinn. „Hann var ekki hamingjusamur,“ segir Gunnar en það hafi reynst Bato erfitt að skilja vini og ættingja eftir í stríðinu. Í minningunni sé eins og Bato hafi ekki brosað fyrstu árin. Hann hafi haft stöðugt áhyggjur af fólkinu sínu. Svo hafi hann fundið hamingjuna hér á Íslandi.Fleiri Bato til Íslands„Hann var alltaf svo góður, kátur, yfirvegaður og rólegur,“ segir Gunnar. Bato hafi verið vinamargur, bæði átt góða íslenska vini en sömuleiðis marga frábæra vini frá fyrrverandi Júgóslavíu.„Bato er dæmi um mann frá stríðshrjáðu landi sem gerir Ísland að betri stað. Þess vegna er fáránlegt að við séum ekki að taka við fleira fólki frá Sýrlandi,“ segir Gunnar.„Ég vil fá fleiri Bato til Íslands.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðanaðarráðherra, minnist Bato sömuleiðis. Þau voru saman í skiptinámi í Boise í Idaho í Bandaríkjunum á níunda áratugnum. Leiðir þeirra lágu aftur saman á Íslandi. Gunnar segir að til standi að halda minningarathöfn um Bato hér á Íslandi. Andlát Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Veitingamaðurinn Bato Miroslav Manojlovic sem stofnaði Austurlandahraðlestina á sínum tíma er látinn 51 árs að aldri. Bato varð bráðkvaddur á ferðalagi með vinkonu sinni og viðskiptafélaga Chandriku Gunnarsson fyrr í vikunni. Var veitingastöðum Hraðlestarinnar lokað í gær og í fyrradag vegna andlátsins. Bato flutti til Íslands árið 1993 þegar hann flúði stríðið í Júgóslavíu. Bato er að upplagi frá Bosníu og bjó í borginni Tuzla. Gunnar Helgason leikari var í skiptinámi í borginni á níunda áratugnum og bjó hjá fjölskyldu Bato. Eins árs aldursmunur er á Bato og Gunnari og tókst með þeim mikill vinskapur. Fór svo að Gunnar og fjölskylda hans endurgalt greiðan 1993 þegar Bato bjó hjá þeim framan af dvöl sinni á Íslandi.Vann sig fljótt upp Gunnar segir Bato hafa verið vinamargan og ótrúlega tengdan Íslandi miðað við að hafa ekki verið héðan að upplagi. Bato hafi kynnst hjónunum Chandriku og Gunnari Gunnarssyni og hóf Bato störf í uppvaskinu á Austur-Indíafélaginu. „Hann var fljótt orðinn þjónn, þau náðu svo vel saman. Smátt og smátt urðu þau viðskiptafélagar,“ segir Gunnar. Bato og Chandrika komu Hraðlestinni á fót sem selur indverskan mat á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Gunnar minnist þess þegar Bato kom til Íslands á miðjum þrítugsaldri á flótta undan stríðinu. Bato hafi starfað hjá Rauða krossinum í Tuzla. Borg sem hafi sloppið hvað best úr úr stríðinu. Einn daginn hafi Bato hringt og greint frá því að Serbar væru farnir að fara hús úr húsi að næturlagi, finna menn til að setja í herinn. Eftirnafn Bato var serbneskt. „Þá var hann orðinn ansi hræddur enda ekki maður stríðs.“Fann hamingjuna á Íslandi Fjölskylda Gunnars, með Helga föður hans í broddi fylkingar, hafi reynt að koma honum úr landi en illa hafi gengið. Flúði hann á endanum til Ítalíu en þaðan komst hann til Íslands og bjó hjá foreldrum Gunnars fyrst um sinn. „Hann var ekki hamingjusamur,“ segir Gunnar en það hafi reynst Bato erfitt að skilja vini og ættingja eftir í stríðinu. Í minningunni sé eins og Bato hafi ekki brosað fyrstu árin. Hann hafi haft stöðugt áhyggjur af fólkinu sínu. Svo hafi hann fundið hamingjuna hér á Íslandi.Fleiri Bato til Íslands„Hann var alltaf svo góður, kátur, yfirvegaður og rólegur,“ segir Gunnar. Bato hafi verið vinamargur, bæði átt góða íslenska vini en sömuleiðis marga frábæra vini frá fyrrverandi Júgóslavíu.„Bato er dæmi um mann frá stríðshrjáðu landi sem gerir Ísland að betri stað. Þess vegna er fáránlegt að við séum ekki að taka við fleira fólki frá Sýrlandi,“ segir Gunnar.„Ég vil fá fleiri Bato til Íslands.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðanaðarráðherra, minnist Bato sömuleiðis. Þau voru saman í skiptinámi í Boise í Idaho í Bandaríkjunum á níunda áratugnum. Leiðir þeirra lágu aftur saman á Íslandi. Gunnar segir að til standi að halda minningarathöfn um Bato hér á Íslandi.
Andlát Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira