Rússar stofnuðu á annað hundrað Facebook-viðburða fyrir bandarísku forsetakosningarnar Kjartan Kjartansson skrifar 26. janúar 2018 20:03 Útsendarar rússneskra stjórnvalda greiddu fyrir Facebook-færslur í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Markmiðið var að ala á sundrungu bandarísku þjóðarinnar. Vísir/AFP Samfélagsmiðlarisinn Facebook segir að rússneskir útsendarar hafi stofnað 129 viðburði sem tengdust forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Rúmlega sextíu þúsund Bandaríkjamenn boðuðu komu sína á viðburðina. Þetta kom fram í skriflegu svari fyrirtækisins til Bandaríkjaþings frá því fyrr í þessum mánuði. Alls sáu 338.300 bandarískir Facebook-notendur viðburðina. Facebook hefur hins vegar ekki upplýsingar um hvort eitthvað hafi orðið af viðburðunum. CNN-fréttastöðin segist aftur á móti hafa fundið vísbendingar um að Bandaríkjamenn hafi mætt á mótmæli sem rússneskir útsendarar boðuðu til á Facebook. Viðburðirnar snerust sumir um hitamál í bandarísku samfélagi eins og innflytjendamál, samskipti kynþáttanna og fleira, að því er segir í frétt Reuters. Þeim er sagt hafa verið ætlað að ala á sundrungu á meðal Bandaríkjamanna. Facebook hefur áður sagt að 126 milljónir Bandaríkjamanna gætu hafa séð áróður frá rússneskum útsendurum á síðunni.„Óveruleg“ skörun við auglýsingar Trump-framboðsinsBandarískar leyniþjónustustofnanir hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til að tryggja Donald Trump sigur. Facebook sagðist einnig hafa fundið „skörun“ á milli auglýsinga rússneskra útsendara og framboðs Trump en segir hana „óverulega“. Fyrirtækið sé ekki í aðstöðu til að skera úr um hvort að samráð hafi átt sér stað á milli þeirra. Það er viðfangsefni rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Trump hefur hafnað því alfarið að framboð hans hafi átt í samráði við Rússa og kallar rannsóknina „nornaveiðar“. Þrír fyrrverandi starfsmenn framboðs Trump hafa verið ákærðir í tengslum við rannsókina. Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Facebook forgangsraðar í þágu áreiðanlegra fréttamiðla Það eru miklar breytingar í farvatninu hjá Facebook. 19. janúar 2018 23:52 Sumir Facebook-notendur fá að sjá hvort þeir urðu fyrir rússneskum áróðri Um 150 milljónir Bandaríkjamanna sáu færslur sem voru runnar undan rifjum rússneskra útsendara á Facebook í kringum forsetakosningarnar í fyrra. 22. nóvember 2017 22:52 Facebook hættir með viðvörunarmerki við gervifréttir Í ljós kom að rautt viðvörunarmerkið hafði í sumum tilfellum þveröfug áhrif á þá sem ætluðu að deila gervifréttum og gerðu þá enn vissari í sinni sök en áður. 21. desember 2017 22:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook segir að rússneskir útsendarar hafi stofnað 129 viðburði sem tengdust forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Rúmlega sextíu þúsund Bandaríkjamenn boðuðu komu sína á viðburðina. Þetta kom fram í skriflegu svari fyrirtækisins til Bandaríkjaþings frá því fyrr í þessum mánuði. Alls sáu 338.300 bandarískir Facebook-notendur viðburðina. Facebook hefur hins vegar ekki upplýsingar um hvort eitthvað hafi orðið af viðburðunum. CNN-fréttastöðin segist aftur á móti hafa fundið vísbendingar um að Bandaríkjamenn hafi mætt á mótmæli sem rússneskir útsendarar boðuðu til á Facebook. Viðburðirnar snerust sumir um hitamál í bandarísku samfélagi eins og innflytjendamál, samskipti kynþáttanna og fleira, að því er segir í frétt Reuters. Þeim er sagt hafa verið ætlað að ala á sundrungu á meðal Bandaríkjamanna. Facebook hefur áður sagt að 126 milljónir Bandaríkjamanna gætu hafa séð áróður frá rússneskum útsendurum á síðunni.„Óveruleg“ skörun við auglýsingar Trump-framboðsinsBandarískar leyniþjónustustofnanir hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til að tryggja Donald Trump sigur. Facebook sagðist einnig hafa fundið „skörun“ á milli auglýsinga rússneskra útsendara og framboðs Trump en segir hana „óverulega“. Fyrirtækið sé ekki í aðstöðu til að skera úr um hvort að samráð hafi átt sér stað á milli þeirra. Það er viðfangsefni rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Trump hefur hafnað því alfarið að framboð hans hafi átt í samráði við Rússa og kallar rannsóknina „nornaveiðar“. Þrír fyrrverandi starfsmenn framboðs Trump hafa verið ákærðir í tengslum við rannsókina.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Facebook forgangsraðar í þágu áreiðanlegra fréttamiðla Það eru miklar breytingar í farvatninu hjá Facebook. 19. janúar 2018 23:52 Sumir Facebook-notendur fá að sjá hvort þeir urðu fyrir rússneskum áróðri Um 150 milljónir Bandaríkjamanna sáu færslur sem voru runnar undan rifjum rússneskra útsendara á Facebook í kringum forsetakosningarnar í fyrra. 22. nóvember 2017 22:52 Facebook hættir með viðvörunarmerki við gervifréttir Í ljós kom að rautt viðvörunarmerkið hafði í sumum tilfellum þveröfug áhrif á þá sem ætluðu að deila gervifréttum og gerðu þá enn vissari í sinni sök en áður. 21. desember 2017 22:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Facebook forgangsraðar í þágu áreiðanlegra fréttamiðla Það eru miklar breytingar í farvatninu hjá Facebook. 19. janúar 2018 23:52
Sumir Facebook-notendur fá að sjá hvort þeir urðu fyrir rússneskum áróðri Um 150 milljónir Bandaríkjamanna sáu færslur sem voru runnar undan rifjum rússneskra útsendara á Facebook í kringum forsetakosningarnar í fyrra. 22. nóvember 2017 22:52
Facebook hættir með viðvörunarmerki við gervifréttir Í ljós kom að rautt viðvörunarmerkið hafði í sumum tilfellum þveröfug áhrif á þá sem ætluðu að deila gervifréttum og gerðu þá enn vissari í sinni sök en áður. 21. desember 2017 22:00