Lögmaður Hvíta hússins var kominn með nóg af Trump Kjartan Kjartansson skrifar 26. janúar 2018 23:09 Mikið hefur mætt á Donald McGahn, lögmanni Hvíta hússins, síðasta árið enda hefur opinber rannsókn staðið yfir á hvort að forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar staðið yfir frá því síðasta vor. Vísir/AFP Þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti bað lögmann Hvíta hússins um að láta reka sérstakan ransakanda dómsmálaráðuneytisins í fyrra hótaði lögmaðurinn að segja af sér vegna þess að hann var „kominn með nóg“ af Trump. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. New York Times greindi frá því í gær að Trump hefði viljað reka Robert Mueller, sem rannsakar hvort að forsetaframboðs hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld og hvort Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang rannsóknarinnar, í júní. Forsetinn hafi ekki fylgt þeirri ósk eftir þegar Donald McGahn, lögmaður Hvíta hússins, hótaði því að segja af sér. Trump þrætti fyrir fréttirnar í dag og lýsti þeim sem „falsfréttum“. Heimildarmaður Reuters staðfestir þessa atburðarás. Trump hafi viljað reka Mueller vegna þess sem forsetinn taldi hagsmunaárekstra. Þar á meðal vitnaði hann til þess að Mueller hefði hætt sem félagi í golfklúbbi í eigu Trump árið 2011.Hótaði forsetanum ekki beintTrump vildi að McGahn krefðist þess af Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrannum sem skipaði Mueller í fyrra, að hann ræki Mueller. McGahn hafi hins vegar ekki orðið við þeirri skipun forsetans og hótað að hætta þegar Trump hélt áfram að bera hana upp. Reuters segir að McGahn hafi ekki hótað uppsögn beint við forsetann. Hann hafi sagt Reince Priebus, þáverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Steve Bannon, þáverandi aðalráðgjafa Trump, að hann vildi hætta vegna þess að hann væri „kominn með nóg af forsetanum“. Heimildarmaðurinn segir að ekki sé útilokað að Priebus og Bannon hafi ekki verið kunnugt um allt það sem hafði farið á milli forsetans og lögmannsins. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti bað lögmann Hvíta hússins um að láta reka sérstakan ransakanda dómsmálaráðuneytisins í fyrra hótaði lögmaðurinn að segja af sér vegna þess að hann var „kominn með nóg“ af Trump. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir heimildarmanni sínum. New York Times greindi frá því í gær að Trump hefði viljað reka Robert Mueller, sem rannsakar hvort að forsetaframboðs hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld og hvort Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang rannsóknarinnar, í júní. Forsetinn hafi ekki fylgt þeirri ósk eftir þegar Donald McGahn, lögmaður Hvíta hússins, hótaði því að segja af sér. Trump þrætti fyrir fréttirnar í dag og lýsti þeim sem „falsfréttum“. Heimildarmaður Reuters staðfestir þessa atburðarás. Trump hafi viljað reka Mueller vegna þess sem forsetinn taldi hagsmunaárekstra. Þar á meðal vitnaði hann til þess að Mueller hefði hætt sem félagi í golfklúbbi í eigu Trump árið 2011.Hótaði forsetanum ekki beintTrump vildi að McGahn krefðist þess af Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrannum sem skipaði Mueller í fyrra, að hann ræki Mueller. McGahn hafi hins vegar ekki orðið við þeirri skipun forsetans og hótað að hætta þegar Trump hélt áfram að bera hana upp. Reuters segir að McGahn hafi ekki hótað uppsögn beint við forsetann. Hann hafi sagt Reince Priebus, þáverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Steve Bannon, þáverandi aðalráðgjafa Trump, að hann vildi hætta vegna þess að hann væri „kominn með nóg af forsetanum“. Heimildarmaðurinn segir að ekki sé útilokað að Priebus og Bannon hafi ekki verið kunnugt um allt það sem hafði farið á milli forsetans og lögmannsins.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30
Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53
Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25
Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00