51 kynferðisbrot gegn börnum tilkynnt til lögreglu í fyrra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. janúar 2018 06:00 Lögreglu barst 51 tilkynning um kynferðisbrot gegn börnum í fyrra. Heldur færri en undanfarin ár. Myndin er sviðsett. vísir/vilhelm Fimmtíu og ein tilkynning um kynferðisbrot gegn börnum barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra, sem er 25 prósentum færri tilkynningar en bárust að meðaltali síðustu þrjú ár þar á undan. Þetta kemur fram í svörum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá eru nú 29 mál er varða kynferðisbrot gegn börnum til rannsóknar hjá lögreglu. Þykja þau óvenju mörg og hefur farið fjölgandi síðustu mánuði. Í samantekt lögreglunnar á upplýsingum um fjölda tilkynntra kynferðisbrota gegn börnum árin 2011 til 2017 og stöðu þeirra segir að rúm 40 prósent kynferðisbrota gegn börnum sem tilkynnt voru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í fyrra séu enn í rannsókn. Ákært var í 22,7 prósentum mála í fyrra en rannsókn hætt hjá ákæruvaldi í rúmlega 12 prósentum mála.Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss.vísir/arnþórÁrið 2013 sker sig verulega úr í fjölda tilkynninga sem skýrist af umfjöllun fjölmiðla um kynferðisbrot gegn börnum, meðal annars mál Karls Vignis Þorsteinssonar. Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss, segir að þar á bæ hafi fólk ekki fundið fyrir óeðlilegu álagi undanfarið, á því kunni þó að vera skýringar. „Það er búið að vera jafnt og þétt álag á okkur. En það getur komið seinna til okkar. Sérstaklega ef um er að ræða unglinga sem eru 15-17 ára sem fara í skýrslutöku hjá lögreglu, þá líður alltaf ákveðinn tími þar til óskað er eftir meðferð í Barnahúsi fyrir þau. Þunginn kemur til lögreglu fyrst og við finnum seinna fyrir því,“ segir Ólöf Ásta. Hún segir sömu sögu vera að segja af yngstu börnunum, þar hafi verið jafnt og þétt álag. „En þar var svolítið mikið um jólin, mikill þungi.“Heimild: LRHSamkvæmt upplýsingum frá Barnahúsi komu 294 börn þangað í fyrra. Könnunarviðtöl fyrir barnaverndarnefnd, þar sem grunur er um kynferðisbrot eða gerandi er ósakhæfur, voru 116. Skýrslutökur fyrir dómi voru 114 og því samtals 230 rannsóknarviðtöl í það heila árið 2017. „Svo er að fjölga hjá okkur vegalausu börnunum. Það var talið að það yrðu fjögur til fimm á ári en við fengum tuttugu vegalaus, eða hælisleitandi, börn í fyrra. Það er aukning þar.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fimmtíu og ein tilkynning um kynferðisbrot gegn börnum barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra, sem er 25 prósentum færri tilkynningar en bárust að meðaltali síðustu þrjú ár þar á undan. Þetta kemur fram í svörum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá eru nú 29 mál er varða kynferðisbrot gegn börnum til rannsóknar hjá lögreglu. Þykja þau óvenju mörg og hefur farið fjölgandi síðustu mánuði. Í samantekt lögreglunnar á upplýsingum um fjölda tilkynntra kynferðisbrota gegn börnum árin 2011 til 2017 og stöðu þeirra segir að rúm 40 prósent kynferðisbrota gegn börnum sem tilkynnt voru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í fyrra séu enn í rannsókn. Ákært var í 22,7 prósentum mála í fyrra en rannsókn hætt hjá ákæruvaldi í rúmlega 12 prósentum mála.Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss.vísir/arnþórÁrið 2013 sker sig verulega úr í fjölda tilkynninga sem skýrist af umfjöllun fjölmiðla um kynferðisbrot gegn börnum, meðal annars mál Karls Vignis Þorsteinssonar. Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss, segir að þar á bæ hafi fólk ekki fundið fyrir óeðlilegu álagi undanfarið, á því kunni þó að vera skýringar. „Það er búið að vera jafnt og þétt álag á okkur. En það getur komið seinna til okkar. Sérstaklega ef um er að ræða unglinga sem eru 15-17 ára sem fara í skýrslutöku hjá lögreglu, þá líður alltaf ákveðinn tími þar til óskað er eftir meðferð í Barnahúsi fyrir þau. Þunginn kemur til lögreglu fyrst og við finnum seinna fyrir því,“ segir Ólöf Ásta. Hún segir sömu sögu vera að segja af yngstu börnunum, þar hafi verið jafnt og þétt álag. „En þar var svolítið mikið um jólin, mikill þungi.“Heimild: LRHSamkvæmt upplýsingum frá Barnahúsi komu 294 börn þangað í fyrra. Könnunarviðtöl fyrir barnaverndarnefnd, þar sem grunur er um kynferðisbrot eða gerandi er ósakhæfur, voru 116. Skýrslutökur fyrir dómi voru 114 og því samtals 230 rannsóknarviðtöl í það heila árið 2017. „Svo er að fjölga hjá okkur vegalausu börnunum. Það var talið að það yrðu fjögur til fimm á ári en við fengum tuttugu vegalaus, eða hælisleitandi, börn í fyrra. Það er aukning þar.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira