Illgresi Lára G. Sigurðardóttir skrifar 29. janúar 2018 07:00 Nú vilja nokkrir þingmenn lögleiða kannabis, sem er vímuefni búið til úr kvenplöntunni Cannabis sativa. Þeir sem tala fyrir kannabis hafa gjarnan á orði að kannabis gagnist í lækningaskyni. En læknar hafa ekki verið að sækjast eftir lögleiðingu þar sem mikil hætta er á misnotkun. Rannsóknir sýna að flestir kannabisneytendur séu ungmenni sem sækjast eftir að komast i vímu en ekki sjúklingar sem vilja lina þjáningar eins og oft er haldið fram. Umrætt frumvarp mun vera byggt á skýrslu á vegum Transform hugveitunnar en á bak við hana er Bretinn Danny Kushlick, sem hefur barist í rúm tuttugu ár fyrir því að lögleiða kannabis. Hvorki hann né annar í hans teymi hefur bakgrunn í heilbrigðisvísindum og þegar gluggað er í skýrsluna skín í gegn vanþekking á stefnumótun í heilbrigðis- og lýðheilsumálum. Hvergi kemur fram hvaða áhrif kannabis hefur á heilsu neytenda. Af þeim fjölmörgum efnum sem finnast í kannabisplöntunni hefur TetraHydroCannabinol (THC) fengið mesta athygli því það veldur mestu geðhrifunum. THC hefur víðtæk áhrif á heilann. Undir áhrifum er fólk líklegra til að lenda í umferðarslysum og við langvarandi neyslu getur kannabis skert greind og getu til að tileinka sé nýja þekkingu. Börn mæðra sem neyta þess á meðgöngu eru í aukinni hættu á þroskaskerðingu og sýnt hefur verið fram á að kannabis eykur líkur á geðklofa, sjálfsvígum, kvíða og þunglyndi, svo eitthvað sé nefnt. Með lögleiðingu kannabis mun neysla þess aukast og það mun svo auka neyslu annarra fíkniefna – eins og margar rannsóknir sýna. Það getur ekki talist framfaraspor að sá illgresi í jarðveginn þar sem ungmenni okkar eiga að vaxa og dafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Nú vilja nokkrir þingmenn lögleiða kannabis, sem er vímuefni búið til úr kvenplöntunni Cannabis sativa. Þeir sem tala fyrir kannabis hafa gjarnan á orði að kannabis gagnist í lækningaskyni. En læknar hafa ekki verið að sækjast eftir lögleiðingu þar sem mikil hætta er á misnotkun. Rannsóknir sýna að flestir kannabisneytendur séu ungmenni sem sækjast eftir að komast i vímu en ekki sjúklingar sem vilja lina þjáningar eins og oft er haldið fram. Umrætt frumvarp mun vera byggt á skýrslu á vegum Transform hugveitunnar en á bak við hana er Bretinn Danny Kushlick, sem hefur barist í rúm tuttugu ár fyrir því að lögleiða kannabis. Hvorki hann né annar í hans teymi hefur bakgrunn í heilbrigðisvísindum og þegar gluggað er í skýrsluna skín í gegn vanþekking á stefnumótun í heilbrigðis- og lýðheilsumálum. Hvergi kemur fram hvaða áhrif kannabis hefur á heilsu neytenda. Af þeim fjölmörgum efnum sem finnast í kannabisplöntunni hefur TetraHydroCannabinol (THC) fengið mesta athygli því það veldur mestu geðhrifunum. THC hefur víðtæk áhrif á heilann. Undir áhrifum er fólk líklegra til að lenda í umferðarslysum og við langvarandi neyslu getur kannabis skert greind og getu til að tileinka sé nýja þekkingu. Börn mæðra sem neyta þess á meðgöngu eru í aukinni hættu á þroskaskerðingu og sýnt hefur verið fram á að kannabis eykur líkur á geðklofa, sjálfsvígum, kvíða og þunglyndi, svo eitthvað sé nefnt. Með lögleiðingu kannabis mun neysla þess aukast og það mun svo auka neyslu annarra fíkniefna – eins og margar rannsóknir sýna. Það getur ekki talist framfaraspor að sá illgresi í jarðveginn þar sem ungmenni okkar eiga að vaxa og dafna.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun