Nær Brunson að hefna fyrir tapið gegn krókódílnum? Pétur Marinó Jónsson skrifar 27. janúar 2018 08:00 Derek Brunson er hann barðist við Anderson Silva. Vísir/Getty Í nótt fer fram ansi áhugaverður bardagi í millivigt UFC. Þar mætast þeir Derek Brunson og Ronaldo ‘Jacare’ Souza þar sem Brunson fær kjörið tækifæri til að hefna fyrir tapið er þeir mættust fyrst. Það var í ágúst 2012 sem þeir Brunson og Jacare Souza mættust fyrst. Þá sigraði Jacare (sem beinþýðist sem krókódíll og hefur alltaf verið viðurnefni þess brasilíska) eftir rothögg í 1. lotu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Á þeim tíma er þeir mættust fyrst var Brunson fremur einhæfur bardagamaður sem treysti helst á fellurnar. Í dag er hann talsvert fjölbreyttari bardagamaður og hafa síðustu sex sigrar hans endað með rothöggi í 1. lotu. Honum hefur samt ekki enn tekist að vinna þessa allra bestu eins og Yoel Romero, Robert Whittaker og Jacare. Brunson fær þó kjörið tækifæri til þess í nótt enda er Jacare að dala og spurning hversu góður hann er enn í dag. Síðast sáum við Jacare vera rotaðan af Robert Whittaker en eftir það glímdi hann við erfiðustu meiðsli ferilsins að eigin sögn. Endurkoman var erfið enda segir Jacare að hann hafi verið feitur, hægur og einfaldlega grútlélegur þegar hann snéri aftur á dýnurnar eftir meiðslin. Jacare er nú orðinn 38 ára gamall og kominn af léttasta skeiði. Það má þó aldrei afskrifa Jacare enda fer þar á ferð einn allra besti glímumaður heims. Eftir að hafa orðið margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu snéri hann sér að MMA. Þar hefur honum vegnað ansi vel og er með 17 sigra eftir uppgjafartök. Þó aldurinn sé farinn að segja til sín mun hann alltaf njóta yfirburða fari bardaginn í gólfið. Stóra spurningin er bara hvort honum takist að fara með bardagann í gólfið. Bardaginn verður aðalbardagi kvöldsins þegar UFC heimsækir Charlotte í Norður-Karólínu í nótt. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl. 1. MMA Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Sjá meira
Í nótt fer fram ansi áhugaverður bardagi í millivigt UFC. Þar mætast þeir Derek Brunson og Ronaldo ‘Jacare’ Souza þar sem Brunson fær kjörið tækifæri til að hefna fyrir tapið er þeir mættust fyrst. Það var í ágúst 2012 sem þeir Brunson og Jacare Souza mættust fyrst. Þá sigraði Jacare (sem beinþýðist sem krókódíll og hefur alltaf verið viðurnefni þess brasilíska) eftir rothögg í 1. lotu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Á þeim tíma er þeir mættust fyrst var Brunson fremur einhæfur bardagamaður sem treysti helst á fellurnar. Í dag er hann talsvert fjölbreyttari bardagamaður og hafa síðustu sex sigrar hans endað með rothöggi í 1. lotu. Honum hefur samt ekki enn tekist að vinna þessa allra bestu eins og Yoel Romero, Robert Whittaker og Jacare. Brunson fær þó kjörið tækifæri til þess í nótt enda er Jacare að dala og spurning hversu góður hann er enn í dag. Síðast sáum við Jacare vera rotaðan af Robert Whittaker en eftir það glímdi hann við erfiðustu meiðsli ferilsins að eigin sögn. Endurkoman var erfið enda segir Jacare að hann hafi verið feitur, hægur og einfaldlega grútlélegur þegar hann snéri aftur á dýnurnar eftir meiðslin. Jacare er nú orðinn 38 ára gamall og kominn af léttasta skeiði. Það má þó aldrei afskrifa Jacare enda fer þar á ferð einn allra besti glímumaður heims. Eftir að hafa orðið margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu snéri hann sér að MMA. Þar hefur honum vegnað ansi vel og er með 17 sigra eftir uppgjafartök. Þó aldurinn sé farinn að segja til sín mun hann alltaf njóta yfirburða fari bardaginn í gólfið. Stóra spurningin er bara hvort honum takist að fara með bardagann í gólfið. Bardaginn verður aðalbardagi kvöldsins þegar UFC heimsækir Charlotte í Norður-Karólínu í nótt. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl. 1.
MMA Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Sjá meira