Trump mærir efnahagsástand Bandaríkjanna og lýsir frati á fjölmiðla Heimir Már Pétursson skrifar 26. janúar 2018 19:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í dag. vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss í dag að aldrei hafi verið hagkvæmara að ráða fólk, framkvæma og fjárfesta í Bandaríkjunum eins og nú. Þá réðst hann harkalega að fjölmiðlum sem hann sagði andstyggilega, illgjarna og grimma í fölskum fréttaflutningi sínum. Donald Trump kom til Davos í Sviss í gær þar sem hann ávarpaði árlegan fund World Economic Forum samtakanna í dag, en hann er fyrsti forseti Bandaríkjanna til að mæta á þessa samkomu frá því Bill Clinton gerði það árið 2000. Árlega mæta um 2.500 leiðtogar viðskiptalífs, stjórnmálaleiðtogar, hagfræðingar og leiðtogar alþjóðlegra stofnana til þessa fundar og mikil eftirvænting var fyrir ávarpi Bandaríkjaforseta. Fréttamenn hópuðust að forsetanum og reyndu sumir að spyrja hann út frétt New York Times frá í gær að forsetinn hafi ætlað að reka sérstakan rannsakanda Robert Mueller úr embætti en hann rannsakar tengsl kosningateymis Trump, nánustu ráðgjafa hans og jafnvel hans sjálfs við Rússa. Blaðið segir hann hafa hætt við að reka Mueller þegar helstu lögfræðingar Hvíta hússins hótuðu að hætta störfum. „Hvað um Robert Mueller? Falsfréttir, falsfréttir. Týpísk falsfrétt frá New York Times,“ sagði Trump. Forsetinn áritaði hins vegar með ánægju forsíðu Blick helsta dagblaðs Sviss þar sem ánægju var lýst með komu hans til Davos. Í ávarpi sínu sagði forsetinn umheiminn nú verða vitni að mikilli hagsæld í Bandaríkjunum sem aldrei hefðu verið eins sterk og nú. „Ég er með skýr skilaboð. Það hefur aldrei verið betri tími en nú til að ráða starfsfólk, til að byggja og til að fjárfesta í Bandaríkjunum. Bandaríkin eru opin fyrir viðskiptum og við erum samkeppnishæf á ný,“ sagði Trump. Hann varaði hins vegar þjóðir við því sem hann sagði óheiðarlegir viðskiptahættir gagnvart Bandaríkjunum. Forsetinn svaraði spurningum fundargesta að loknu ávarpi sínu og eins og venjulega vandaði hann fjölmiðlum ekki kveðjurnar, en hann segir allar fréttir af frjálslegri túlkun hans á sannleikanum og misgjörðum hans vera falskar fréttir. „Þegar ég var í viðskiptum þá fóru fjölmiðlar ætíð mjúkum höndum um mig. Þið vitið, tölurnar tala sínu máli og hlutir gerast en fjölmiðlar hafa alltaf verið mér mjög góðir. Það var ekki fyrr en ég varð stjórnmálamaður að ég komst að því hversu ógeðfelldir, illgjarnir, grimmir og falskir fjölmiðlar geta verið. Og nú suða myndavélarnar þarna baka til.“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Púað á Trump í Davos Forsetinn hvatti fjárfesta til að eyða peningum í Bandaríkjunum og skaut inn gagnrýni á Demókrataflokkinn og fjölmiðla. 26. janúar 2018 16:35 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump reynir að selja alþjóðaviðskiptastefnu sína í Davos Bandaríkjaforseti mætti til Davos í Sviss í morgun til að taka þátt á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). 25. janúar 2018 10:53 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss í dag að aldrei hafi verið hagkvæmara að ráða fólk, framkvæma og fjárfesta í Bandaríkjunum eins og nú. Þá réðst hann harkalega að fjölmiðlum sem hann sagði andstyggilega, illgjarna og grimma í fölskum fréttaflutningi sínum. Donald Trump kom til Davos í Sviss í gær þar sem hann ávarpaði árlegan fund World Economic Forum samtakanna í dag, en hann er fyrsti forseti Bandaríkjanna til að mæta á þessa samkomu frá því Bill Clinton gerði það árið 2000. Árlega mæta um 2.500 leiðtogar viðskiptalífs, stjórnmálaleiðtogar, hagfræðingar og leiðtogar alþjóðlegra stofnana til þessa fundar og mikil eftirvænting var fyrir ávarpi Bandaríkjaforseta. Fréttamenn hópuðust að forsetanum og reyndu sumir að spyrja hann út frétt New York Times frá í gær að forsetinn hafi ætlað að reka sérstakan rannsakanda Robert Mueller úr embætti en hann rannsakar tengsl kosningateymis Trump, nánustu ráðgjafa hans og jafnvel hans sjálfs við Rússa. Blaðið segir hann hafa hætt við að reka Mueller þegar helstu lögfræðingar Hvíta hússins hótuðu að hætta störfum. „Hvað um Robert Mueller? Falsfréttir, falsfréttir. Týpísk falsfrétt frá New York Times,“ sagði Trump. Forsetinn áritaði hins vegar með ánægju forsíðu Blick helsta dagblaðs Sviss þar sem ánægju var lýst með komu hans til Davos. Í ávarpi sínu sagði forsetinn umheiminn nú verða vitni að mikilli hagsæld í Bandaríkjunum sem aldrei hefðu verið eins sterk og nú. „Ég er með skýr skilaboð. Það hefur aldrei verið betri tími en nú til að ráða starfsfólk, til að byggja og til að fjárfesta í Bandaríkjunum. Bandaríkin eru opin fyrir viðskiptum og við erum samkeppnishæf á ný,“ sagði Trump. Hann varaði hins vegar þjóðir við því sem hann sagði óheiðarlegir viðskiptahættir gagnvart Bandaríkjunum. Forsetinn svaraði spurningum fundargesta að loknu ávarpi sínu og eins og venjulega vandaði hann fjölmiðlum ekki kveðjurnar, en hann segir allar fréttir af frjálslegri túlkun hans á sannleikanum og misgjörðum hans vera falskar fréttir. „Þegar ég var í viðskiptum þá fóru fjölmiðlar ætíð mjúkum höndum um mig. Þið vitið, tölurnar tala sínu máli og hlutir gerast en fjölmiðlar hafa alltaf verið mér mjög góðir. Það var ekki fyrr en ég varð stjórnmálamaður að ég komst að því hversu ógeðfelldir, illgjarnir, grimmir og falskir fjölmiðlar geta verið. Og nú suða myndavélarnar þarna baka til.“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Púað á Trump í Davos Forsetinn hvatti fjárfesta til að eyða peningum í Bandaríkjunum og skaut inn gagnrýni á Demókrataflokkinn og fjölmiðla. 26. janúar 2018 16:35 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump reynir að selja alþjóðaviðskiptastefnu sína í Davos Bandaríkjaforseti mætti til Davos í Sviss í morgun til að taka þátt á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). 25. janúar 2018 10:53 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Púað á Trump í Davos Forsetinn hvatti fjárfesta til að eyða peningum í Bandaríkjunum og skaut inn gagnrýni á Demókrataflokkinn og fjölmiðla. 26. janúar 2018 16:35
Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53
Trump reynir að selja alþjóðaviðskiptastefnu sína í Davos Bandaríkjaforseti mætti til Davos í Sviss í morgun til að taka þátt á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). 25. janúar 2018 10:53